Vikan


Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 7

Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 7
Feitólfur, og allt viljum við gera til að hjálpa þér — allt sem í okkar valdi stendur. En það er ekki víst að það dugi, því sannleikurinn er ein- faldlega sá, að það er aðeins einn maður, sem getur gert þig grennri: Þú sjálfur. Eftir laus- legu mati, ertu um það bil 40 kílóum of þungur, og það er ekkert um það að ræða, að eitt- hvað verðurðu að gera, og það í hvelli, því ástandið er að verða mjög alvarlegt hjá þér. Auðvitajð hefurðu lesið eitt- hvað um það, hvernig bezt sé að grenna sig, og vafalaust leitað læknis. En ef ég veit rétt, þá strandar allt á sjálfum þér og viljakraftinum. í stuttu máli: Þú skalt fara til læknis, sem fyrst, og fara að ráðum hans að öllu leyti. Það eru til ýmis hjálparmeðul til að auð- velda þér að grennast, en nauð- synlegt að fá ráðleggingar læknis fyrst. Annað skulum við líka gera fljótlega — við ætlum að ræða við nokkra lækna og sérfróða menn um offitu og megrun, og birta grein um það í VIKUNNI núna bráðlega. Þar verður von- andi einhverjar ráðleggingar að finna. EITT ER GOTT VIÐ KÓPAVOGINN Ef ég man rétt, þá var einhver kerling að nöldra í einhverju blaði — dagblaði, um að bíl- stjórarnir hjá Kópavogsstrætó hefðu ekki verið eins kurteisir eða almennilegir eins og henni hefði þótt æskilegt. Það er nokk- uð síðan ég las þetta, og þótti slæmt, en það er vonandi ekki of seint að ræða málið, þótt langt sé um liðið. Ég á heima í Kópavogi, og hvort það er gott eða slæmt skiptir ekki máli. En einu hefi ég tekið eftir, og vafalaust fleiri Kópavogsbúar, en það er einmitt það, að bifreiðastjórarnir hjá Strætisvögnum Kópavogs eru alveg einstakir í sinni stétt. Það ber vafalaust öllum íbúum kaup- staðarins saman um það, að lið- legri og liprari starfsmenn er vart hægt að fá. Það er t.d. mjög algengt — ég endurtek — mjög algengt, að þeir stöðvi vagninn á milli stoppistöðva, til að taka upp farþega, sem hafa orðið of seinir að komast til stoppistöðv- arinnar, og sjálfur hef ég orðið þeirrar óvenjulegu kurteisi og lipurðar aðnjótandi, að strætis- vagn stanzaði fyrir utan húsið mitt, þegar vagnstjórinn sá að ég var að koma þaðan út, og grun- aði að ég ætlaði með bílnum. Leiðinlegast þykir mér, þegar vagnstjórarnir sýna þá lipurð að stöðva vagninn milli stöðva til að bíða eftir farþegum, sem orðn- ir eru of seinir, og farþeginn sýnir ekki þá sjálfsögðu kurteisi og þakklæti að þakka bílstjór- anum fyrir vikið. Það er skort- ur á háttvísi og gæti jafnvel komið öllum farþegum í koll, ef vagnstjórarnir sjá fram á það að lipurð þeirra er ekki þökkuð að verðleikum. Ég er viss um það, að ef ein- hver telur sig þurfa að kvarta yfir strætisvagnastjórum Kópa- vogs, þá er það byggt á misskiln- ingi einum saman, og ætti að jafnast á öðrum grundvelli en blaðaskrifum. Kópavogsbúi. — — — Húrra! Húrra! Húrra! Ég á sjálfur heima í Kópavogi, og get borið vitni um að hér er rétt og satt sagt frá. Þakka þér fyrir sannleikann, Kópavogsbúi. ULTRfl+LflSH Mascara TIL AÐ LENGJA OG LENGJA ENNÞÁ MEIR SILKIMJÚK AUGNAHÁR. ULTHA*LASH er fyrsti augnháraliturinn sem lengir og þéttir augnahárin án þess aö gera þau stíf. Þessi einstaka efnablanda lengir án gerviþráða. Allt sem þér þurfið að gera er að bera ULTRA*LASH á með hinum hentuga TAPER-BRUSH sem byggir upp um leið og hann litar hvert augnhár. Ekkert auka erfiði og ekkert ergelsi út af gljáalausum og klístr- uðum augnhárum. ULTRA*LASH hleypur ekki í kekki, né skilur eftir klessur eða bletti. Þetta er fyrsta skaðlausa efnið sem lengir og þéttir augnhárin, þolir vatn og er lyktarlaust. Sér- staklega auðvelt að hreinsa á nokkrum sekúnd- um með Maybelline Mascara Remover. Kemur 1 þrem góðum litum: VELVET BLACK, SABLE BROWN og MIDNIGHT BLUE. alltaf það hreinasta og bezta fyrir fegurð augnanna: T A N G SNYRTIVORUR FYRIR KARLMENN ■BEBSSK.T'S.5 ' ':*{ * t '■> *«.*►£.- í *>£.•• «!í « 4»t ■* K » i <'*■ Rúlliðvá yður endurnærandi hressingu — Rúllið með TANG TANG eftir rakstur og fyrir rafmagnsrakstur er í gerbreyttum, nýjum „roll-on“ plastflöskum. Einnig TANG sápa fyrir karlmenn, shampo, hárkrem og talkum. Stórar og endingargóðar umbúðir. PRINCE GOURIELLI FRAMLEIÐSLA VIKAN 45. tbl. — J

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.