Vikan


Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 20

Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 20
ast að því að til var hlutur eins og fullkomlega soðið egg). Svo komu tvær þykkar heilhveitibrauðsneiðar, þykkt smurðar með dökkgulu Jersey smjöri og ó borðinu mótti einnig finna þrjár glerkrukkur með Tiptree „Little Scarlet", jarðaberja- sultu, Coope's Vindage Oxford marmelaði og norskt marmelaði frá Fortnums. Þennan morgun, meðan Bond lauk við morgunverðinn sinn með því að fá sér hunang, gekk hann úr skugga um hina réttu orsök deyfðar sinnar og drunga. I fyrsta sagan Eftir lan Flemming 7. hluti Það, sem áður er komið: Á fundi æðstu manna hinna ýmsu dei’da sovézku ieyniþjónust- unnar ræðir aðalforingi SMERSH, Grubozaboyschikoff hershöfðingi, um gagnrýni þá, sem leyniþjón- ustan hefur orðið fyrir, ávítar harð- iega yfirmann hinna deildanna: RHUMID, GRU og MGB, og hvetur til gagnráðstafana. Hann feiur Vozdvishensky, yfirmanni RHUMID, að stinga upp á aðgerðum, er veiki traust manna á erlendum leyniþjónustum og fái sovézka starfsmenn til að líta upp til hinn- ar sovézku. Þeir ákveða að koma James Bond, starfsmanni brezku leyniþjónustunnar, fyrir kattarnef, — og á þann hátt, að vaida hneyks'i. Rosu Klebb, ofursta, und- arlegri kvenpersónu, er falin fram- kvæmdahlið verksins, og kallar hún á sinn fund Tatiönu Romanova, unga og laglega stúlku, sem er liðsforingi að tign, og felur henni að leggja net sín fyrir Bond. Dono- van Grant, írskur geðsjúklingur, sem flúið hafði til Sovétríkjanna, fær verkefni böðulsins. Bond sneri sér aftur að morgun- verðinum. Venjulega voru það smá- atriði eins og þessi, sem komu heilastarfsemi hans af stað og stundum hefði hann ekki verið í rónni fyrr en hann hefði komizt að því hvað þessi maður, frá kommúnistísku verkalýðsfélagi var að vilja í kringum húsið hans. Nú, eftir margra mánaða iðjuleysi og hóglífi, voru varnarstöðvarnar í heila Bond fremur stirðar. Morgunverðurinn var aðalmáltíð Bonds. Þegar hann var í London var hann altlaf eins. Það var mjög sterkt kaffi frá De Bry í New Oxford Street lagað í American Chemex kaffikönnu. Hann drakk alltaf tvo stóra bolla, svart og sykurlaust. Svo var eitt egg í dökkbláum eggja- bikar með gullhring upp undir brún og eggið var soðið í þrjár1 mínútur og tuttugu sekúndur. Þetta voru glæný, brúnflekkótt egg, úr frönskum Maran hænum, sem einhverjir vinir May áttu. (Bond hafði ýmugust á hvítum eggjum og þar sem hann var sérvitur varðandi smáatriði gladdi það hann að kom- lag i hafði Tiffany Case, ástmey hans í svo marga hamingjusama mánuði, yfirgefið hann og farið til Bandaríkjanna. Hann saknaði hennar sárlega og forðaðist að hugsa um hana. Það var ágúst og London var heit og molluleg. Hann átti rétt á fríi, en hann hafði ekki þrek eða löngun til að fara einn í frí, né heldur að reyna að finna sér einhvern bráðabirgða stað- gengil fyrir Tiffany til að fara með honum. Svo hann var kyrr í hálf- tómum aðalstöðvum leyniþjónust- unnar. Sýslaði við sín gömlu, leið- inlegu skyldustörf. Skammaði einkaritarann sinn og reifst við starfsbræðurna. Jafnvel M varð að lokum óþol- inmóður við þetta grútfúla, inni- byrgða villidýr á hæðinni fyrir neðan hann og mánudag þessar- ar viku hafði hann skrifað Bond harðort bréf og skipaði hann í rannsóknarnefnd undir forsæti Troopes höfuðsmanns. í orðsend- ingunni sagði, að tími væri til kom- inn að Bond, sem einn af elztu starfsmönnum leyniþjónustunnar, 2Q — VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.