Vikan


Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 26

Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 26
— Þú sagðir þarna hroðaleit. — Já, það er síðasta leitin, góði. I fyrstu leitinni fer maður svona til þess að taka dálítinn, góðan dún, og skyggna eggin og taka dálítið af eggjunum hjá æðarkollunni, og meira vegna þess, að maður hefur þetta á sálinni, sérðu, þennan þrifnað, að ungarnir fari ann- ars í svartbakinn, svo það sé þá alveg eins gott, að taka svo- lítið frá honum. Annars tæki maður ekki eitt einasta egg. Það er nefnilega það. Þetta er ekki glæsilegt. Og það eru lík- lega fuglafræðingarnir, sem eiga mikinn þátt í þessu, með því að friða að nokkru leyti svartbakinn, af hræðslu við að drepist örninn, sko. Svo það er orðinn nokkurs konar örn líka, svartbakurinn. En það eina, held ég sem gæti fækkað svartbakn- um eins og þarf, væri ef það væri eitrað fyrir hann. En það eru þeir búnir að koma í veg fyrir í þinginu, voru að því í vetur, að fresta um fimm ár eitruninni, svo það verði tryggt, að það verði ekki til nema vargur í landinu. Já, það væru ekki óhugguleg skipti. Æðar- kollan, sem er einhver alsak- lausasti fugl, sem maður þekk- ir — og fá svo hrafn, svartbak og örn. Fuilt af því helvíti. — En hvernig er með þessa eitrun? Er hún ekki hættuieg fyrir fleira en það, sem hún á að drepa? — Nei, nei, anzkotinn, ég hef iðulega eitrað hér meira og minna, og aldrei orðið að sök. En það yrði að gera þetta sko á vissum tímum, þegar ekki er æðarfugl nálægt, til dæmis, og frammi í djúpeyjum, þar sem ekki er gras. Þá er þetta engin hætta. En aftur á móti eru þeir að drullast við að hækka eitt- hvað skotmannslaun, sem eng- inn leggur sig eftir, því það kostar helminginn af launun- um, skotið. Og ef þetta er nú einhver bölvaður skítsokkur, sem ekkert hittir, þá geta það orðið þrjú skot á svartbakinn, ha ha ha. Og þá fer að verða lítill hagnaður af tólf krónum. Nei, það fækkar lítið svartbak- inum við það. Nei, það er nefni- lega það. Eg sendi þarna grein frá mér, einmitt meðan þingið stóð, en hún kom ekki fram fyrr en þingið var búið. Já, það má til með að kvelja þá með einhverju, þessa menn. Þeir eru ekki eins næmir fyrir hlutunum, eins og við, sem stöndum í þessu. — Hvernig hefur þú eitrað? — Eg hef bara eitrað í hitt og annað drasl, svona að vetr- inum, já, út til eyja, já, og það er eitt, sem gerir nokkuð þetta, að það hefur verið svo hrokk- kelsalítið á vorin. Og svart- bakurinn er svo kraftmikill fugl og þarf svo mikla fæðu. Ég hef — VIKAN 45. tbl. stundum keyrt hérna fleiri vagna af selspiki og drasli, sem mað- ur hefur ekki getað hirt, hérna niður eftir, og þegar þetta er búið að liggja úti allan vetur- inn, eru stundum komnir fleiri hundruð á morgnana í þetta. Það er svo sem ekkert skemmti- legt, að þurfa að amast við þessum flugli. Hann er þrótt- mikill og fallegur, gullfallegur, það vantar ekki. En það færi kannski að vakna eitthvað yfir þeim þarna, ef hann heldur áfram uppteknum hætti, sem hann gerði í fyrra, að drepa næstum undan þingmanninum okkar hérna fyrir sunnan. Hann drap á næsta bæ og svo að segja við túnfótinn. Hann drap, skal ég segja þér, átta lömb hjá aumingja bóndanum. Ef hann dræpi svona út um allt land, sko, þá fengi maður með- hjálpara til að reyna að minnka þetta. Því þetta er ekkert spaug. Illt er að verjast tófu, en verra að verjast flugvargi. Þetta er komið á mann á augabraggði, líkt og flugvélarnar á trollar- ana. Það er nefnilega það. Þeg- ar þeir eru í landhelgi. Það er ekkert spaug. — En Elínborg, er hún frá Skarði? — Já, hún er héðan frá Skarði. Þau eru systrabörn, Kristján augnlæknir og Jónas Sveinsson og hún. Afi þeirra var Kristján kammeráð, hérna sem var á Skarði. Hann var fað- ir Boga, hún er Bogadóttir. Svo koma saman okkar ættir, því formóðirin, Guðrún Magnúsdótt- ir, hún var dóttir Magnúsar Ketilssonar í Búðardal, og hann var faðir Skúla, föður Kristjáns. — Það var hér áður, hélt Kristinn áfram, — í tíð Kristjáns kammeráðs og Skúla og þeirra, þá voru habbðar skepnur og menn alltaf um veturinn í Olafsey. Flutt fram. Já. Þeir höbbðu hjá sér bát, og svo var þetta flutt upp á vorin aftur. Þetta voru kýr og kindur. Svo var hætt að hafa bát þarna í seinni tíð, heidur kynntu þeir bara vita, ef eitthvað var að. Það var eftir að stúlkan var þarna eitthvað 16 vikur ein í eyjunum. Hún Helga, já. Og Slysavarnafélagið hérna, það heitir eftir Helgu í Ólafsey. Þeg- ar þetta var, voru þær náttúr- lega byggðar, Rauðseyjarnar, og það fór orð af því, að mað- ur, sem var þarna með þeim í Ólafsey, hann hebbði verið eitthvað skotinn í stúlku úti f Rauðsey. Og einhvern veginn fór það svoleiðis, að þau mölv- uðu heynálina, og það er svo helvítlegt að losa heyin, hún er föst, eyjataðan, eða kannski hafa þau drepið eldinn eða eitt- hvað, nema það varð til þess, að það þurfti að skreppa út í Rauðseyjar, og þeir ætluðu að verða fljótir, og Helga þessi varð eftir ein. Og svo verða þeir náttúrlega nóttina í Rauðs- eyjum, en þá bara breyttist veð- ur, með ís og norðangarra, og það voru bara 16 — voru það ekki 16 vikur, Elínborg? — Jú. — 16 vikur, sem hún var þarna ein og varð að hirða all- ar skepnurnar og heynálarlaus. Og eftir þetta var aldrei habbð- ur bátur hjá þeim. Já, þetta hefur verið fyrir miðja 19. öld. Líklega um 1840 eða um það leyti, sko. Það er ekki lengra síðan en það. — Það er mikil slysasaga í sambandi við búsetu og nýt- ingu eyjanna, er það ekki? — Þeir höbbðu það nú anz- koti gott í þessum eyjum. Þetta var svo fátt fólk . . . — En þetta var alltaf að drekkja sér, á leið milli lands og eyja . . . — Já, jú, það kom nú fyrir, að þeir fórust hérna. Jú, það náttúrlega henti sig, það kom fyrir. Þetta er vond leið, skerj- ótt og krappir sjóir, ef hann er hvass og straumurinn tals- verður. Maður varð að passa sig. — Getur ekki rokið upp fyrir- varalaust? — Jú, jú, jú. Við fengum oft öskuveður, þótt hann væri hæg- látur, þegar við vorum að bera á skip. Létum á það 70 sátur, tróðum skipið. Mótorlaust, með seglum bara, og það var svona kollhæðarhátt á þóftunum, sko, stakkurinn. Maður sigldi þetta í grenjandi veðri og var mest stytzt 34 mínútur milli Ólafs- eyja og lands. Og þetta eru tvær vikur sjóar. Líkt og frá Akranesi til Reykjavíkur. Tvær vikur danskar, sko. 8 kvart- mílur. En það var liðugt. Og grjót haft í botninum. Það hebbði nú farið um held ég annars. Já, já. Bárurnar náðu okkur ekki. Við bara renndum þetta liðugt og þær náðu okkur ekki. En þetta mátti ekki vera bölvuð landkrabbavitleysa al- veg, maður varð dálítið að vita, hvað maður var að gera. Og það var líka eins að lenda hérna við klettana f Skarðsstöð. Þá varð maður að tempra seglin svo, að einn maður gæti tekið á móti, að það væri ekki meiri ferð en það. Og ef mann rak undan, þýddi ekkert að setja út ár, maður réði ekki nokkurn skapaðan hlut við það. Þá bara heistum við aftur og krusuðum á, og reyndum svo að tempra seglin og jaðra hægt við klett- ana, svo að einn gæti tekið á móti. Maður habbði gaman af þessu. Þetta var voðalegt sport, og svo að setja aftur fram, mað- ur, með bara grjótið. Maður lif- andi, þetta var gaman. Maður setti ekki frekar mikið á, eftir Framhald á bls. 33. Þá vopu engin gpýiukvœði sungin — En rétt á eftir heyrðist eins og kveikt á eldspýtu, inni í svefnherberginu hans Indriða. Og birti svo, að maður sá skili- ríið á kommóðunni. Og nú hugsa ég: Ja, nú hefur karl brugðið sér inn og kveikt á spýtu; þótti gott, að nú var hann \ að leika á þá. Svo hverfur þetta rétt undir eins. Rétt á eftir er kveikt aftur, og kemur ekki einn, líkt og mynd af frelsar- anum, maður í hvítum hjúp ...

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.