Vikan


Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 19

Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 19
fólk með hneigðir til lista, til að hvetja það og uppörva og víkja frá því þeirri deyfð, sem stafar, að ég held, að verulegu leyti af sektarvitund vegna glæpa feðra þeirra. Ég hef aldrei vitað orðskviðinn um „syndir feðranna“ rætast svo bókstaflega sem nú í Þýzkalandi. Það er ef til vill eitt af fáum heilbrigðis- einkennum okkar sjúku verald- ar, að unga fólkið skuli taka á sig byrðina, sem við öll eigum að hjálpa til að bera. En nú er ég komin langt frá efninu. Ég þarfnast þín, Warren, til að aðstoða mig við að koma á fót þessari stofnun. Þú segir nú kannski, að auðvelt sé að út- vega þýzkan lögfræðing, sem sé betur til hlutverksins fallinn. Það má rétt vera, en ég kæri mig ekki um neina þýzka lög- fræðinga. Ég vil fá þig. Einhver á skrifstofu þinni, sonur þinn kannski, sé hann orðinn nógu gamall, hlýtur að geta annast Emmu í f jarveru þinni. Það verð- ur góð og ströng æfing fyrir hann. Ég fullvissa þig um að ég get og vil greiða þér þau ómakslaun, sem þú telur sanngjarnt að fara fram á og þó meira væri. Ég þarfnast aðstoðar þinnar í síð- asta lagi kringum fyrsta maí og skal ekki tefja þig andartak leng- ur en nauðsynlegt verður. Vertu nú svo góður að segja já, Warren, þó ekki sé nema vegna þessara liðnu stunda, sem ég spillti svo mjög fyrir þér. Þín einlæg, Selma Luddens.“ Ég verð að játa að efni bréfs- ins kom mér mjög á óvart. Hvorki á tímum okkar fyrri kynna né í síðari bréfaviðskipt- um hafði Selma látið í ljósi nokk- urn hlýleika í minn garð. Nú vildi hún allt í einu fá mig í heimsókn til Múnchen. Um kvöldið ræddi ég málið við konu mína. „Þú skalt fara,“ ráðlagði hún mér, „og ég flýg á leið með þér til Parísar. Þar eyði ég mestum hluta þeirra peninga, sem þú nærð út úr Selmu, og þegar þú ert búinn að leysa þessi mál fyrir hana, getum við eytt af- ganginum í félagi og tekið þetta frí, sem þú fyrir löngu ert bú- inn að lofa mér.“ Hús Selmu á Isarbakka var byggt undir grískum stíláhrifum og klassísk fábreytni þess stakk í stúf við óskapnaðinn, sem hún hafði alizt upp við á East End Avenue. Þar tók á móti mér roskin þýzk kona, sem kynnti sig sem frú Salzer, ráðskonu Selmu, og vísaði mér inn í mjög skemmtilega vinnustofu, sem prýdd var jafnt húsgögnum í fornum stíl og abstraktmálverk- um. Sem betur fór kunni ég þýzku, svo að blessuð konan gat spar- að sér erfiðið við að flytja mér á páfagauksensku sinni skilaboð þess efnis, að Selma hefði tafizt á fundi, en myndi fljótlega koma heim. Þegar frú Salzer uppgötv- aði að ég skildi og talaði þýzku, hellti hún yfir mig allskonar upplýsingum um þær Selmu báð- ar, jafnframt því sem hún gaf mér te með kjarnmikilli og nær- andi tertu. Frú Salzer hafði, að því er hún sagði, verið hjá Selmu síðan í stríðinu. Hún og eiginmaður hennar, sem nú var því miður látinn, voru Gyðingar og aðeins tvö úr hópi margra, sem Selma hafði borgið undan morðæði naz- ista. Jafnskjótt og Hitler komst til valda, hafði Selma flutzt til veiðihallarinnar í Garmisch- Partenkirchen. Þar voru mörg herbergi og þau fylltust, er tím- ar liðu, af Gyðingum og öðrum, er ofsóttir voru af hugsjóna- mönnum Þriðja ríkisins. Selma var auðug og þekkti margt mikilsháttar fólk. Þar á meðal voru ýmsir af gæðingum Hitlers, sem í æsku hafði dreymt um frama á listabrautinni og þá not- ið aðstoðar Selmu. Þeir voru henni þakklátir og kannski ekki með öllu lausir við sektartilfinn- ingu. Að minnsta kosti tókst þeim að koma í veg fyrir, að nokkur meiriháttar leit yrði gerð í húsum eða á landareign Selmu. Lögregla nazista kom að vísu einstaka sinnum í heimsókn, en þá fékk Selma alltaf aðvörun í tíma og svo voru skógar hennar of víðáttumiklir til að nokkur leið væri að finna eitt eða ann- að í þeim nema með þeim mun rækilegri rannsókn. Svo að Selma sat áfram í friði í veiði- höll sinni í félagsskap flótta- manna, sem nauðuglega höfðu sloppið frá ofnunum í Dachau. Sem frú Salzer söng húsmóð- ur sinni lof og dýrð, gat ég ekki varizt því að mér kom í hug, hvort draugur Engelhardts bar- óns hefði einnig haldið sig í félagsskap Selmu í Garmisch- Partenkirchen. Ráðskonan var einmitt að byrja á nýrri lofræðu um kær- leiksverk Selmu, þegar dýrling- ur hennar snaraðist inn í her- bergið, hafandi á hraðbergi af- sakanir og þakklæti mér til handa vegna komunnar. Hún tók hendur mínar í sínar og sem snöggvast hélt ég að hún ætlaði að faðma mig að sér. Af ein- hverri ástæðu hætti hún þó við það. Selma hafði tekið töluverð- um breytingum frá síðustu fund- um okkar, en þær breytingar voru greinilega til hins betra. Systir hennar hafði gefizt upp fyrir hækkandi aldri, en Selma hafði slegið honum á frest. Hún minnti enn á systur sína, en hún ólgaði af lífsorku, sem ég kann- aðist ekki við að hafa tekið eftir áður. Hún hafði einnig til- einkað sér glaðværð og hlýju, sem eyddi kvíða mínum og efa- semdum. Frú Salzer fór nú burt með tebakkann og lét mig einan eftir ásamt Selmu. Ég hrósaði henni fyrir hve fallegt húsið hennar væri. „Þessi fornlegu húsgögn á ég,“ sagði Selma, „en málverkin þau arna eru verk unglinganna, skjólstæðinga minna. Það er ekki hægt að segja að við séum sama sinnis, en okkur kemur bara þokkalega saman." Næstu dagar, sem ég varði til þjónustu við Selmu, reyndust mér bæði ánægjulegir og lær- dómsríkir. Stofnunin, sem hún var í þann veginn að koma á fót, hlaut að kosta meirihluta eigna hennar, og ekki var hægt að sjá að nein eiginhagsmunasjónarmið ættu þar hlut að máli. í sambandi við störf mín á hennar vegum kynnt- ist ég mörgum skjólstæðinga hennar og fann að þeir ekki að- eins höfðu hæfileika, heldur og voru djúpt snortnir af konunni, sem gert hafði svo mikið fyrir þá, og þeirri tilfinningu komst ég ekki hjá að deila með þeim. Aldrei hafði ég hitt manneskju, sem var ólíklegri til að vera morðingi. Dag einn bað hún mig að fylgja sér til veiðihallarinnar í Garmisch-Partenkirchen um næstu helgi. Ég hikaði, en gat ekki fundið upp á neinni afsök- un, nema einni, sem ekki var hægt að láta uppi. Svo ég varð að þiggja boðið. Og þarna var það sem ég heyrði aftur söguna um barón- inn. Selma sagði mér hana á gönguferð eftir braut, sem lá meðfram skógarjaðrinum. Það var glaðasólskin, en engu að síður setti að mér hroll, sem ég átti erfitt með að leyna, er ég hugsaði til þess, að ef til vill hefði baróninn verið sendur til móts við dauða sinn einmitt frá þeim bletti, sem við nú stóðum á. Skyndilega nam Selma stað- ar, eins og hún hefði séð í hug mér, og gaf til kynna án allrar viðvörunar, hvað hún hefði séð í hug mér. „Ég er viss um að þú hefur heyrt söguna um von Engelhardt barón,“ sagði hún. „Annað hvort hefur Emma sagt þér hana beint eða þá faðir þinn samkvæmt hennar frásögn.“ Sem snöggvast datt mér í hug að neita allri vitneskju um þetta viðkvæma mál, því að ég vildi fyrir alla muni forðast það, sem ég óttaðist að yrði játning. Selma beið ekki eftir svari frá mér. Án efa hafði hún þegar lesið það í andliti mínu. „Þú heyrðir útgáfu Emmu af sögunni," hélt hún áfram. „Nú vil ég að þú fáir að heyra mína. Að því búnu getur þú svo ákveð- ið með sjálfum þér, hvora þú tekur trúanlega." Um skmama stund var hún þögul og starði inn í skóginn, þungbúin á svip. Síðajn sagði hún mér söguna, kyrrlegum og næstum ástríðulausum rómi, eins og hún væri að þylja einhverja gamla þjóðsögu úr byggðarlag- inu. Um fyrri hluta sögunnar bar henni að flestu leyti saman við Emmu. Hún skýrði blátt áfram og hreinskilnislega frá togstreitu þeirra systra um hylli barónsins, frá skipun föður þeirra um að skjóta hvern ókunnan mann, sem sæist á ferli í skóginum, frá rifrildinu við Emmu og skart- gripaskríninu með hringnum, sem María var send eftir. En eftir það tók sagan nýja stefnu. „Þegar María var farin,“ sagði Selma, „ætlaði Emma að snúa á mig með því að telja mér trú um, að hringurinn hefði tilheyrt móður barónsins. Hitt vissi hún ekki, að María hafði sagt mér fyrir nokkrum dögum að Emma hefði keypt handa mér afmælis- gjöf. Þar eð ég var ákaflega for- vitin, hafði ég rannsakað her- bergi Emmu og fundið hringinn í skríninu. Auðvitað lét ég þessa ekki getið, svo að Emma hélt mig trúa því að baróninn hefði gefið sér hringinn og að ég, í samræmi við það, sleppti nú öllu tilkalli til hans. En þvert á móti ákvað ég á staðnum og stund- inni að taka baróninn frá henni. Ég gaf bílstjóranum skipun um að koma með hann til mín á staðinn, sem við nú stöndum á.“ Ósjálfrátt færði hún sig til um fáein skref, eins og hún með því móti gæti breytt hinu liðna. Svo brosti hún dapurlega, er hún gerði sér ljóst, hve fánýt þessi hreyfing hennar var, og hélt áfram frásögninni. „Jafnskjótt og við baróninn Framhald á bls. 30. VXKAN 45. tbl. — JQ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.