Vikan


Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 17

Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 17
mun. Emma reif til sín skrínið og svo var María rekin út. Hinar æðisgengnu systur voru nú tvær einar eftir. Þá lauk Emma upp skríninu og dró upp úr því hring, held- ur gamaldags að gerð, skreyttan ekki mjög verðmætum, hjartalöguðum steini. „Þennan hring átti móðir barónsins", sagði hún hreykin. Selma kveinkaði sér, enda vissi hún ekki að Emma hafði nýlega keypt hringinn með það fyrir augum að gefa systur sinni hann í afmælisgjöf. Eitt andartak stóð Selma sem dæmd, en svo lamdi hún systur sína af slíkri orku, að í margar klukkustundir var rauður flekkur í andliti Emmu, sem annars var gulgrátt að lit. Á föstudagskvöldið kom svo barón- inn. Selma hafði fyrirskipað bílstjór- anum, sem átti að sækja gestinn á járn- brautarstöðina, að koma með hann bakdyramegin að húsinu og leiða hann þar á fund hennar áður en hann fengi séð Emmu. Skógurinn var allnærri og þegar bílstjórinn var farinn, benti Selma þangað. „Emma bíður eftir yður,“ sagði hún hreystilega, „í rjóðri þarna skammt niður með brautinni." Baróninn varð steinhissa. Hann hafði aldrei fyrr orðið var við neina sjálfs- afneitun í fari Luddenssystranna, sízt hvað honum viðvék. „Farið,“ sagði Selma og ýtti honum í áttina til skógarins. Hún stóð kyrr í sömu sporum unz hann var horfinn inn á milli trjánna, en hljóp þá inn. Hún var varla fyrr komin til herbergis síns en skothvellur heyrðist í fjarlægð. Von Engelhardt barón hafði safnazt til feðra sinna. Þegar August og hans fólk lagði aft- ur af stað til Ameríku, kaus Selma að verða eftir í Munchen hjá frænda sin- um og frænku. Iiún yfirgaf borgina aldrei framar og Emma fór aldrei aft- ur til Evrópu. Hefði ekki einmitt faðir min sagt mér söguna, geri ég varla ráð fyrir að ég hefði tekið hana alvarlega. Ég vissi af óskemmtilegri reynslu að systurnar voru báðar svarrar í skapi, en þessi morðreyfari um Selmu virtist þó ein- um of svæsinn. Að minnsta kosti sá ég ástæðu til að spyrja nokkurra spurn- inga varðandi málið. „Hver sagði þér söguna?“ sþurði ég pabba. „Fyrir fáum mánuðum," svaraði FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU. Því miður fyrir baróninn voru Selma og Emma jafn fúsar til skilyrðislausrar uppgjafar þegar við fyrstu sýn

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.