Vikan


Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 6

Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 6
« Hin beimshekktu undirföt eru nú komin á íslenzkan markað. Allar gerðir fyrir unga sem eldri. Sjóið heilsíðu litaauglýsing- arnar í t.d. VOGUE, HARP- ER'S BAZAAR, VANITY FAIR, WOMANS OWN, SHE, EVERY- WOMAN. HEILDSÖLUBIRGÐIR: Verzlunarfélagið SIF Laugavegi 44 — Sími 16165. UNGLINGAR Á DANSSTÖÐUM Kæri Póstur! Við erum hér samankomnar nokkrar tvítugar stúlkur og erum mjög reiðar. Okkur langar að koma spurningu á framfæri. Hvernig stendur á því, að ungl- ingar, 18—21 árs, komast hvergi á dansstaði? Það þarf ekki að benda okkur á Lídó eða Breið- firðingabúð, þar eru flestir yngri en 16 ára og við pössum ekki með þeim. Stúlkur mega gifta sig 18 ára og eiga börn en kom- ast hvergij á dansstaði. Varla ætlast þeir til, sem setja þetta bann um lögaldur, að þessi ald- ur, 18—21 árs, skemmti sér á götunni eða hvað? Það ætti mik- ið frekar að láta sýna passa upp á 21 árs við barina en ekki við dyrnar, hafa lögaldur 18 ára á alla vínveitingastaði, svo að við getum skemmt okkur eins og all- ir hinir, það er ekkert hugsað um unglinga á þessum aldri, nóg er af dansstöðum fyrir 14—16 ára og svo yfir 21 árs. Ef við ætlum að bíða allar til 21 árs er búið að skemma mikið af æsku okkar, því þetta er bezti aldur til að skemmta sér. Margir hverjir eru annars giftir og hugsa um heimili og þá komast fæstir út til að skemmta sér fyrr en í ellinni, þegar fólk er farið að hafa það rólegt. Við vonum að réttir aðilar lesi þetta og að þeir geri eitthvað í þessu máli. Reiðar stúlkur. P.s. Við erum ekki að sækjast eftir víni, aðeins að skemmta okkur. Hvernig stendur á því, að unglingar á okkar aldri og yngri á skipum fá óskertan toll? — — — Þið hafið mikið rétt að mæla, ungu stúlkur, og fleiri en þið, sem sjá þetta vandamál. Vandræðin eru aðeins þau að okkur vantar dansstaði, þar sem ungu fólki er hleypt inn. Þetta er nefnilega alls ekki samkvæmt lögum né reglugerðum, heldur hafa veitingahúsin sjálf tekið upp þessa reglu af ýmsum ástæð- um. Það er ekki leyfilegt að selja unglingum undir 21 árs aldri vín. En flest þessara veitingahúsa hafa vínstúkur eða selja vín til gesta, og bera ábyrgð á því að þeir, sem ekkj eru orðnir 21 árs, neyti ekki víns þar inni. Til þess að tryggja þetta, hafa veit- ingahúsin svo tekið upp þessa reglu að hleypa engum inn, sem ekki er nógu gamall til að mega neyta víns. Þannig er aðeins við ráðamenn veitingahúsanna að sakast. Já, það er ekki gaman að guð- spjöllunum, eins og karlinn sagði. Við verðum að sætta okk- ur við ýmislegt, sem löggjafinn hefur ákveðið, og láta okkur gott þykja, — eða vitið þið kannske ekki að hér í landi má enginn drekka bjór, karl eða kona, og það jafnvel þótt þau séu komin á gamalsaldur. OFFITA OG MEGRUN Kæra, góða Vika! Ég er búinn að kaupa þig í 12 ár samfleytt, og er alltaf að sjá það betur og betur, að þú ert bezta blaðið sem gefið er út hérlendis, allar skemmtilegu sögurnar og greinarnar og síðast en ekki sízt Pósturinn. Allur sá mikli fjöldi, sem leitað hefur ráða hjá þér, má vel við una, því svörin hafa verið bæði greið og mjög gagnleg fyrir alla les- endur sem fært hafa þau sér í nyt. Ég hef aldrei leitað ráða hjá þér áður, en nú er komið að þeirri stóru stund, og vona ég af hjarta að bréfið lendi ekki í körfunni. Þannig er mál með vexti, að ég hef átt við mikla offitu að stríða síðastliðin 3 ár, og hefur hún alltaf verið að auk- ast með hverjum mánuðinum sem líður. Ég skal með blygðun játa það, að ég hef borðað óhóf- lega mikið og stundum sælgæti, en ég vinn í byggingarvinnu, sem er æði erfið með köflum, og hefur lystin verið góð. En nú er ég orðinn 124 kg, er þetta hægt? Ég er 179 sm á hæð svo yfir- vigtin er geysileg. Nú er það spurningin: Hvað á ég að gera? Getur þú gefið mér nákvæma formúlu um mataræði og annað sem að gagni getur komið í þessu vandamáli? Þú ert mín síðasta von, ég verð 200 kg eða meira með sama áframhaldi. í guðs bænum gefðu mér góð ráð sem allra fyrst, ég er afar spenntur. Með kæru þakklæti og kveðj- um. Feitólfur Mörunds. — — — Póstinum þótti vænt um að fá þetta bréf frá þér,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.