Vikan


Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 43

Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 43
einn upp, oddviti gamall hér hjó okkur, dólítið svona — ja, ef til vill einhverjir miðilshæfileikar í honum — og segir: „Nei, nei, sjáiði, hvað er komið af staðl" Þá er vaskafat, maður, með vatni (, kom- ið fljúgandi yfir hausinn á hon- um og hvolfir rétt hjá honum! Ég hélt þetta væri anzkotans vitleysa í honum, en svo kom annar hlutur, sem færðist þarna til, svo það end- aði með því, að það var lítið, sem við svófum þarna um nóttina, mað- url En Indriði var kyrr fyrir ofan mig í rúminu, enda gat hann ekki farið af stað svo þeir sæju hann ekki. Það var farið að líða á daginn, og við þurftum að koma víðar. Kristinn gekk með okkur út í kirkju, um leið og við fórum. Tveir hund- ar hlupu í kringum okkur með miklum vinalátum. — Við endurbyggðum kirkjuna 1914, sagði Kristinn. — Þegar við grófum hérna fyrir kirkjutröppun- um, kom upp þessi stóri steinn og það er eitthvað rispað á hann. Þeir segja, að þetta hafi verið leg- steinn yfir Björn hirðstjóra, og Ólöf hafi látið gera hann. Og við settum hann þarna. Við gengum inn í kirkjuna. Litla, látlausa og notalega sveitakirkju. — Þessi fremsti bekkur hér, hann var gefinn til minningar um Val- gerði Daðadóttur árið 1667, og prédikunarstóllinn, hann er gefinn 1647 til minningar um foreldra hennar, séra Daða og Arnfríði konu hans. Og altaristaflan, hún er tal- in komin frá Ólöfu ríku, og á henni stendur ártalið 1678. Við gengum aftur út úr kirkj- unni og litum á leiðin í kringum hana. Kristinn fræddi okkur jafn- óðum á því, hverjir þar hvíldu og hvaða fyrirmenn væru út af þeim komnir. Að lokum staðnæmdumst við við leiði Odds Jónssonar læknis, og Kristinn benti okkur á lága hóla vestan við túnið: — Þarna eru Smjördalshólarnir. Þarna halda menn, að Ólöf hafi geymt smjörið sitt. Það var dálítið skrýtið hér eitt árið, að þá kom fólk hingað vestan af ísafirði, tveir karlar og tvær konur. Það fékk að tjalda hérna hjá okkur, ég vissi nú ekki hvar það ætlaði að tjalda, en svo sé ég, að þau hafa tjaldað þarna. Svo ég fer til þeirra, og segi þeim, að þau ætli aldeilis ekki að velja sér staðinn af verri endanum, því þarna hafi Ólöf ríka haft smjörskemmurnar sínar. Og þeim þótti þetta voða skemmtilegt og gaman. Áður en ég fór, lét ég þau lofa þv( að koam heim og fá sér kaffi, áður en þau færu um morguninn, og þau gerðu það. Svo um morguninn, maður, þegar þau koma, þá er önnur konan þetta l(ka litla föl og þreytuleg. Þá höbbðu þau ver- ■ ið að hugsa um Ólöfu og smjörið hennar, áður en þau fóru að sofa, og heldurðu að Ólöf hafi svo ekki komið og sótt þetta l(ka litla að konunni, að hún gat bara alls ekki sofnað blund. Já, eitthvað hefur hún hugsað, þvi varla trúi ég því, að Ólöf sé enn að trítla um hól- ana! Ha ha ha, — Svei þér, hund- ur, farðu ofan af lækninum! Þetta síðasta átti við hundinn, sem var að búa sig undir að votta legstein læknisins virðingu sína, á sama hátt og dekkjum Dafsins. Hann stóð á hlaðinu, þegar við fórum. Hýrlegur karl, ekki hávax- inn, en þybbinn, með slétt og ung- legt andlit, skreytt nær hvítu yfir- skeggi, brosleitur í augnakrókun- um, hýr í fasi. Handtak hans var hlýtt og gott, þegar við kvöddum hann. Bóndi á Skarði í hálfa öld, glaður og reifur og góður heim að sækja. Ég mun ekki láta hjá líða, að líta til hans hvenær sem ég á leið um Skarðsströndina, það er hverjum manni andleg endurnær- ing. Það mættu fleiri karlar vera svona. MEÐ ÁSTARKVEÐJU FRÁ RÚSSANDI Framhald af bls. 20. brosum, sem komu fremur fram í augum hans, en kringum munninn. — Mér þykir það leitt, að þetta skyldi fara svona illa, James. En það var engin meðaumkun í rödd hans og honum var illa við „kvennafar" Bonds eins og hann kallaði það, þótt hann viðurkenndi með sjálfum sér, að hleypidómar hans væru leifar frá Viktoríutíma- bilinu. En sem yfirmaður Bonds vildi hann allra sízt, að Bond fest- ist að eilífu við pils einnar konu. — Kannske það sé bezt þannig. Það er óheppilegt að vera í slag- togi við taugaóstyrkar konur í þessu starfi. Þær hanga á byssu- hendinni, ef þú skilur hvað ég á við. Fyrirgefðu, að ég skyldi spyrja um þetta, en ég varð að vita svar- ið, áður en ég segði þér, hvað hefur gerzt. Það er undarlegt mál. Það hefði verið erfitt að blanda þér í það, ef þú hefðir verið í þann veginn að giftast eða eitthvað þess- háttar. Bond hristi höfuðið og beið eftir sögunni. — Allt í lagi þá, sagði M. Það vottaði fyrir létti ( rödd hans. Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum og tottaði pípuna snöggt nokkrum sinnum til að örva eldinn. — En þetta hefur gerzt: [ gær kom langt skeyti frá Istanbul. Mér skilst að á þriðjudaginn hafi yfirmaður stöðvarinnar T fengið óundirskrif- uð, vélrituð skilaboð um að fá sér farmiða fram og til baka á ferj- unni Galadabridge fram í mynni Bosporus og aftur til baka. Ekkert annað. Yfirmaður T er hálfgerður ævintýrakarl, svo auðvitað fór hann með ferjunni. Hann stóð upp við borðstokkinn frammi í stafni og beið. Eftir um það bil stundar- Ekta silki-fegrunarmeðul Hún er stúlkan, sem notar silki næst húðinni . . . svo hún fær töfrandi Ijóma . . . Ekta silki andlitspúður . . . Silki dagkrem og silki MINUTE MAKE UP (hún tekur það auðvitað með sér hvert sem hún fer). Aðeins silki þekur svo dásamlega. NÚ I NÝJUM HYLKJUM Stórkostlegt litaúrval Skýrar og eölilegar varalínur Hinn nýi tízku varalitur frá Helene Rubin- stein er lengri og grennri en annar vara- litur, sem þér hafið áður notað. Árangurinn — þér fáið fullkomnari línur og mjúka áferð á varir yðar með aðeins einni yfirferð! Reynið hina nýju tfzkuliti. VIKAN 45. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.