Vikan


Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 25

Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 25
— Þessi höfuSból lifa fyrst og fremst ó gamalli frægS, sagSi Kristinn, því aS mér finnst aS frá þeim drjúpi ekki neitt hunang, sem maSur þurfi ekki aS vinna fyrir, og ríkiS sér um aS rétta okkur, ekki síSur en hina. O ■C> — Ég get slegið í allan dag, bara ef ég vil. Já, já, já. Og fyndi ekki fyrir því. nema fyrir karlmenni. — En svo var það ári sniðugt með einn karlinn hér, sem átti oft lítið hey, já, var helvíti knappur oft. Svo hitti ég karlinn um vorið, eftir að Sigvaldi var kominn með hjörðina alla lifandi heim, og segi við hann: „Matthías, heyrðu Matthías. Ja, þetta var Ijótt í vetur maður, mikið hel- víti. Við megum ekki hafa þetta svona, við verðum alveg hreint að söðla um með þessa hesta, því það er ómögulegt að bjarga þessu, ef svona vill til, þv( það verður ekki alltaf Sigvaldi til að fóstra þá." Og — hvað held- urðu þá, að karlinn segi: „O — hvað — það kemur nú ekki alltaf 1920!" Ha, ha, sá var nú kald- ur! Og hann þarna uppi í fjöll- um út frá, í Efribyggðum. Svo það hefur verið ennþá verra hjá honum en hér. Ha ha ha, ojá, ha ha. Aumingja karlinn. En til- fellið er, að það hefur ekki komið svona vetur síðan. — Það er eitt, skal ég segja þér, sem er áhyggjuefni hjá okkur, sagði Kristinn og varð alvarlegur aftur. — Af þv( þú varst að spyrja um eyjarnar. Þótt þeir séu svo miskunnsamir að vera með það f þinginu, þykir okkur það ekki fara vel og fallega af stað. En það er að aukast nú í seinni tíð svo mikill vargur, svartbakur, gjarn- an örn og hrafn, að það kemst ekki upp einn einasti æðarkollu- ungi. Svo það getur varla hjá því farið, að vörpln hverfi, og það þykir manni leiðinlegt, þeg- ar maður er uppalinn við þau. Því ekki verður hún þúsund ára, æðarkollan. — En hvað með mink? — Ja, hann er nú dálítill. Maður hefur alltaf einhverja sæld þarna sunnan að. Mink eða mæðiveiki. Það er nú búið að skera niður hjá okkur hérna tvisvar sinnum, og minkur kom- ið, en þó ekki meira en svo, að það er hérumbil staðið á honum, skrattanum. Hann gerir ekki svo mikið tjón. Nei, hann hefur ekki komizt nema hérna í landeyjarnar, og við höfum náð honum svona við og við. En það verpir engin kolla, sko, þar sem hann er. Einu sinni .var ég að leita fyrstu leit ( landey hérna, þar sem áttu að vera komnar um hundrað kollur, en þegar við komum að auðu landi í eyna, datt mér í hug, að nú væri höbbðinginn kom- inn. Og það var líka. Það var ekki ein einasta kolla setzt upp í eynni. En þær á sundi uppi við land, nokkuð lengra frá og til og frá, og það var svo merki- legt, að það var eins og þær hebbðu getað seinkað sér að verpa. Þv( þegar við komum til að vinna grenið þarna og mink- djöfulinn, þá var heldur engin kolla komin, en svo fór ég bara svona hinsegin í hroðaleit í eyna, og datt ekki f hug að finna nokkurn skapaðan hlut; þá var bara komið hérumbil eins og vant var. Það var eins og kollan hebbði bara getað seinkað sér að verpa. VIKAN 45. tbl. 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.