Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 48
Hvers vegna eru BRIDGESTONE hjólbarðarnir frá Jcipan mest seldu hjólbarðar á íslandi í dag? Vegna þess að BRIDGESTONE hjólbarðarnir hafa
reynst undra vel. — Það er staðreynd, að þeir sem einu sinni kaupa BRIDGESTONE kaupa aftur BRIDGESTONE. Birgðir ávallt fyrirliggjandi bæði
í snjómunstrum og venjulegum munstrum.
Brautarholti 8 — Símar 17984 & 11597.
/■
hennar og þjáningar.
Með annarri hendi ýtti hún frá sér þeirri sem lá öðrum megin við
hana. -Grannvaxinni, sóttheitri veru, sem hjalaði lágt í óráði. Þriðja
konan, sem lá frammi við skör á rúminu, mótmælti. Hún þjáðist af
hægri blæðingu, sem hafði ekkert rénað síðan um morguninn. Sætur
þefurinn af blóðinu, sem strádýnan dró í sig jafnóðúm, var óþolandi.
Angelique dró teppið þeirra til sín. Þriðja konan mótmælti af veikum
mætti.
Þessar tvær munu deyja, hugsaði hin unga móðir. Svo það er eins
gott, að ég og barnið mitt reynum að halda á okkur hita og komast
héðan lifandi. Með galopnum æðisgengnum augum, sá hún í illa þefj-
andi myrkrinu gul ljós loftlampans skína í gegnum rifurnar á rekkju-
tjöldunum.
En hvað allt getur verið skrýtið, hugsaði hún. Joffrey hafði dáið, en
það var Angelique sem var í Helvíti. I þessu hræðilega greni, þar sem
óþefurinn af skít og blóði var eins og þykk þoka, heyrði hún kjökur,
grát og stunur, eins og hún væri stödd í miðri martröð. Skerandi grátur
barnanna þagnaði aldrei. Þetta var eins og endalaus kliður sem hækk-
aði, lækkaði og reis svo upp aftur. Það var iskalt, þrátt fyrir tjöldin,
sem hengd voru fyrir ganganna, og súgurinn hafði á brott með sér
líkamshitann. Angelique sá í svip, hvernig stóð á hinum rótlæga ótta
fólksins við sjúkrahúsin. Voru þau nokkuð annað en forsalur dauðans?
Hvernig gat nokkur lifað af þessa samblöndu sjúkdóma og óhreininda,
þar sem sjúklingar á batavegi voru innan um smitandi sjúklinga; þar
sem skurðlæknarnir gerðu uppskurði á óhreinum borðum með hníf-
um, sem nokkrum klukkustundum áður höfðu verið notaðir til að raka
skeggið af óhreinum viðskiptavinum i rakarastofum þeirra?
Dögunin nálgaðist. Hún heyrði þegar hringt var til morgunmessu.
Angelique minntist líkanna á Hotel Dieu, sem nunnurnar röðuðu upp
á dyrapallinn á þessari stundu sólarhringsins, og vagninn kom til að
flytja til kirkjugarðsins við Saint-Innocents. Björt vetrarsólin myndi
lýsa upp fordyri gamla sjúkrahússins. En limir hinna dauðu myndu
aldrei lifna að nýju.
Hún dró rekkjutjöldin til hliðar. Tveir hjúkrunarmenn í óhreinum
sloppum litu á konurnar Þrjár í rekkjunni og gripu konuna með blæð-
inguna og settu hana á börur. Angelique sá að vesalings konan var
dáin. Á börunum var einnig barnslík. Angelique leit aftur á barnið sitt,
sem hún hélt fast upp að sér. Hvers vegna grét hann ekki? Var hann
líka dáinn? Nei hann var sofandi, með kreppta hnefa og friðsamlegan
svip. Einkennilegur svipur á nýfæddu barni. Hann virtist ekki hafa
minnstu hugmynd um, að hann var barn sorgar og vanvirðingar. And-
ilt hans var eins og rósahnappur, og höfuð hans var þakið fínu Ijósu
hári. Angelique hristi hann til, af ótta við að hann væri að deyja, eða
dáinn. Hann lyfti augnalokum, sýndi blámött augun og sofnaði svo aftur.
I sjúkrahúsinu hölluðu nunnurnar sér yfir aðrar konur, liggjandi á
sængl Þær voru trúaðar og sýndu hugrekki, sem aðeins gat átt rót í
guði sjálfum. E'n þær urðu að fjalla um óviðráðanleg vandamál.
Angelique hélt dauðahaldl í þá ákvörðun sina að lifa og neyddi sig til
þess að drekka innihald skálanna, sem voru réttar. Síðan reyndi hún
að gleyma fárveikum rekkjufélaga sínum og blóðmettuðum dauninum,
með því að sofa. Óskýrar sýnir bar fyrir augu hennar. Hún. hugsaði um
Gontran. Hann var einhversstaðar á göngu um götur Frakklands og hún
sá hann fyrir sér, þar sem hann stanzaði við brú til þess að borga brú-
artollinn, og ti lbess að spara skotsilfur sitt, málaði hann mynd af
brúarverðinum....
Hversvegna hugsaði hún um Gontran, sem hafði orðið fátækur flakk-
ar á leið um Frakkland, en var að minnsta kosti frjáls á ferð undir
heiðum himni? Gontran var eins og skurðlæknir, sem hallast yfir veik-
an likama, ákveðinn í því einu að uppgötva leyndarmál lífs og dauða.
1 eins konar leiðslu, milli svefns og vöku, uppgötvaði hún, að' Gontran
var einn af dýrmætustu mönnum heimsins — á sama hátt og Þessir
skurðlæknar. En hversvegna voru þeir ekki annað en fátækir rakarar,
verzlunarmenn á lægsta stigi, úr þvi að hlutverk þeirra var svona
mikilvægt? Hversvegna var Gontran, sem bar heiminn i sjálfum sér
og hafði lag á þvi að vekja jafnvel áhuga konunganna, aðeins fátækur
þurfalingur? Hversvegna þurfti fólk að hugsa um svona gagnslausa
hluti, þegar það þurfti á öllu sínu afli og viljaþreki að halda, til að bjarga
sjálfu sér frá Helviti.... ?
Angelique dvaldi aðeins fjóra daga á Hotel Dieu. Herská og hörð,
heimtaði hún beztu teppin handa sjálfri sér, bannaði ljósmóðurinni að
snerta hana eða barnið með óhreinum fingrunum. Hún tók tvær skálar
í staðinn fyrir eina af matarbakkanum. Morgunn nokkurn svifti- hún
til sín hreinni svuntu, sem nunna nokkur hafði rétt i þessu bundið um
sig og áður en vesalings nunnan komst til þess að kalla á yfirmann
sinn, reif hún svuntuna í ræmur til að reifa barnið og binda um sjálfa
sig.
Hún mætti öllum mótmælum með herskárri þögn og horfði á viðmæl-
endur sína méð reiðilegum augum. Hún talaði aðeins einu sinni, þegar
framkvæmdarstjóri Hotel Dieu kom í eigin persónu til þess að ávíta
hana, og hún hélt vasaklút með ilmvatni að nefi sínu.
— Mér hefur verið sagt, dóttir mín, að þér mótmælið því að önnur
veik kona sé í sama rúmi og yður hefur auðmjúklegast verið úthlutað
sem ölmusu. Mér er jafnvel sagt, að þér hafið þegar ýtt út á gólf tveim-
ur konum, sem voru of veikar til að verja sig. Skammizt þér yðar ekki
fyrir þessa framkomu? Hotel Dieu er skuldbundið til að taka á móti
öllum sjúklingum sem hingað eru fluttir, og við höfum ekki næg
sjúkrarúm.
— Sé sú raunin, er eins gott fyrir ykkur að sauma þegar i stað utan
um sjúklingana, sem koma hingað! svaraði Angelique þegar I stað. —
1 þeim sjúkrahúsum, sem Monsieur Vineent stofnaði, hafði hver sjúkl-
ingur rúm út af fyrir sig! En þið vilduð ekki að, neinn kæmi og lagaði
ykkar úreltu aðferðir, vegna þess að þið vilduð maka ykkar eigin krók.
Hvað verður um allar gjafirnar, sem fólk gefur hingað til góðgerðar-
starfsemi, og peningana, sem ríkið leggur fram? Hjörtu fólksins hljóta
að vera mjög vanþakklát og rikið mjög fátækt, ef þið getið ekki keypt
nógu mikið af hálmi til þess að geta skipt daglega um dýnur fyrir þessa
vesalinga, sem hér blæðir út og þið látið rotna í eigin saur! Eg er viss
um, að ef andi Monsleur Vincents væri fær um að koma hingað, myndi
hann gráta af sorg!
Augu framkvæmdarstjórans stækkuðu af undrun, bak við vasaklút-
— VIKAN 45. tbl.