Vikan


Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 23

Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 23
Sigurður Hreiðar ræðir við Kristin Indriðason, bónda á Skarði á Skarðsströnd, um blaðakaup, verzlun, eyjahey- skap, varg, Helgu í Ólafsey, orfaslátt, námuvinnslu, anda- fundi og þeirra á meðal fyrsta líkamningafund á ís- landi — svo eitthvað sé nefnt. EN6IN GRYIUKVÆÐI SUNGIN - Hér lifðu þeir á salti og sínu, karl- arnir í gamla daga. Það er nú komin meira en hálf öld, síðan gamla Skarðsstöð brann, en þeir eru ekki enn farnir að sjá kostina við að hafa höfn hér. Hverju einasta snifsi er kjótlað á bílum að sunnan og suður, og kostnaðurinn þannig margfald- aður. Þau sátu þarna i hornsófanum, heima í stofunni á Skarði, meðan við spjölluðum saman. Kristinn hafði orðið, en Elínborg sagði ekki margt. Hún brosti stundum, og það var ouðheyrt, að hún þekkti bónda sinn, því stundum hló hún að sögun- um hans, áður en hann var búinn að segja þær. — Ég er 76 ára í haust, og hún fjórum árum yngri, sagði Krislinn. Og það get ég sagt þér, að ég hefði ekki hang- ið hér, hefði Elinborgar ekki notið við, í rúma háifa öld. Rétt eftir hádegi renndum við í hlað á Skarði á litlum, dökkrauðum Daf. Það var sólarlaust veður og heldur kalt. Þegar við komum upp á hlaðið, gegnum þröngar, steinhlaðnar traðirnar, hlupu nokkrar hvítar hænur undan bílnum, og stór, Ijós hundur gekk til móts við okkur. Þegar Dafinn var alveg numinn staðar, þefaði hvutti af hjólbörðum hans og vottaði þeim virðingu sína, enda voru þetta hinir frábæru Michelin X hjólbarðar. Roskinn maður var á heimleið neðan af túni, með orf í hendinni. A túninu hinum megin var kona í dökkri kápu að raka. Aðrar mannaferðir sáust engar. Við gengum upp tröppurnar og börðum á hurð, með skilti, sem á stóð að þar þar væri til húsa umboðsmaður happdrættis SIBS. Áður en anzað væri innanfrá, var maðurinn með orfið kominn heim á hlið. Við gengum til hans. Eg kynnti mig, og minnti hann á, að ég hefði hringt fyrir nokkrum dögum og boðað komu mína. — Æ, ert það þú, anzaði Kristinn Indriðason, bóndi á Skarði á Skarðsströnd og brosti hýrlega, um leið og hann leiddi okkur til stofu. Á lágu sófaborði lá vikulegt málgagn minnsta stjórnmálaflokksins, sem hafði fundið sér leið allar götur vestur ! Dalahólf. — Já, sagði Kristinn, — maður verður að fá þetta andans fóður, til þess að hafa einhverja hugmynd um, hvað er eiginlega að gerast. — Hvaða blöð fáið þið annars hér? — Ja — Tíminn er nú sjálfsagður eins og rúgmélið. Og svo náttúrlega ísafold. Þeir neyddust til að endurvekja ísafold, því það vildi enginn kaupa Moggann úti á landi. Blöðin eru ekki lengur ný, þegar þau koma hingað, og svo er þessi bölvuð þvæla í þeim, sem maður hefur ekkert að gera við. Hins vegar er allt, sem máli skiptir í (safold. Það er verst, hvað það er helvltlegt að innheimta þetta. Það er eins og enginn maður vilji borga neitt, nema sýslumaðurinn eða kaupfélagið innheimti það. Ég hef aðeins átt við það, en ég steingafst upp að standb í þessu. — Kaupfélagið, sagðirðu. Hvert sækið þið ykkar verzlun? — Við sækjum hana inn í Saurbæ og út ( Stykkishólm. VIKAN 45. tbl. — 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.