Vikan


Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 18

Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 18
...SYSTURNAR OG BARONINN hann, „fékk ég skilaboð frá Selmu í Munchen varðandi ýmis lögfræðileg atriði og varð það á að geta þeirra við Emmu. Og aðeins það, að heyra nafn Selmu nefnt hafði óskapleg áhrif á hana. Hún fölnaði og titraði svo að ég hélt að hún væri að veikj- ast. Þegar hún svo hafði jafnað sig lítið eitt, sagði hún mér sög- una.“ „En hvernig vissi hún allt saman? Gerði Selma játning'u fyrir henni? Eða heyrði einhver samtal Selmu við baróninn?“ Augu föður míns leiftruðu. „Mér þykir vænt um að heyra að lögfræðimenntun þín hefur séð þér fyrir þeim eiginleika, sem lögfræðingum ber að til- einka sér fyrstan: tortryggni," sagði hann. „Ég get sagt þér að ég var jafnvel enn tortryggnari en þú núna, þegar Emma gerði játningu sína fyrir mér. Hún hélt því fram að bílstjólri(nn hefði sagt Maríu að Selma hefði skip- að honum að koma með barón- inn til sín eftir brautinni gegn- um skóginn, og María hefði sagt sér. í samræmi við það var hún og er sannfærð um, að Selma hafi sent baróninn í dauðann af ásettu ráði.“ „Sagði Emma þá ekki föður sínum frá þessu?“ „Ég veit ekki hversu mikið August vissi. Hann minntist aldrei á þennan sorglega atburð í minni návist og ég hafði enga löngun til að vekja máls á hon- um. Emma sagði mér líka, að hvorki bílstjórinn, María né nokkur annar hefði gefið yfir- völdunum nokkrar upplýsingar, sem að gagni hefðu mátt koma til að upplýsa málið. Emma er sannfærð um — og má vel vera að það sé rétt hjá henni — að August hafi orðið á undan yfir- völdunum með málsrannsókn og síðan séð til þess með rausnar- legum mútum að ekkert það kæmi fram, er kastað gæti minnsta skugga á nokkurn með- lim fjölskyldunnar." „Hver var úrskurður réttar- ins?“ „Slysaskot. Skógarvörðurinn, sem skaut baróninn, hafði feng- ið sínar fyrirskipanir og hélt hinn óheppna biðil vera veiði- þjóf. Rétturinn var hissa á þessu rápi barónsins inn í skóginn, en komst brátt að þeirri niðurstöðu, að hann hefði viljað virða lítið eitt fyrir sér fegurð náttúrunnar áður en hann gengi inn í húsið. Enda var það vitað, að hinn ungi aðalsmaður var mjög gefinn fyr- ir veiðiskap; hafði haft með sér byssu sína, er fannst hangandi um öxl líksins." Ég spurði enn: „Trúir þú frá- sögn Emmu?“ Pabbi hikaði andartak. „Frá sjónarmiði lögfræðings finnst mér hún hreint ekki svo fráleit. Séð með leikmannsaugum er hún jafnvel enn sennilegri, ef maður hefur í huga orðskviðinn fræga: Eldur helvítis er smá- ræði samanborið við heiftarbál forsmáðrar konu. Hitt og þetta gerir söguna sennilega, annað mælir á móti henni. En eitt er víst, það er öllum fyrir beztu að hún sé gleymd og grafin. Ég taldi að vísu rétt að segja þér hana, þar eð þú kemur til með að hafa svo margvísleg og náin skipti við Luddensfjölskylduna. En hvað sem því líður, vona ég að þú þurfir ekki að heyra meira af þessu leiðindamáli." Vonir föður míns höfðu ekki við rök að styðjast. Að vísu var það ekki fyrr en mörgum árum seinna, sem ég aftur heyrði minnst á hinn sorglega atburð í skóginum í Garmisch-Parten- kirchen. Þá voru Luddenshjónin sofnuð svefninum langa og einnig faðir minn, en ég hafði tekið við stöðu hans sem Jepson firmans, auk þess sem ég átti nú efnilegan ungling, sem var önnum kafinn við að búa sig und- ir að taka við hlutverki Sonar- ins. Eftir dauða föður míns komst ég ekki sjá að hafa sí- vaxandi samskipti við Emmu, sem með aldrinum varð stöðugt frekari og nöldursamari. Auk nokkurra milljóna hafði hún tekið þrætugirnina í arf eft- ir föður sinn. Hún átti sæti í öllum mögulegum nefndum, sem sýsluðu með góðgerðir til bág- staddra — að vísu, að ég hygg, fremur af fíkn í völd og félags- lega viðurkenningu, en af sönn- um hjartans kærleika — og var einstaklega lagin við að komast í erjur og illindi, sem enduðu fyrir dómstólunum. Viðskipti okkar voru heldur þreytandi. Hún treysti mér engu síður en August hafði treyst föður mínum, en hún hafði líka sérstakan unað af því að siga mér eins og hundi eftir geðþótta sínum jafnt á nóttu sem degi. Það var engu likara en hún væri að ná sér niðri á mér fyrir allt það ógnar kæruleysi, sem karl- þjóðin í heild hafði sýnt henni um dagana, að undanskildum nokkrum augljósum lukkuridd- urum og baróninum heitnum von Engelhardt, sem aldrei var nefndur á nafn. Hún var mér sannkallaður kross, en að vísu gullinn. Frá Selmu hafðil ég ekkert heyrt, að undanskildum fáeinum fyrirspurnum varðandi minni- háttar lögfræðileg atriði. Emma minntist aldrei á hana og sjálfur hafði ég enga löngun til að vekja þetta átakanlega mál upp að nýju. Eina manneskjan, sem stöðugt var með nafn Selmu á vörunum, var María, þjónustu- stúlkan, en hún hafði fylgt Emmu til New York eftir hinzta skilnað systranna. Og aldrei brást það þegar ég var kallaður til hins þungbúna húss á East End Avenue — og það skeði mjög oft — að Maríu tækist að skjóta að mér orði í einrúmi. Iiafði ég frétt nokkuð af ungfrú Selmu? Leið henni vel? Vildi ég vera svo góður að bera hinni náðugu Fraulein hennar innileg- ustu kveðjur? Hún var velþenkj- andi sál og virtist bera einlæga umhyggju fyrir velferð Selmu, og ég sagði henni fúslega það litla sem ég vissi um húsmóður hennar fyrrverandi. Svo gifti María sig auðvitað og hætti að þjóna Emmu, sem í marga mán- uði á eftir lét móðan mása um það, sem hún kallaði vanþakk- læti af hálfu þjónustunnar og hefði áreiðanlega stefnt henni fyrir strok, hefði nokkur von verið um framgang slíks máls. Sama daginn og David sonur minn hóf störf hjá firmanu, fékk ég bréf frá Selmu. Það kom fyr- ir sem furðuleg ti'.viijun, eftir svo langa þögn. Mér barst bréfið í hendur aðeins fáeinum mínút- um eftir að ég hafði sagt syni mínum söguna af baróninum í sama klúbbnum og faðir minn hafði sagt mér hana tuttugu og fimm árum áður. David var álíka efablandinn og ég og kom fram með næstum sömu spurn- ingarnar og ég áður og kom mér þannig til að íhuga að nýju sann- leiksgildi sögunnar. Og þegar ég kom aftur til skrifstofunnar, lá á borðinu hjá mér bréf, sem skrifað var utan á með rithönd Selmu og með Munchenar- stimpli. Nálægð þess ein saman var sem þögul álösun. En ég vísaði frá mér allri ógleði og opnaði bréfið. „Kæri Warren," skrifaði Selma. „Ég vil að þú komir til Múnchen eins fljótt og þér er mögulegt. Ég myndi ekki biðja þig þessa nema það væri mikil- vægt fyrir mig og gróðavænlegt fyrir þig. Þótt við værum aldrei sérstaklega samrýmd (ég man eftir þér sem fremur hlédrægum ungum manni, og við, Emma vor- um á hinn bóginn ekkert sér- staklega ástleitnar), treysti ég lögfræðilegri þekkingu þinni og ráðvendni. Ég er í þann veginn að koma á fót stofnun fyrir ungt Jg — VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.