Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 05.11.1964, Qupperneq 2

Vikan - 05.11.1964, Qupperneq 2
Fyrir 400,00 krónur á mánuöi getið þér eignazt stóru ALFRÆÐIORÐABÖKINA Nordisk Konversations Verkið samanstendur af: 8 stórum bindum (nú þegar eru komin út 7 bindi) í skrautleg- asta bandi sem völ er ó. Hvert bindi er yfir 500 síður, inn- bundið í ekta „Fablea" prýtt 22ja karata gulli og búið ekta gull- sniði. I bókina rita um 150 þekktustu vísindamenn og ritsnillingar Danmerkur. Stórt raflýst hnattlíkan með ca. 5000 borga- og staSanöfnum, fljótum, fjöllum, hafdjúpum, hafstraumum o. s. frv., fylgir bókinni en það er hlutur, sem hvert heimili þarf aS eignast. Auk þess er slíkur Ijóshnöttur vegna hinna fögru lita hin mesta stofuprýði. VIÐBÆTIR: Nordisk Konversa- tions Leksikon fylgist ætíð með tímanum og því verður að sjólf- sögðu framhald á þessari út- gófu. VERÐ alls verksins er aðeins kr. 5420,00, Ijóshnötturinn inni- falinn. GREIÐSLUSKILMÁLAR: Við mót- töku bókarinnar, skulu greiddar kr. 620,00, en síðan kr. 400,00 mánaðarlega, unz verkið er að fullu greitt. Gegn staðgreiðslu er gefin 10% afsláttur, kr. 542,00. sem nú kemur út að nýju á svo ótrúlega lágu verði ásamt svo hagstæðum greiðsluskilmálum, að allir hafa efni á að eignast hana. Undirrit.......sem er 21 árs og fjárráða, óskar að gerast kaupandi að Nordisk Konversation Lexikon — með af- borgunum — gegn staðgreiðslu. Bókabúð NORÐRA Hafnarstræti 4 - Sími 14281. Dags. .......................... Nafn:................................. Heimili: ............................. ................................ Sími I fullri alvöru: Einn frakka- klæddur í viðbót Reykjavík er ekki ein þeirra borga sem skarta fögrum lista- verkum á alinannafæri. Ekki enn að minnsta kosti. Þó hefur það komið fyrir að við höfum vilj- að heiðra minningu ágætra lista- manna eða athafnamanna og reist þeim styttur í almennings- görðum. Jónas Hallgríinsson stendur til dæmis i Hljómskála- garðinum, en flestir eiga erfitt með að iiugsa sér listaskáldið góða þannig. Á stallinum stend- ur stirðlegur busi í svonefndum Prins Albert-frakka, sem mjög var i tízku á öldinni sem leið. Þetta er fyrst og fremst stytta sem sýnir frakka, laus við liug- myndaflug og skáldlegan inn- blástur. Jónas ætti sannarlega skilið fegurri minnisvarða í liöi'- uðborg íslands. Nokkuð löngu síðar þótti til- hlýðilegt að minnast athafna- mannsins Skúla Magnússonar, fógeta, og það var gert með all- mikilli styttu, sem trónar á stalli við Aðalstræti. Skúli er snöggtum stirðlegri en Jónas, næstum því ómennskur í klunnaskap sinum og sjá: Hann er íklæddur þess- um líka forkunnar mikla Prins Albert-frakka, rétt eins og digur bísnismaður frá öldinni sem leið. Fáir liafa lirifizt af þessu minnismerki um Skúla fógeta, en ugglaust verður það látið duga til þess að minna Reyk- víkinga á höfund innrétting- anna. Nú þykir kominn timi til þess, að Einar skáld Benediktsson fái sinn stólpa í borginni. Félag áhugamanna um verk þessa stór- snillings í íslenzkri ljóðagerð mun ætla að gangazt fyrir því, að honum verði reist veglegt minnismerki, líklega á Klambra- túni. Félagið er alls góðs mak- legt fyrir útgáfu á verkum Ein- ars og þvi að stuðla að áhuga á verkum þess skálds, sem ort hef- ur einliver stórbrotnustu ljóð ís- lenzkrar ljóðhefðar. Félagið hef- ur sent út bréf, þar sem sagt er frá þessu væntanlega minnis- merki og viti menn: Þar mun líklega birtast einn Prinsalbert- inn í viðbót, ef svo fer sem horf- Framhald á bls. 29. 2 — VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.