Vikan


Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 32

Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 32
áimwrmk Maytag InnbyggSur bakarofn með tímarofa, grilli, Ijósi og gleri í hurð. HOÍVIJVISÍÍM Maytag Eldhúsvifta með viðarkola- síu meS Ijósi og tveim hraSastillingum. Maytag 2 venjulegar og 2 sjólfvirkar plötur meS 12 hitastillingum og tímarofa á einni plötu upp í 10 klst. Mjog góðir greiðsluskilmálar Snorrabraut 44 — Sími 16242. * II 4 Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. ©HrútsmerkiS (21. marz — 20. apríl): Það hefur borið talsvert á þeim eiginleika þínum, að vilja aldrei viðurkenna, að þú hafir rangt fyr- ir þér, og í þessarri viku mun þessi þrjóska þín draga einhvern dilk á eftir sér. Þú munt fara í skemmtilegt samkvæmi, líklegast um helgina. ONautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Þetta verður einkar þægileg og skemmtileg vika. Að vísu gerast engir stórviðburðir, en þú munt kunna að njóta lífsins í ríkum mæli. Þú eignast nýjan kunningja, líklega í sambandi við eitthvert áhugamál þitt. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Þessarri viku mun mjög svipa til viku frá fyrra J J mánuði og rnáttu vel við una. Fólk undir tvítugu verður rækilega fyrir skeytum Amors, en ekki munu þau hafa mikilvæga þýðingu að þessu sinni. Þú skalt varast að sýna náunganum lítilsvirðingu. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Vikan verður mjög óvenjuleg að flestu leyti. Þú munt í aðra röndina verða mjög heppinn — en eitthvað sérstakt verður þó til að skyggja á gleð- ina. Láttu það samt ekki verða til að draga úr þér kjarkinn, því fátt fæst fyrirhafnarlaust. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Þú hefur erfitt verkefni að glíma við þessa dag- ana og ekki virðist blása byrlega sem stendur. Gríptu samt fyrir alla muni ekki til örþrifaráða, þó þér fljúgi ýmislegt í hug. Þú getur leyst verk- efni þín með seiglu og iðjusemi. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þú munt kunna bezt við þig heima við í vikunni og er það vel, því að þú hefur lítið að sækja utan heimilisins. Þú virðist dálítið uppstökkur og móðg- unargjarn þessa dagana, og þótt segja megi, að þú hafir nokkrar málsbætur, þá verðurðu að hafa hemil á þér. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þú munt eiga afar annríkt í þessarri viku, lík- lega eitthvað í sambandi við heimilið. Þótt ástæða sé til að ljúka þessu verki sem fyrst, máttu samt ekki leggja of hart að þér. Þú verður að gera þér grein fyrir því, að hóglífi hentar þér bezt. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember); Þú virðist gera þér lífið alltof erfitt þessa dagana. Það er eins og þú búir sjálfum þér til alls kyns mótlæti, sem í rauninni er alls ekki til. Þú verð- ur að reyna að njóta lífsins, því þú færð mörg tækifæri til þess. ©Bogamannsmerkiö (23. nóvember — 21. dcsember): Þú virðist verja alltof miklum tíma í eintóma draumóra og það er engu líkara en þú þorir ekki að horfast í augu við staðreyndirnar. Taktu nú á þig rögg, útlitið er ekki svo dökkleitt. Heilla- dagur vikunnar verður föstudagur. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þú færð góða gjöf í vikunni og í sambandi við (J það gerist margt skemmtilegt. Þú hefur ekki sinnt áhugamálum þínum sem skyldi undanfarið og er það miður. Þú virðist óvenjulega stefnulaus þessa dagana. Þú verður að koma einhverju formi á líferni þitt. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Það er engu líkara en dómgreind þinni hafi farið eitthvað aftur undanfarið, því að þú leggur mikið upp úr fáfengilegustu hlutum. Sennilega stafar þetta af fljótfærni. Þú verður að gefa þér meiri tíma til að íhuga hlutina nánar. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Þú ert orðinn alltof þrasgjarn og verður að venja þig -S sem -skjótast af þessum hvimleiða ávana, sem fer í taugarnar á kunningjum þínum. Á sunnudag- inn ferðu í heimsókn eða færð heimsókn sem margt gott á eftir að leiða af sér. 32 — VIKAN 45. tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.