Vikan


Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 22

Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 22
GAMALL MAÐÖR VIÐ BRÚNA SMÁSAGA EFTIR ERNEST HEMINGWAY Gamall maður með gleraugu með stálumgjörð og í rykugum fötum sat á vegkantmum. Það var ftotbrú yfir ána, og vagnar, trukkar, og karlar, konur og börn voru á leið sinrii yfir hana. Kerrumar, dregnar af múldýrum, mjökuðust upp erfiðan árbákkann með hjálp hermannanna, sem ýttu á öxulendana. Trukkarriir fóm yfir með hávaða á undan öilum og bændurnir þæfðust áfram í ökkladjúpa rykinu. En gamli maðurinn sat þar hreyfingarlaus. Hann var of þreyttur til að halda lengra. Það hafði komið í minn hlut að fara yfir brúna og rannsaka veginn hinum megin og komast að raun um hve langt óvinurinn hafði komizt. Ég kom tii baka yfir brúna eftir að hafa lokið hlutverki mínu. Vögnunum hafði fækkað og það voru fáir fótgangandi, en garnti maðurinn var þar ennþá. „Hvaðan ertu?“ spurði ég. „Frá San Carlos,“ sagði hann og brosti. San Carlos var heimaborg hans svo það gladdi hann af nefna hana og hann brosti. „Ég gætti dýranna," útskýrði hann. „Jæja,“ sagði ég og skildi hann varla. „Já,“ sagði hann, „ég var þar, eins og þú sérð, til þess að hirða um skepnurnar. Ég var sá síðasti tli að yfirgefa San Carlos.“ Hann líktist hvorki kúasmala né fjársetumanni og ég leit á svört, rykug föt hans og grátt rykugt andlit hans og gleraugun hans með stálumgjörð- inrii og sagði: „Hvaða skepnur?“ „Ýmislegar skepnur," sagði hann og hristi höfuðið. „Ég varð að yfir- gefa þær.“ Ég horfði á brúna og afrískt landslagið í Ebro Delta og gizkaði hve langt liði þar til við sæjum óvininn; hlustaði jafnframt eftir fyrsta hljóð- inu, sem ætláð væri því dularfulla fyrirbrigði sem er kallað merkjaboði, og gamii maðurinn sat ennþá. „Hvaða skepnur?" spurði ég. „Það voru þrjár tegundir í allt,“ útskýrði hann. „Það voru tvær geitur og 'köttur og átta tamdar dúfur.“ „Og þú varðst að yfirgefa þau?“ spurði ég. „Já. Vegna herdeildarinnar. Liðsforinginn sagði mér að fara vegna her- deildarinnar.“ „Og þú hefur enga fjölskyldu?" spurði ég og horfði á brúarendann hinum megin þar sem síðustu vagnarriir voru á hraðri ferð niður hallann. „Nei,“ sagði hann, „aðeins dýrin sem ég taldi upp. Kötturinn verður ekki í neinum vandræðum. Köttur getur séð fyrir sjálfum sér, en ég get ekki hugsað til þess hvað verður af hinum.“ „Á hvorra hlið ertu?“ spurði ég. „Ég er hlutlaus," sagði hann. „Ég er sjötíu og sex ára gamall. Ég hef gengiö tólf kílómetra nú og ég held áð ég geti ekki haldið lengra." „Þetta er ekki góður staður til þess að stanza,“ sagði ég. „Ef þú getur komizl þangað, þá eru trukkar á veginum þar sem hann skilúr til Tortosa." „Ég ætla að biða smástund,“ sagði hann, „og fara innan stundar. Hvert fara trukkamir?“ „Áleiðis ti'T Barcelona," sagði ég. „Ég þekki engan í þeirri átt,“ sagði hann, „en ég þakka þér samt. Þakka þér kærlega.“ Hann horfði tómlega og þreytulega á mig og varð að deila sorg sinni með einhverjum: „Ég er viss um að kötturinn spjarar sig. Það er engin þörf á að ergja sig yfir kettinum. En hinar skepnurnar, hvað heldurðU að komi fyrir þær?“ „Þær verða sennilega heilar á húfi eftir að allt er um garð gengið.“ „Svo þú heldur það.“ „Hvers vegna ekki?“ sagði ég og leit yfir á árbakkann. Vagnarnir voru hörfnir. „En hvað verður um þær þegar herdéildin kemur, fyrst mér var skipað að fara hennar vegna?“ „Opnaðirðu dúfnahúsið?" spurði ég. „Já.“ „Þá fljúga þær.“ „Já, vissulega fljúga þær. En hin dýrin. Það er bezt að hugsa ekki um hvað kernur fyrir þau,“ sagði hann. „Ef þú ert hvíldur þá ættirðu að halda áfram,“ lagði ég tii. „Stattu upp og reyndu að ganga.“ Framhald á bls. 29. 22 — VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.