Vikan


Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 39

Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 39
þarna. Og ekki von þeir tryðu, sem ekki voru þar og sóu það. Nú en ég varð ekki var við neitt óeðlilegt. Ég vitanlega hebbði ekk- ert skipt mér af, hebbði Indriði getað dregið þó á asnaeyrunum, það var jafngott, en ef hinir væru að gera eitthvað, þá ætlaði ég að athuga það, sko. Svo þú getur ímyndað þér, þó að þeir héldu að ég væri miðill líka eins og Indriði, hvort ég hef eitthvað hjálpað til, með þessum hugsunarhætti! Ha ha ha, já, þeir stungu saman nefjum um það, því það hittist svona á, að á fyrsta fundinum, sem ég var þarna, þá kom fyrsti líkamningur- inn, sem sást. Það voru búin að sjást þarna Ijósgeislabrot veturinn áður og þótti voðalega merkileg. En þá kom karlskepnan gangandi fram, sko. Jahá. Það var anzkoti skrýtið, það er ekki að tala um það. A ég að segja þér frá fund- inum? — Já, endilega. — Sko: Það var þarna stór sal- ur, sem við vorum öll i, um 60 manns í upphækkandi sætum öðr- um megin, og lokaðar dyrnar út í aðalganginn. í horninu var kola- ofn, eins og voru í gamla daga, heljarhár, og olíulampinn á hon- um. Svo var svefnherbergið hans Indriða við eitt hornið á salnum, engar dyr eða gangur úr því nema inn í salinn, og portérar rauðir fyrir dyrunum. Og á móti dyrunum var kommóða með gylltu skiliríi, sem Tilraunafélagið gaf honum í jólagjöf. Við vegginn á móti var servantur og rúmið hans þeim meg- in, sko. Og sást bara kommóðan, ekki rúmið eða servanturinn. Svo situr Indriði, sko, á stól í salnum hjá okkur, öðrum megin við dyrn- ar, við vegginn milli herbergisdyr^ anna og kolaofnsins. Og fólkið hér allt í kring og Brynjólfur organisti þarna, hann var forsöngvari á fundinum. Svo höbbðu þeir svo mikið við mig, víst af því ég var bróðir Indriða, að spyrja mig, hvar ég vildi fá sæti. Og ég var nú ekki lengi að ákveða það. Ég saggði þeim, því þeir sátu tveir fremst, Björn Jónsson og Einar Hjörleifsson, að ég vildi sitja þarna á milli Ein- ars og Björns, því það væri næst Indriða og ég sæi þá betur til. Ha ha ha, það var Einar, sem ég var hræddastur við, maður! Og þess vegna vildi ég vera á milli þeirra, og fékk það alveg eins og skot. Svo byrjar nú fundurinn. Og það byrjaði með því, vitanlega, að Ein- ar stendur upp og slekkur lampa- Ijósið. Ég pota mér frá Birni og næ svona að hafa veður af Einari, að hann komi í sætið aítur og fari ekki til Indriða, svo hann færi ekki að pikka í hann, hélt kannski hann myndi dáleiða hann eða einhvern djöfulinn. Svo setjumst við nú aft- ur, og þá byrjar organistinn, hann Brynjólfur, sem þá fór um vorið til Ameríku, sá heiðursmaður, að syngja. Og það voru ekki nein ^ Grýlukvæði sungin, byrjað til dæmis Hrein frísk heilbrigð húð Það skiptir ekki máli, hvernig húð þér hafiðí ÞaS er engin húð eins. En Nivea hæfir sérhverri húð. Því Nivea-creme eða hiri nýi’a Nivea-milk gefur húðinni allt sem hún þarfnast: Fitu, raka og hið húðskylda Euzerit. Og þess vegna getur húð yðar notið^þeirra efna úr Nivea sem hún þarfnasf helzt. Hún getur sjálf ákveðið það magn, sem hún þarfnast af fitu og raka. Þetta er allur leyndardómurinn við ferska, heilbrigða og Nlvea-snyrta húð. VIKAN 45. tbl. 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.