Vikan


Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 4

Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 4
— Það er ekki að undra, hann var ríkari en kóngurinn. þessvegna er það. — Hann fékk allt sitt gull frá djöflinum. Það fór skjálfti um ungu konuna, og hún vafði kápunni þéttar að sér. Feitur slátrari, sem stóð á þrepum húss síns, sagði vingjarnlega við hana: — Þér ættuð að fara héðan, stúlka mín. Það sem hér fer fram, er ekki skemmtilegt fyrir verðandi móður. Angelique hristi höfuðið þvermóðskulega. Slátrarinn rannsakaði andlit hennar, og yppti svo öxlum. Hann þekkti manngerðirnar, sem komu og laumuðust í kringum gálgana og bálkestina. — Er þetta aftökustaðurinn? spurði Angelique hljómlausri röddu. — Það er undir því hvern á að taka af. Ég veit, að þeir eru að hengja blaðamann á Chatelet, núna í morgunmálið. En ef það er galdramaður- inn, þá er þetta ekki rétti staðurinn, hérna á Gréve. Sjáið, kösturinn er þarna yfirfrá. Kösturinn hafði verið hlaðinn upp í nokkurri fjarlægð, næstum frammi við árbakkann. Þetta var geysimikill köstur og efst i honum var staur. Litill stigi lá upp að staurnum. Nokkrum metrum í burtu var pallur með stólum handa þeim, sem höfðu keypt sér aðgöngumiða að sætum, og þeir voru að tínast í sæti sín. Fyrsti vindblær dagsins kom og þeytti nokkrum snjókornum á rauð andlit viðstaddra. Litil gömul kona kom og leitaði sér skjóls við and- dyri slátrarans. — Það er kalt í morgun. Ég hefði helzt viljað vera kyrr í skýlinu, að selja fisk á markaðnum. En ég lofaði systur minni að færa henni bein úr galdramanninum, til þess að lækna í henni gigtina. — Það er sagt gott. — Já, rakarinn í rue de la Savonnerie sagðist myndi mala þau fyrir mig með jurtaoliu. Það er ekkert betra til að draga úr gigtarverkjum, segir hann. — Það verður ekki auðvelt að ná í bein. Maitre Aubin, böðullinn, hef- ur beðið um tvöfaldan vörð. — Auðvitað hann vill halda beztu bitunum handa sjálfum sér, sá mannætuskratti. En hvort sem það er nú böðull eða ekki, vill hver fá sinn skammt, sagði gamla konan og lét skína í brotnar tennurnar. — Það gæti kannske verið auðveldara fyrir yður að ná i snepil úr skyrtunni hans í Notre Dame. Angelique fann kaldan svitann renna niður eftir bakinu á sér. Hún hafði gleymt fyrsta hluta þessarar óhuganlegu dagskrár: Hinni opin- beru aflausn í Notre Dame. Hún tók til fótanna í áttina til rue de la Qoutellerie. En fólksstraumurinn, sem þyrptist í áttina til torgsins, eins og iðandi maurar, lokuðu leið hennar og ýttu henni til baka. Hún myndi aldrei ná Notre Dame í tæka tið! Feiti slátrarinn gekk niður af dyraþrepunum og kom til hennar. — Viljið þér komast til Notre Dame? spurði hann lágt með hluttekn- ingarróm. — Já, stamaði hún. — Ég mundi ekki.... Ég.. .. — Þá skulið þér gera þetta: Farið yfir þvert torgið og niður að vín- bryggjunum. Þar skuluð þér biðja bátsmann að róa yður til Saint- Laundry. Þannig komizt þér til Notre Dame á fimm mínútum. Hún þakkaði honum og tók til fótanna. Slátrarinn hafði gefið henni gott ráð. Fyrir fáein sols tók bátseigandi hana með sér i bát sínum og flutti hana að bryggjunum við Saint-Laundry. Þegar hún horfði á þessi timburhús standa að því er virtist upp úr rotnandi ávaxtahrúgum, mundi hún rétt í svip bjartan morguninn, þegar Barbe sagði: — Þarna yfirfrá, þarna hjá Hotel de Ville, þar er Place de Gréve. Þar sá ég galdranorn brennda. Hún var á hlaupum. Gatan, sem hún hljóp eftir, var bak við húsin aftan við Notre Dame og næstum auð. En hávaðinn af mannfjöldanum barst sifellt nær henni. Hún vissi ekki, hvaðan hún fékk hinn yfirnátt- úrulega kraft til að ryðja sér leið allt fram í fremstu raðir áhorfenda, og hvaða kraftaverk réði því, að hún var allt í einu komin í fremstu röð. Beint fyrir framan Dómkirkjuna. Einmitt í sama bili tilkynnti hávært hróp komu dæmda mannsins. Mannfjöldinn var svo þétt saman, að gangan með Joffrey de Peyrac komst varla áfram. Aðstoðarmenn böðulsins reyndu að ryðja sér braut með því að slá fyrir sér með stórum svipum. Að lokum kom lítill tré- vagn í Ijós. Þetta var einn af þessum ljótu og klunnalegu vögnum, sem notaðir voru til þess að hreinsa rusl borgarinnar. Vagninn var ataður í stráum og aur. Efst á þessu farartæki sat Maitre Aubin uppréttur með kreppta hnefa á lendum sér, rauðklæddur með skjaldarmerki borgarinnar á brjóstinu og horfði rólega niður á æpandi mannfjöldann. Presturinn sat á vagnbrúninni. Mannfjöldinn krafðist þess að fá galdramanninn, sem ekki sást. — Hann hlýtur að liggja niðri í vagninum, sagði kona við hliðina á Angelique. — Ég vona ekki, sagði nágranni hennar hinum megin. Falleg stúlka með rjóðar kinnar. Vagninn var numinn staðar. Ríðandi varðmenn með brugðin sverð héldu fólkinu frá. Nokkrir lögreglumenn, i fylgd með munkum af mis- munandi reglum, voru hér og þar á torginu. Skyndileg hreyfing I mannfjöldanum ýtti Angelique aftur á bak. Hún æpti og ruddist aftur fram í fremstu röð. Líkhringing glumdi í turninum á Notre Dame. Draugaleg mannvera hafði birzt á torginu og var á leið upp kirkjuþrepin, Angelique sá ekkert, nema þessa skuggamynd af manni. Svo var henni allt í einu ljóst, að hinn dæmdi maður hafði annan handlegginn yfir öxl prestsins og hina yfir öxl böðulsins, og hann var í raun og veru dreginn. Hann gat ekki notað fæturna. Svart sítt hárið lafði niður með vöngunum. Á undan honum fór munkur með stóran kyndil og loginn sveiflaðist fyrir vindinum. Angelique þekkti, að þar var kominn Bécher. Andlit hans endurspeglaði upphaína hrifningu og ákafa gleði. Um háls hans hékk stór, hvitur kross, sem náði niður að hnjám, og kom honum til þess að hrasa annað slagið. Það var eins og munkurinn stigi æðisgeng- inn dauðadans fyrir framan dæmda manninn. Þessi hópur hélt áfram með martraðarlegri hægð. Þegar þeir voru komnir að stéttinni fyrir utan kirkjuna, stanzaði hópurinn við stall hins hinzta dóms. Snara hékk um háls dæmda mannsins. — Þetta er ekki Joffrey, hugsaöi Angelique. Framhaldssagan eftir Serge og Anne Golon 21. hluti Þetta var ekki maðurinn, sem hún hafði þekkt. Maðurinn, sem bar sig svo vel og naut allra lífsins gæða. Þetta var mannlegt flak, eins og öll önnur mannleg flök, sem komið höfðu hingað á undan honum, berfætt, á skyrtunni einni með snöru um hálsinn. ^ — VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.