Vikan


Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 11

Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 11
Ekki komust allir inn, sem til kirkju fóru, og hlýddu þeir messu utan dyra. Eins og sjá má á myndinni, væri ekki vanþörf á að hressa svolítið upp á kirkjuna utanverða, og þá ekki síður að innan, því fúi er kominn í bita hennar. — Tvo gripi merka hefur kirkj- an átt, annað er kaleikur, gefinn af Skúla fógeta, með álctrun þar ?.ð lútandi, en hitt er skriftastóll — þótt kirkjan hafi eingöngu þjónað lúterskum sið. Báðir þessir munir eru nú varðveittir á Þjóðminjasafninu. 0 Þessir þekkja Viðey. Sá í frakkanum er Sverrir Briem, en faðir hans bjó í Viðcy. Sá á jakkanum er Óíafur Stephensen, sonur núverandi eig- anda Viðeyjar. Gísli J. Johnsen gat ekki lagzt að bryggju í Viðey, því hún er ekki til. Þess vegna varð að selflytja fólkið í land á smábátum, og reyndist Jón M. Guðmundsson, bóndi á Reykjum og oddviti Mosfellssveitar, betri en enginn við þá flutninga, því hann hélt traustum tökum í stefni bátsins og dró hvern hcpinn á fætur öðrum á þurrt land. O Þessir tveir garpar gætu um margt spjallað og frá ýmsu fróð- legu og skemmtilegu sagt. Til vinstri er Jónas Magnússon í Stardal, sem um áraraðir var vegaverkstjóri í Kjósarsýslu, en.til hægri er Gísli Kristjánsson, ritstjóri Freys. Þeir standa hér á bryggjunni í Gufunesi og bíða fars í Viðey. Séra Bjarni Sigurðsson á Mosfelli fyrir altari í Viðeyjar- kirkju. Takið eftir prédikunarstólnum; hann er yfir altarinu, en ekki til hliðar við það, eins og víðast tíðkast. 0 Þrír hreppstjórar notuðu tækifærið til að gera fasteignamat á Viðeyjarkirkju, en slíkt mat fer fram um þessar mundir. Þeir eru, taldir frá vinstri: Guðmundur Illuga- son, hreppstjóri á Seltjarnarnesi, Ólafur Bjarnason frá Brautarholti, hreppstjóri Kjalnesinga, og Ólafur Þórðarson á Varma- landi, hreppstjóri í Mosfellssveit. Gengið úr kirkju. Fremst á myndinni er Jórunn Halldórsdóttir frá Bringum í Mos- fellí/sveit. Hún hefur um áratu,gi farið milli bæja í sveitinni og hjálpað húsfreyj- unum við saumaskap, og hvarvetna verið aufúsugestur. Bak við hana er Guðmundur Sveinbjörnsson, innheimtu- og blaðburðar- maður í Reykjavík, og til hliðar við hann er Skúli Þorsteinsson, safnvörður í Árbæ. O

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.