Vikan


Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 15

Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 15
Efni: 100 gr. af rauðu, fremur fínlegu ullargarni. Heklunál nr. 5. Fitjið upp 4 loftlykkjur, myndið kring og lokið honum. 1. umf.: * 1 loftl. og 1 fastal. til skiptis um- ferðina á enda *. Endur- takið frá * til * 6 sinnum. Látið merki við samskeyti umferðarinnar. 2. umf.: 1 loftl. * bregðið garninu um nálina og dragið garn- ið upp undir báða lykkju- helminga næstu 1., dragið það aftur upp á sama hátt (4 1. á nálinni), og heklið síðan í gegnum allar lykkj- urnar í einu og lokið með 1 fastal. og myndið langa lykkju (um 1 sm.) *. Nú hefur myndazt 1 stuðla- samstæða, sem er munstr- Framhald á bls. 29. Stærðir: 38 - 40 - 42 - 44. Brjóstvídd: 84 - 88 - 92 - 96 sm. Sídd: 52 - 53 - 55 - 57 sm. Efni: 200 - 250 - 250 gr. af hvítu, fjórþættu ullar- garni og 350 - 350 - 350 gr. af gráu ullargarni af sömu tegund. Prjónar nr. 5 og 6. Munstur: (klukkuprjón) 1. umf.: (ranga) * 1 1. sl., takið 1 1. óprj. fram af prjóninum, og látið garnið hggja yfir hægri prjón *. Endurtakið frá * til * um- ferðina á enda, og endið með 1 1. sl. 2. umf.: * 1 1. sl. , prjónið saman óprjón- uðu lykkjuna og bandið frá fyrri umferð *. Endur- takið frá * til * umferðina á enda. Endurtakið nú þessar 2 umferðir til skiptis, og prjónið á víxl 2 umf. með dökku garni og 2 umf. með ljósu garni. Fitjið upp 11 1. á prj. nr. 6, og prjónið prufu með munstri. Verði þvermál prufunnar 10 sm., má prjóna eftir uppskriftinni óbreyttri, annars verður að breyta prjóna- eða garngrófleika, þar til rétt hlutföll nást. (Einnig má breyta lykkjufjölda). Bakstykki: Fitjið upp 47 - 47 - 49 - 51 1. á prjóna nr. 6, og prj. munstur 31 - 32 - 33 - 34 sm. Fellið þá af fyrir handvegum, báðum megin, 2, 1, 1, 1 1. Prjónið áfram þessar 37 - 37 - 39 - 41 1., þar til handveg!ir mælast 21 - 21 - 22 - 23 sm. Fellið af fyrir öxlum, báðum megin 3 1., 4 sinn- um, og dragið lykkjumar, sem eftir eru, á þráð. Framhald á bls. 29. Stærðir: 38 - 40 - 42 - 44. Mittisvídd: 66 - 68 - 70 - 72 sm. Mjaðmavídd: 92 - 96 - 100 - 104 sm. Sídd: 64 - 65 - 66 - 67 sm. Efni: 500 - 550 - 550 - 620 gr. af rauðu, fremur fíngerðu ullargarni. Heklunál nr. 6. Pilsið er heklað með stuðlahekli (sjá lýsingu við knapahúfuna). 11 stuðlar heklaðir með heklunál nr. 6 eiga að mæla 10 sm. í þvermál. Framstykki: Fitjið upp (mjög laust) 40 - 42 - 44 - 46 loftlykkjur og heklið 1 stuðul í hverja lykkju, farið undir annan lykkjuhelminginn í 1. umf. en síðan undir báða lykkjuhelminga eins og áður. Byrjið hverja umf. með 2 loft- lykkjum (= 1 stuðull). Aukið út 1 stuðul (hekla 2 stuðla í sömu lykkju) í hvorri hlið í annarri hverri umferð, 8 sinnum og síðan í 3 hverri umferð, 3 sinnum. Heklið áfram þar til stykkið mælis 64 - 65 - 66 - 67 sm. Klippið á þráðinn. Vinstra bakstykki: Fitjið upp 22 - 23 - 24 - 25 1. og heklið stuðla. Aukið út á hliðina eins og á framstykkinu, en við miðju að aftan er auk- in út 1 1. í 4 hv. umf., 5 sinnum. Heklið þar til stk. mælist 64 - 65 - 66 - 67 sm. Hægra bakstykki: Fitjið upp og heklið á sama hátt og vinstra bakstykki, en á gagn- Framhald á bls. 29. VIKAN 45. tbl. — JtJ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.