Vikan


Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 16

Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 16
d jl i Ég heyrði söguna fyrst af vörum föður míns fyrir fimmtíu árum, þegar ég var búinn með lögfræðina og var tekinn inn í lögfræðifirma fjölskyld- unnar, Jepson og Sonur. „Eins og þú veizt, Warren,“ sagði faðir minn, er við sátum að hádegis- verði í klúbbnum hans fyrsta daginn minn hjá firmanu, ,,þá er starfsemi okkar mestmegnis fólgin í því að gæta hagsrnuna Luddensfjölskyldunnar.“ Það þurfti hann nú svo sem ekki að segja mér.Þegar ég var drengur, hafði hann oftlega og mér til takmarkaðrar ánægju tekið mig með sér í heimsóknir til aðsetursstaðar nefndrar fjölskyldu á East End Avenue, gagnvart Carl Schurz Park í New York. Húsið var stórt ;og skuggalegt, ytra borðið í ein- hversjconar Viktoríönskum stíl og að innan var það jafnvel enn leiðinlegra. Það var skreytt af óskaplegri fjöl- breytoi; í óvistlegum herbergjunum var hrúgað saman hlutum eins og bréfavogum, skrautlegum blævængj- um, : vaxmyndum, smálíkönum af óþekktum hirðgæðingum og frúm þeirra, sem enginn vissi deili á, kopar- stungum af ómerkilegum atburðum, rókokkóklukkum, sem fyrir löngu voru hættar að 'ganga og ótal Öðrum álíka gagnglausum hlutum. Strax í æsku lagði ég hatur á hús þetta og sömuleiðis þá kvöð að hafa nokkuð saman að sælda við dætur August Luddens, þær Emmu og Selmu. Þær vorú' 'einstaklega óaðlaðandi stúlk- ur, tyeimur og þremur árum yngri en ég, nauðalíkar álitum og báðar jafn hrokáfullar. Útlitið höfðu þær erft frá móður sinni, geysistórri konu, sem minnti á hertogaynjuna í myndskreyt- ingum Tenniels við Lísu í Undralandi, en hhokann og frekjuna frá föður sín- um. AuglhSt Luddens hafði komið til Bandaríkjanna frá Þýzkalandi aðeins sautján ára að aldri, gerðizt skrifstofu- maður hjá vellauðugu miðlarafyrir- tæki og unnið sig þar til áhrifa með Ífjf-T 14 því að sína álíka iðni við starf sitt og dóttur eins aðaleigandans. Hjóna- bandið, sem hann gekk í ásamt henni, fræði honum auðæfin, sem hann var sannfærður um að hann myndi öðlast, jafnvel þegar hann átti naumast fyrir farinu til Bandaríkjanna. Næst peningum voru málaferli aðal- áhugamál Augusts. Hann var stöðugt flæktur í eitthvað af því tagi og af þeim sökum mátti hann naumast af föður minum sjá. Mamma, sem var álíka hrifin af Luddensfjölskyldunni og ég, varð að koma með til húss henn- ar til að vera frúnni til afþreyingar meðan karlmennirnir ræddu viðskipta- mál og ég var látinn leika mér við Emmu og Selmu. Svo heppinn var faðir minn í málarekstri sínum fyrir hinn ríka skjólstæðing, að jafnvel hinn augljósi fjandskapur minn í garð systr- anna gat í * engu losað hin nánu-og gróðavænlegu tengsl milli Jepson og Sonur og Luddensættbálksins. Mér til mikillar ándegjú áttu þessar heimsókn- ir sér ekki stað ýfir sutnarið, því Aug- ust, sem stöðugt var haldinn átthaga- þrá, fór þá með fjölskyldu sína til Múnchen að heimsækja ættingjana og þaðan til veiðihallar, sem hann hafði eignazt í Garmjsch-Partenkirchen. í lok sumars 1910, þegar Emma var • átján ára og Selma seytján, kom Ludd- ensfólkið að vanda til New York úr hinni árlegu Þýzkalandsferð, en í þetta sinn án Selmu, mér til nokkurs léttis. Ef frúa mátti föður hennar, hugðist húri leggja stund á listnám og dveljast um" eins árs skeið í Múrjchen hjá frænda sínum og frænku. Árið leið, en ekki kom Selma og þegar Luddens- hjónin fóru næst austur um haf, sat Emma eftir. Pabbi varaði mig við að .forvitnast nokkuð um ástæð- urnar til þessa undarlega háttern- is og ég tók vel undir það. Ég hafði ósköp lítinn áhuga á systrunum og auk þess hafði ég stöðugt minna af þeim að segja eftir því sem ég eltist. Svo kom að þátttöku minni í starfsemi fyr- irtækisins Jepson og Sonur, hádegis- verðinum og sögunni. Samkvæmt frásögn föður mins höfðu Emma og Selma, síðasta sumarið, sem þær voru saman, kynnzt Felixi von Engelhardt barón. Baróninn var ungur, laglegur, fátækur og tækifærissinnað- ur. Þegar hann hafði komizt að snoðir um hinn prýðilega efnahag Luddens- fjölskyldunnar, tók hann óspart að stíga í vænginn við systurnar báðar jafnt; þar eð hann tók hvoruga fram yfir hina og hafði miklu fremur áþekka óbeit á báðum, taldi hann sig allt eins geta borið víurnar í þær til skiptis og séð svo til hvor fyrr gæfist upp. Því miður fyrir baróninn voru Selma og Emma báðar jafnfúsar til skilyrðis- lausrar uppgjafar þegar við fyrstu sýn af hinum ásækna og aðlaðandi herra- manni. Um nokkurra vikna skeið hvorki gekk né rak, en þegar að því kom að Luddens héldi til Garmisch- Partenkirchen, bauð baróninn systrun- um báðum í leikhús, þrýsti hendur þeirra leynilega að skilnaði og mót-' tók frá báðum — einnig leynilega ■— tilboð varðandi næstu helgi. Frá þeirri stundu voru Emma og Selma harðvítugir keppinautar. Þetta var í fyrsta sinni sem ungur og mynd- arlegur maður sýndi áhuga fyrir hin- um óálitlegu persónum þeirra, og þótt sá áhugi væri meira en lítið uppgerð- arkenndur, nægði hann til að kveikja í þeim. I þann mund sem þær komu til veiðihallarinnar, voru þær orðnar svarnir óvinir. Enn sem komið var voru foreldrarnir fyrir utan þetta. Allt frá barnæsku höfðu systurnar sótzt eftir kærleika og alúð, en sjaldan feng- ið. Auk þess hafði August við mikil- vægari vandamál að stríða. Veiðiþjófar höfðu nefnilega hagnýtt sér fjarveru húsbóndans til að herja í skóglendi hans. August var ævareið- ur og kenndi um ofboðslegu hirðu- leysi skógarvarðanna. Hann fyrirskip- aði þeim nú að gæta skógarins jafnt nætur sem daga og skjóta veiðiþjóf- ana til bana án viðvörunar, jafnskjótt og þeir kæmu auga á þá. Örbirgð Augusts í æsku hafði búið hann prýði- lega undir að takast á hendur stöðu landeigandans. Fjölskyldan kom til veiðihallarinn- ar eftir hádegi á miðvikudag. Þá um kvöldið rifust Emma og Selma með slíkum ofsa og ógnarskömmum, að María, þjónustustúlka þeirra, þorði ekki annað en athuga málið. Hún hrað- aði sér til herbergis þeirra og gægðist inn, kvíðafull á svip. „Út með þig!“ æpti Selma, sem æst- ist um allan helming við truflunina og eins við það að sjá Maríu, sem var falleg stúlka og hrein andstæða systr- anna í öllu útliti. María var á förum þegar Emma bað hana bíða. „Farðu til herbergis míns,“ skipaði hún þjónustumeynni, „og náðu í skartgripaskrínið fyrir mig.“ Þegar María kom aftur með skrínið, hafði deila systranna harðnað enn að — VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.