Vikan


Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 46

Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 46
ókveðin. Það var einhvernveginn í sambandi við næturvaktina. Það virðist, sem hún sé ein ó vakt nokkr- ar nætur vikunnar og sofi ó bedda í skrifstofunni. Hún virtist ekki vera í neir.um vafa um fyrirætlun sína, þitt henni væri Ijóst að hún yrði skotin undir eins, ef nokkrum svo mik'ð sem dytti fyriræt'un hennar í hug. Hún hafði iafnvel óhyggiur af því, hvernig Kerim myndi segja mér þetta allt saman. Lét hann lofa sér því að setja skeytið inn á dul- mál sjálfur og senda það á sér- stakri línu og halda engu afriti. Auðvitað gerði hann eins og hún bað. Um leið og hún nefndi Spekt- orinn vissi Kerim, að þetta gat ver- ið okkar stærsti vinningur síðan í stríðinu. — Hvað gerðizt svo, sir? — Ferjan var komin á stað sem heitir Ortakoy. Hún sagðist ætla að fara af þar. Kerim lofaði að senda skeytið sömu nóttina. Hún neitaði að gera nokkrar ráðstaf- anir til þess að standa í sambandi við hann. Sagði aðeins, að hún myndi halda sín orð, ef við tækj- um að okkur hinn hluta samnings- ins. Svo bauð hún góða nótt og hvarf í hópinn, sem var á leið nið- ur landgöngubrúna, og það var það síðasta sem Kerim sá af henni. M hallaði sér fram í stólnum og horfði fast á Bond. — En auð- vitað gat hann ekki ábyrgzt, að við myndum semja við hana. Bond sagði ekkert. Hann hélt að hann vissi hvað var í vændum. — En stúlkan vill aðeins gera þetta með einu skilyrði. Augu M minnkuðu þar til þau voru orðin herskáar, hvassar rifur. — Skilyrð- ið er, að þú farir til Istanbul og flytjir hana og vélina heim til Eng- lands. Bond yppti öxlum. Það virtist ekki vera svo erfitt. En . . . Hann leit varfærnislega á M. — Það ætti að geta gengið, sir. Eg sé aðeins eitt athugavert við það. Hún hef- ur aðeins séð myndir af mér og lesið mikið af spennandi sögum. Látum okkur nú detta í hug, að þegar hún sér mig í eigin persónu, standist ég ekki hugmyndir hennar. — Þar kemur til þinna kasta, sagði M harðlega. — Þess vegna spurði ég þig þessarrar spurningar um ungfrú Case. Það er þitt að sjá um, að þú valdir henni ekki vonbrigðum. 13. KAFLI. B.E.A. flytur yður . . . Fjórir, stuttir og snubbóttir hreyfils- spaðarnir snerust hægt, fyrst einn, síðan annar og urðu að fjórum iðandi hringjum. Lágt suð hverfi- hreyflanna varð að skerandi, jöfn- um hvin. Gæði hávaðans, hið al- gjöra titringsleysi, var öðruvísi en gróft hakkið og erfiðið í öllum þeim flugvélahreyflum, sem Bond hafði trúað fyrir lífi sínu. Þegar Viscount-vélin rann léttilega út á flugbrautina á flugvelilnum í Lond- on, fannst Bond hann sitja í dýru tæknileikfangi. Það var stanzað stutta stund, meðan flugstjórinn reyndi alla fjóra hreyflana með æðisgengn- um dyn og svo varð rykkur, þeg- ar bremsurnar voru losaðar og B.E.A. flug 130 til Rómar, 'Aþenu og Istanbul þaut eftir flugbraut- inni og hóf sig á loft með mjúkri fallegri sveigju. A tíu mínútum voru þau komin f tuttugu þúsund feta hæð og stefndu suður. Oskrið í hverfihreyflunum varð að lágu, svæfandi blístri. Bond losaði ör- yggisbeltið og kveikti sér í sígar- ettu. Hann teygði sig í þunna og ríkmannlega skjalatöskuna, sem lá á gólfinu við hliðina á honum. Tók þar upp bókina The Mask of Dimitros, eftir Eric Ambler og setti töskuna, sem var þyngri en stærð- in gaf til kynna, í sætið við hlið sér. Hann velti því fyrir sér, hvort afgreiðslumaðurinn á flugvellinum í London hefði ekki verið undrandi, ef hann hefði vegið töskuna, I stað þess að láta hana fara í gegn sem einskisverða. Og þá ekki síð- ur, hvort tollurinn hefði ekki orðið undrandi, ef hann hefði vegna þyngdar töskunnar, sett hana í gegnumlýsingu. Q-deildin hafði unnið gott verk, þegar hún setti saman þessa litlu tösku. Þeir höfðu rifið burt vand- aða handavinnu Swaine and Adeny til að koma fimmtíu pökkum af .25 skotum í tvær flatar raðir, milli leðursins og fóuðrsins efst. í hvorri sakleysislegri hlið töskunn- ar var flatur kasthnífur, gerður hjá Wilkinsons sverðasmiðunum og efsta hluta skaftanna var listilega leynt í saumunum á hornunum. Þrátt fyrir mótmæli Bonds, höfðu starfsmenn Q haldið því til streitu, að gera leynihólf í handfangi tösk- unnar, þannig gert, að með þrýst- ingi á ákveðinn stað rann cyanide pilla í lófa þess, sem hélt á tösk- unni (um leið og Bond fékk tösk- una i hendur, skolaði hann þess- arri pillu niður í salerninu). Mikil- vægari var stór túpa af Palmolive rakkremi, í sakleysislegum snyrti- pokanum. Hægt var að skrúfa efri hlutann alveg af túbunni, og þá kom i Ijós hljóðdeyfirinn fyrir Ber- ettuna, vafinn inn í bómull. Og ef þyrfti á peningum að halda, voru fimmtiu gullkrónur [ loki tösk- unnar. Þeim var hægt að hella úr með því að þrýsta hluta saumsins til hliðar. Bond hafði gaman af þessarri hugvitsamlega gerðu tösku og hann varð að viðurkenna, að þrátt fyrir þyngdina var taskan þægilegt ílát fyrir nauðsynleg tæki í hans starfi, sem hann hefði annars orð- ið að fela hér og þar á líkama sínum. Aðeins tólf aðrir farþegar voru í vélinni, sundurleitur hópur. Bond brosti, þegar hann hugsaði til skelfingar Loeliu Ponsonby, hefði hún vitað, að hann var þrett- ándi maður í flugvélinni. Daginn áður, þegar hann yfirgaf M og sneri aftur til skrifstofunnar, til að sjá sér fyrir flugfari hafði einka- SunfiesK APPELSÍN SfTRÓN L I M E Svalandi - ómissandi á hverju heimili i B Þúsundir kvenna um heim allan nota nú C. D. INDICATOR, svissneskt reikn- ingstæki, sem reiknar nákvæmlega út þá fáu daga í hverjum mánuði, sem frjóvgun getur átt sér stað. Lækna- vísindi 56 landa ráðleggja C. D. IND- ICATOR fyrir heilbrigt og farsælt hjónaband, jafnt ef barneigna er ósk- að sem við takmarkanir þeirra. C. D, INDICATOR Pósthólf 1238 — Reykjavík. Sendið eftirfarandi afklippu ásamt svarfrímerki til C. D. INDICATOR, Pósthólf 1238, Rvík, og vér sendum yður allar upplýsingar. Nafn ................................. Heimili Já? Nei? Hvenær? Fjórða haftið nýkomið með öll- um nýjustu íslenzku og erlendu textunum. — Litprentuð forsiðu- mynd af BEATLES. Sendið kr. 25,00 og þið fóið heftið sent um hæl burðargjalds- frítt. NÝIR DANSLAGATEXTAR Box 1208 — Reykjavík. SunffesK — VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.