Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 21
tæki þátt í meiriháttar íram-
kvæmastörfum. Auk þess væri
heldur ekki um neinn annan að
ræða. Aðalstöðvarnar voru manna-
fátækar og 00 deildin hefði ekk-
ert að gera. Bond átti að gefa sig
fram þennan dag kl. 2,30 í her-
bergi 412.
Það var Troopes, hugsaði Bond,
þegar hann kveikti í fyrstu sígar-
ettu dagsins, sem var fyrsta og
helzta orsökin að óánægju hans.
í öllum stórum fyrirtækjum er
einn maður, sem er harðstjóri skrif-
stofunnar og öllum er illa við.
Þessi einstaklingur gegnir ósjálfrátt
veigamiklu hlutverki, með því að
vera einskonar eldingavari fyrir
venjulegt skrifstofuhatur og ótta. í
raun og veru dregur hann úr
óheppilegum áhrifum, með því að
vera sameiginlegt skotmark. Mað-
urinn er venjulega framkvæmda-
stjóri eða skrifstofustjóri. Hann er
ómissandi varðhundur, sem vakir
yfir smáatriðum — smáþjófnuðum,
hita og Ijósum, handklæðum og
sápum á salernunum, ritfanga-
birgðunum, kaffistofunni, skipting-
um leyfa, og stundvísi starfsliðsins.
Hann er maðurinn, sem eyðilegg-
ur þægilegt andrúmsloft skrifstof-
unnar, og vald hans teygir sig inn
í einkalíf og persónulegar venjur
starfsliðsins. Til þess að óska eftir
slíkri vinnu og hafa hæfileika til að
stunda hana, verður svona maður
að hafa pirrandi persónuleika.
Hann varð að vera sparsamur, at-
hugull, hnýsinn og smámunasamur.
Hann varð að vera lítill einvaldur.
í öllum vel reknum stofnunum er
slíkur maður. í leyniþjónustunni var
það kapteinn Troopes, sem sagði
að hlutverk sitt væri að sjá um
að allt væri eins og það ætti að
vera.
Það fór ekki hjá því, að skyldur
kapteins Troopes yrðu til þess að
hann lenti í andstöðu við mestan
hluta stofnunarinnar, en það var
sérstaklega óþægilegt að M skyldi
ekki láta sér detta í hug neinn til
að setja í forsæti þessarar ákveðnu
nefndar annan en Troopes.
Þetta var ein af þessum rann-
sóknarnefndum, sem áttu að fjalla
um hin margslungnu mál í sam-
bandi við Burgess og Macleans og
þann lærdóm, sem af þeim mætti
draga. M hafði dottið þessi nefnd
í hug, fimm árum eftir að hann
hafði lokið sinni sérstöku skýrslu
um þetta mál, eingöngu til að
friða rannsóknarnefndina, sem for-
sætisráðherrann hafði skipað 1955.
Bond lenti þegar ( stað ! von-
lausri deilu við Troopes um störf
„menntamanna" í leyniþjónustunni.
Af óþverrahætti, og vegna þess,
að hann vissi að það myndi koma
sér iila, hafði Bond haldið fram
þeirri skoðun, að ef Ml 5 og leyni-
þjónustan hættu að taka sjálfa sig
alvarlega við „hinn menntaða
njósnara atómaldarinnar" yrðu
þær stofnanir að hafa á að skipa
samskonar mönnum til að tefla
gegn þeim. — Afdankaðir liðsfor-
ingjar úr Indlandsher, hafði Bond
sagt, — geta ómögulega skilið hugs-
unarhátt Burgess eða Macleans.
Þeir geta jafnvel ekki skilið, að
slíkir menn séu til, hvað þá að
þeir geti umgengizt þeirra hópa,
kynnzt vinum þeirra og leyndar-
málum. Eftir að Burgess og Maclean
voru komnir til Rússlands, var eini
vegurinn til þess að komast í sqm-
band við þá aftur, og ef til vill
gera þá að gagnnjósurum gegn
Rússlandi, þegar þeir væru orðnir
þreyttir á því landi, hefði verið
að senda nánustu vini þeirra til
Moskvu, Prag og Budapest, með
skipun um að bíða, þar til annar
þessarra manna skriði úr híði sínu
og gerði vart við sig. Og annar
þeirra, sennilega frekar Burgess,
hefði neyðzt til að gefa sig fram
af einmanaleik sínum og þörf til
að segja einhverjum sögu sína.
(Skrifað í marz 1956 I.F.). En þeim
dytti örugglega ekki í hug, að gefa
sig fram við einhvern úlpuklæddan
náunga með riddaraliðs yfirskegg
og hugarfar ómenntaðs manns.
— Einmitt, hafði Troopes svarað
með ískaldri ró. — Þér viljið sem-
sagt, að við mönnum þessa stofn-
un með síðhærðum kynvillingum.
Það er mjög frumleg hugmynd. Ég
hélt að við værum öll sammála um
það, að kynvillingar væru hættu-
mestu menn sem til væru, gagn-
vart örygginu. Ég býst ekki við, að
Ameríkanar afhendi hommum,
gagnvotum í ilmvatni, mikið af
atomleyndarmálum.
— Það er ekki þar með sagt, að
menntamenn séu allir homosexual-
istar, og margir þeirra eru sköllótt-
ir. Ég er aðeins að segja . . . Og
þannig hélt rifrildið áfram með
hvíldum alla þrjá dagana og hinir
meðlimir nefndarinnar reyndust
allir vera meira og minna á sama
máli og Troopes. í dag var komið
að nefndarálitinu og Bond velti
því fyrir sér, hvort hann ætti að
stíga hið óvinsæla skref og leggja
fram minnihlutaálit.
Hann velti því fyrir sér þegar
hann gekk, kl. 9 um morguninn,
út úr íbúðinni sinni og niður þrep-
in að bílnum, hve mikið hjartans
mál þetta væri honum yfirleitt. Var
hann aðeins að vera leiðinlegur
og öðruvísi en hinir. Hafði hann
gert sjálfan sig að eins manns
stjórnarandstöðu, aðeins til að fá
eitthvað til að rífast út af. Var
hann orðinn svo ieiður, að hann
gat ekki fundið upp á neinu öðru
betra að gera en vera til óþæg-
inda innan sinnar eigin stofnunar?
Hann gat ekki gefið sjálfum sér
tæmandi svar. Honum fannst hann
vera þreyttur og óákveðinn, og
bak við allt var einhver órói, sem
hann gat ekki fest hendur á.
Þegar hann þrýsti á startarann
og tvöfaldar útblásturspípur Beent-
ley bílsins gáfu frá sér óþreyju-
fullt hljóð, kom undarleg setning
utan úr geimnum og síaðist inn
í huga Bonds:
— Þá sem guðirnir vilja eyða,
gera þeir fyrst leiða.
12. KAFU. - SNEIÐ AF KÖKU.
Þegar allt kom til alls, þurfti Bond
aldrei að taka ákvörðun um loka-
skýrslu nefndarinnar.
Hann sló einkaritaranum sínum
gullhamra vegna nýja sumarkjóls-
ins og var kominn hálfa leið gegn-
um skeytabunkann, sem komið
hafði um nóttina, þegar rauði sím-
inn, sem aðeins þýddi M eða yfir-
mann starfsmannahalds, tók að
hringja með lágum stöðugum són.
Bond tók upp tólið. — 007.
— Geturðu komið upp? Það var
yfirmaður starfsmannahalds.
- M?
— Já. Og það lítur út fyrir að
verða langur fundur. Ég hef sagt
Troopes, að þú getir ekki verið með
á fundi nefndarinnar.
— Nokkra hugmynd vegna hvers
þetta er?
Yfirmaður starfsliðs flissaði. —
Já, í raun og veru. En það er betra
að hann segi þér það sjálfur. Þér
leiðist áreiðanlega ekki á meðan.
Það er heilmikið um að vera núna.
Þegar Bond fór í jakkann og
gekk fram í ganginn og skellti
hurðinni á eftir sér, vissi hann fyr-
ir víst að skotið hafði verið úr rás-
byssunni og hundadagarnir voru á
enda. Jafnvel ferðin upp með lyft-
unni og hin stutta ganga að skrif-
stofudyrum M var eins og þrung-
in af mikilvægi allra þeirra til-
fella, þegar bjalla rauða símans
hafði verið merkið, sem skaut hon-
um eins og hlaðinni eldflaug þvert
yfir heiminn að einhverju fjarlægu
skotmarki, sem M hafði valið. Og
augu ungfrú Moneypenny, einka-
ritara M, höfðu þennan gamla æs-
ingageisla og leynilega vitneskju,
þegar hún brosti til hans og þrýsti
á hnappinn á innanhússlmanum.
— 007 er hér, Sir.
— Sendu hann inn, sagði málm-
kennd röddin. Og rauða Ijósið, sem
táknaði að ekki mætti trufla, kvikn-
aði yfir dyrunum.
Bond gekk inn um dyrnar og
lokaði þeim haaglátlega á eftir sér.
Herbergið var kalt. Eða kannske
voru það feneysku gluggatjöldin,
sem gáfu því þennan kuldalega
blæ. Þau köstuðu Ijós- og skugga-
rákum á dökkgræna gólfteppið og
brúnina á stóra borðinu, sem stóð
í miðju herberginu. Lengra náði
sólskinið ekki, svo þögla mannver-
an bak við skrifborðið sat í dauf-
grænum skugga. í loftinu, beint
yfir borðinu, snerist tvíblaða vifta,
sem M hafði nýlega fengið sér,
og bærði mollulegt ágústloftið,
sem jafnvel hér, hátt uppi yfir Reg-
ent's Park, var þungt og þykkt eft-
ir hitabylgjuna, sem ríkt hafði
þessa viku.
M benti á stólinn gegnt honum
við borðið með rauðu leðurplöt-
unni. Bond settist niður og horfði
á rólegt, meitlað sjómannsandlitið,
sem hann elskaði, virti og hlýddi.
— Má ég spyrja þig persónu-
legra spurninga James? M spurði
starfslið sitt aldrei persónulegra
spurninga, og Bond gat ekki
ímyndað sér á hverju væri von.
— Já, sir.
M tók pípuna sína upp úr stóra
koparöskubakkanum og byrjaði að
troða í hana, meðan hann horfði
á fingur sína sýsla við tóbakið.
Svo sagði hann hörkulega: — Þú
þarft ekki að svara, en það er
varðandi — hér — vinkonu þína,
ungfrú Case. Eins og þú veizt, hef
ég sjálfur ekki áhuga á þessum
málum, en ég hef heyrt sagt, að þið
hafið — hér verið töluvert sam-
an, síðan þú varst í þessu dem-
antamáli. Það hefur jafnvel heyrzt,
að þið ætluðuð að giftast. M leit
snöggt á Bond og svo niður aftur.
— Hann setti troðna pípuna upp
í sig og kveikti á eldspýtu. Hann
dró að sér reykinn og sagði um
leið út um annað munnvikið: —
Viltu segja mér eitthvað um þetta?
Hvað nú? hugsaði Bond. And-
skotinn hirði þetta skrifstofukjaft-
æði. Hann sagði ólundarlega: —
Ja, okkur kom vel saman. Og það
kom til tals að við giftumst, en svo
hitti hún einhvern náunga í amer-
íska sendiráðinu, starfsmann her-
málafulltrúans, major í sjóhernum.
Og ég held að hún ætli að giftast
honum. Þau eru farin aftur til
Bandaríkjanna. Það er kannske
bezt þannig, blönduð hjónabönd
heppnast sjaldnast. Ég held að
þetta sé ágætur náungi. Þetta hent-
ar henni líklega betur en búa í
London. Hún kunni aldrei reglu-
lega við sig hér. Ljómandi stúlka,
en dálítið taugaveikluð. Við rif-
umst of mikið. Það var kannske
mér að kenna, en það er allavega
búið núna.
M brosti, einu af þessum stuttu
Framhald á bls. 43.
VXKAN 45. tbl. —