Vikan


Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 12

Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 12
Faðir minn hefur undai'legan ávana. Hann er hrifinn af því að sitja i myrkr- inu, aleinn, stundum kem ég mjög seint heim. Húsið er dimmt. Ég fer bljóð- lega inn, vegna þess að ég vil ekki trufla móður mína. Hún sefur svo laust. Ég iæð- its á lánum inn í herbergið mitt og af- klæðist í dimmunni. Ég fer fram í eldhús- ið tii þess að fá mér að drekka. Berir fætur mínir gera engan hávaða. Ég stíg inn í herbergið og geng næslum því á föð- ur rninn. Hann situr á eldhússtól, í nátt- fötunum, og reykir pípu. — Halló, pabbi, segi ég. — Hailó, sonur. — Hvers vegna ferðu ekki í rúmið, pabbi? — Ég geri það, segir hann. En hann er kyrr þarna. Ég er viss um, að iöngu eftir að ég er sofnaður, situr hann þar ennþá, reykjandi. Ég les oft i herberginu mínu. Ég heyri móður mína ganga frá húsinu fyrir nótt- ina. Ég heyri litía bróður minn fara i rúm- ið. Ég heyri systur mína koma inn. Ég heyri hana sýsla við krukkur og krúsir þar til hún, lika, er hljóðnuð. Ég veit, að hún er farin að sofa. Eftir svolitia stund heyri ég mömmu bjóða föður minum góða nótt. Ég held áfram að lesa. Brátt verð ég þyrstur. (Ég drekk mikið af vatni). Ég fer fram í eldhúsið til að fá mér að drekka. Aftur dett ég nærri því um föður minn. Mér bregður oft við það. Ég gleymi þessu stundúm. Og þarna er hann — reykjandi, sitjandi og hugsandi. — Af hverju ferðu ekki í rúmið, pabbi? — Ég geri það, sonur. En hann gerir það ekki. Hann bara sit- ur þar og reykir og hugsar. Ég hef áhyggj- ur af því. Ég get ekki skilið það. Hvað getur hann verið að hugsa um? Einu sinni • spurði ég hann. — Hvað erlu að hugsa, pabbi? — Ekkert, sagði hann. Ég fór frá honum og í rúmið. Ég vakn- aði nokkrum tímum síðar. Ég var þyrst- ur. Ég-.fór fram í eldhús. Þar var hann. Það var dautt í pípunni. En hann sat þar, starandi út í hom á eldhúsinu. Eftir nokkra stund vandist ég myrkrinu. Ég fékk mér að drekka. Hann hélt áfram að sitja og stara. Hann deplaði ekki auga. Mér fannst hann ekki einu sinni vita af mér. Ég var hræddur. — Af hverju ferðu ekki í rúmið, pabbi? — Ég geri það, sonur, sagði hann. — Bíddu ekki eftir mér. — En, sagði ég, — þú hefur setið hérna tímunum saman. Hvað er að? Um hvað erlu að hugsa? — Ekkert, sonur, sagði hann. — Ekk- ert. Ég hvílist bara. Það er allt og sumt. Hann sagði þetta á sannfærandi hátt. Hann virtist ekki hafa áhyggjur. Röddin var jöfn og ánægjuleg. Hún er það alltaf. En ég gat ekki skiliö það. Hvemig gat það verið hvílandi, að sitja aleinn í óþægi- iegum stói um hánótt, í myrkri? — Hvað gat það verið? Ég hugsa um alla möguleika. Það geta ekki verið peningar. Ég véit það. Við höf- um ekki- mikið, en þegar hann hefur áhyggjur af peningum iéyriir hann því ekkert. Það getur ekki verið heilsa hans. Hann leynir því heldur ekki. Það getur ekki verið heilsa néins í fjölskyldunni, Við höfum iítið af peningum, en við erum heilsuhraust. (Laus skrúfa, myndi mamma mín segja). Hvað getur það veriö? Ég er hræddur um, að ég viti það ekki. En það hindrar mig ekki í þvi að hafa áhyggj- ur. Kannske er hann að hugsa um bræður sína í gamla landinu. Eða um móður sína og tvær stjúpmæður. Eða um föður sinn. En þau em öil dáin. Hann myndi ekki brjóta heilann svona um það. Hann brýt- ur yfirleitt ekki heilann. Hann virðist jafn- vel ekki hugsa. Hann virðist of rólegur, ekki ánægður, aðeins of rólegur t'il þess að vera að brjóta heilann. Ef til vill er það eins og hann segir. Ef til vill hvilist hann. En það virðist ekki sennilegt. Ég hef áhyggjur af því. Ef ég aðeins vissi, hvað hann er að hugsa um. Ef ég bara vissi, að hann hugs- aði eitthvað. Ég gæti kannske ekki hjálp- að honum. Hann þarfnast kannski ekki hjálpar. Það getur verið eins og hann seg- ir. Það getur verið hvílandi. Að minnsta 'kosti skyldi ég ebki hafa áhyggjur af því. Hvers vegna situr hann bara þarna, í myrkrinu? Er hann orðinn gleyminn. Nei, það getur ekki verið. Hann er bara fimm- tiu og þriggja ára. Og hann er eins skarp- ur og áður. I rauninni er hann alveg eins og hann á að sér. Hann vill ennþá rófu- súpu. Hann les ennþá aðra síðu af The Times fyrst. Hann notar ennþá hornflibba. Hann trúir ennþá, að Debs hefði getað bjargað landinu og að T.R. hafi verið verk- færi fjármá'lalegra sjónarmiða. Hann er sá sami á allan hátt. Hann lítur jafnvel ekki út fyrir að vera eldri en hann var fyrir fimm ámm. Það taka allir eflir því. Hann heldur sér veT, segja þeir. En hann situr í myrkrinu, aleinn, reykjandi, star- andi beint fram fyrir sig, án þess að depla auga, langt fram eftir nótt. Ef það er eins og hann segir, ef það er hvílandi, læt ég mér það lynda. En ef það er það ekki. Gerum ráð fyrir að það sé eitthvað, sem mér er ekki gefið að sjá. Kannske þarfnast hann hjálpar. Hvers vegna talar hann ekki? Af hverju bölvar hann ekki, hlær eða grætur? Af hverju gerir hann ekki eitthvað? Af hverju situr hann bara þarna? Að Tökum verð ég reiður. Kannsbe er það bara ófullnægð forvitni mín. Kannske er ég svolítið áhyggjufullur. Samt sem áður verð ég reiður. Framhald á bls. 30. Smásaga efftir Jerome Weidman „Faðir minn situr í myrkr- inu“, sem er talið fyrsta verk Jerome Weidman, er sú saga sem hann kaus fyrir titil á síðustu útgáfu sinni af smá- sögum. Þetta fyrsta verk birt- ist í Sto?'y í nóvember 1934, þegar höfundurinn var 21 árs, vann á daginn og sótti kvöldtíma við New York Uni- versity. Þetta var ein af nobkrum sögum sem hann hafði skrifað áður en hann vann sinn bókmenntalega sig- ur með því að selja bók- menntalegu dagblaði, The Amerioan Spectator, atburð sem hann hafði fært í sögu- legt form, fyrir tíu doITara. Jerome Weidman fæddist í New York borg, 4. ágúst 1913, og frá byrjun rithöf- undarferils síns hefur hann gert New York að bakgrunni sagna sinna. Núna er hann að breyta einni af New York sögum sínum í söngleik fyrir Broadway. Eftir menntun í College of the City of New Yoi'k, Was- hingto?i Square College of New YorJc University og í New Yo?'k University Law school fékk hann rétt- indi hæstaréttarlögmanns, en hann starfaði aldrei sem slík- ur. Eftir Tangl pipajrsveinslíf, giftist hann Peggy Wright 1943. Þau eiga tvo syni og búa í New York og Westport, Connecticut, þegar þau eru ekki á ferðalagi. Wéidiman hefur verið afkaslamikill ril- höfundur og gefið út margar bækur og smásagnasöfn. ^2 — VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.