Vikan


Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 24

Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 24
Á SkarSi er selveiði drjúg, og verSur selurinn oft bezta búbót. Þessi mynd var tekin fyrir fjór- um órum réttum, þar sem Kristinn stendur viS selskurS, óg með honum er nafni hans og af- komandi. — Maður hefur alltaf einhverja sæld þarna sunnan að. Mink eða mæðiveiki. Það er búið að skera niður hjá okkur tvisvar, og minkur komið, en þó ekki meira en svo, að það er hér- umbil staðið á honum, skratt- anum. Einu sinni, þegar ég kom að auðu landi, þar sem áttu að vera komnar um hundr- að kollur, datt mér í hug, að nú væri höbbðinginn kominn. Og það var líka. Þá voru engin grýlukvæöi I ■ ■ ■ ■ ■Isungin — Það er löng ferð, í hvora óttina sem er. — Já. Það er að vísu hér úti- búsholudjöfull niðri í Skarðs- stöð, hérna niðri við sjóinn. Það er frá Kaupfélagi Stykkishólms, og ég hef hugsað um þetta úti- bú, líklega frá 1920 og til skamms tíma. — Skarðsstöð var fræg. — Já, hér lifðu þeir á salti og sínu, karlarnir í gamla daga. Það er nú komin meira en hálf öld síðan gamla Skarðsstöð brann, en þeir eru ekki enn farnir að sjá kostina við að hafa höfn hér. Og þó er þetta eini staðurinn eiginlega hér með öllum Breiðafirði, þar sem er alveg tilbúin höfn. Það er illt að segja það um verzlun- arástandið, að það sé verra en var fyrir aldamótin. En svona er það samt. Hverju einasta snifsi er kjótlað á bílum að sunnan og suður, og kostnað- urinn þannig margfaldaður. Það er aðeins með timbur, sem þeim hefur þótt gott að renna sér hér inn á Skarðsstöðina og skipa því hér upp — það fer svo mikið fyrir timbri. En svona er það með kjötið og allt — allt drifið upp á bíla og hoss- azt með það langar leiðir. En hér á bara að vera höfn, fyrir allan Breiðaf jörðinn, heldurðu það væri munur, eins og var í gamla daga, þegar karlarnir komu með þetta beint, og sigldu svo á veturna? Það var hérna löng bryggja, náði langt fram í sjó, var búln til f Danmörku og flutti hingað. Eins og kjötið er gott hér, maður, upplagt til útflutnings, heldurðu það væri ekki nær að skipa því út hér og selja það beina leið, heldur en keyra það allt suður f frysti- hús? Heyrðu, hvar voruð þið í nótt? — Við tjölduðum skammt frá Ytra-Fel I í. — Já, og urðuð þið nokkuð vör við jarðskjálftann? — Jarðskjálftann??? — Já, það var í útvarpinu. Það var einhver jarðskjálfti fyr- ir sunnan. Sökk einhver vegur. Það var lán, að það kom ekki eitthvað upp úr byggðinni. í þessu kom kona Kristins inn. Elínborg Bogadóttir. Það var hún, sem hafði verið að raka niðri á túni, en nú var far- ið að dropa, og hún flúði und- an kalsanum. Hún settist hjá okkur, hógvær kona, ekki stór, orðfá. Hún hlustaði á malið í okkur Kristni, brosti við og við, hló stundum og var notaleg í návist. — Ekki ert þú frá Skarði, Kristinn? — Nei, ég er frá Ballará. Ég er fæddur á Hvoli í Saurbæ, en fluttist með fjölskyldu minni að Ballará. Við vorum þrír, bræðurnir, Sigvaldi, Indriði miðill og ég. — Já, Indriði var bróðir þinn. — Já. Þú hefur kannski séð greinina, sem ég skrifaði til að svara Dungal, þegar þeir voru með andana f útvarpinu? En ég sagði svo $em ekkert Ijátt í greininni, ég mátti til með að fara vel með Dungal, þeir voru svo tengdir, hann og Indriði. En konan mín var að vona, að það væri einhver kraftur f Indriða ennþá, svo hann gæti komið og tuskað Dungal til ein- hverja nóttina. — En segðu mér nú: Þið nytj- ið eyjarnar ennþá, er það ekki? — Og blessaður vertu, góði, þetta er ekkert orðið. Ég man til dæmis eftir því, þegar við heyjuðum einu sinni úti f Olafs- eyjum, og fluttum þaðan eitt árið 1500 sátur, ég og Sigvaldi bróðir minn. Og þetta var kraft- mikið hey. Það þurfti 8 sátur af landheyji á móti 2—3 af eyjaheyi, og féð úr eyjunum var svo sílspikað, að það vali úr því mörinn. Það þurfti ekki ann- að, ef kind var eitthvað ræfils- leg eftir veturinn, en að setja hana rétt aðeins út í eyjar, þá var hún orðin feit og bragg- leg bara alveg strax. Já, |á- Og þá komu stundum harðir vetur. Uss, þetta eru ekki nema sumarvetur núna. Ég man alltaf eftir vetrinum 1920. Þá var svo mikill snjóavetur, að það varð að skjóta 17 hross f Ólafseyjum. Þá var svo mikið hagleysi hér, að hestarnir voru alveg að drepast. Þá fór Sigvaldi bróðir minn með hesta hér af mörg- um bæjum út fyrir Klofninga og hélt hestunum að haga niðri við sjó í margar vikur. Brauzt til þeirra gegnum fannir og ófærð á hverjum degi og hélt þeim að beit. En þetta var ekkl 24 — VIKAN 45. tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.