Vikan


Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 45

Vikan - 05.11.1964, Blaðsíða 45
OPUS-10 SETTIÐ hefir vakiS mikla athygli sakir fegurSar og vandaSs frógangs. OPUS-IO er teiknaS af Árna Jónssyni húsgagna-arkitekt. — EfniS er þrautvaliS TEAK og kantlímingin er úr þykku, massivu teak. Botninn er heill og verndar dýnuna fró skemmdum. Tvær lengdir og breiddir fóanlegar. HÚSGAGNAVERZLUN ÁRNA JÓNSSONAR Laugavegi 70 — Sími 16468. legu bændur og ferðamenn, sem •taka þessa báta, og þetta var kvöldbátur, svo það voru ekki svo margir farþegar með. En bíddu aðeins, þú hefur ekki heyrt alla söguna enn. M tottaði pípuna sína, fast og lengi og blés reykjarskýj- um í áttina að viftunni, sem sner- ist hægt og rólega í loftinu. Bond horfði á reykinn liðast að blöð- unum og þeytast út í buskann. — Hún sagði Kerim, að þessi aðdáun hennar á þér, hefði smám saman þróazt upp í ofnæmi á þann hátt, að hún þyldi ekki að sjá rússneska karlmenn. Smám saman varð þetta að andúð á stjórninni og sérstak- lega á því starfi, sem hún var að vinna, svo að segja á móti þér. Svo hún sótti um að vera flutt til útlanda, og þar sem tungumála- kunnátta hennar er mjög góð, — enska og franska — var henni f fyllingu tímans boðið að fara til Istanbul, ef hún vildi starfa þar hjá dulmálsdeildinni, sem þýddi launalækkun. í stuttu máli sagt, eftir sex mánaða þjálfun var hún send til Istanbul fyrir þremur vik- um. Þá þreifaði hún sig áfram, þar til hún náði í nafnið á okkar manni, Kerim. Hann hefur verið þarna svo lengi, að nú orðið vita allir í Tyrklandi hvað hann gerir. Hgnn lætur sig það engu varða, það beinir athygli fólksins frá sér- stökum mönnum, sem við sendum þangað endrum og eins. Það er ekkert verra að hafa þekktan mann á einhverjum af þessum stöðum. Og meira að segja hér myndi koma hópur manna og tala við okkur, ef menn vissu við hverja ætti að tala. —- Maðurinn sem starfar opin- berlega vinnur oft miklu betur en maðurinn, sem verður að eyða miklum tíma og mikilli fyrirhöfn í að dyljast, skaut Bond inn í. — Svo hún sendi Kerim snepil- inn. Nú vildi hún vita, hvort hann gæti hjálpað henni. M þagnaði og tottaði pípuna sína hugsi. — Auð- vitað brást Kerim fyrst við ná- kvæmlega eins og þú. Hann þreif- aði fyrir sér í leit að gildru, en hann gat ekki komið auga á það, hvaða akkur Rússunum væri í því að senda þessa stúlku yfir til okk- ar. Og meðan þessu fór fram, var ferjan stöðugt á leið upp Bospórus og fljótlega myndi hún snúa við og fara aftur til Istanbul. Og stúlk- an varð örvæntingarfyllri og ör- væntingarfyllri, eftir því sem Kerim reyndi meira til að rífa niður sögu hennar. En svo — augu M glitr- uðu mjúklega yfir borðið á Bond — svo kom rúsínan í pylsuendan- um. Bond sá glampann ( augum M. Hann þekkti vel þessi andartök, þegar köld, grá augu M sýndu æsing og græðgi. — Hún hafði eitt tromp enn á hendinni. Hún vissi að það var trompás. Hún sagði, að ef við vild- um taka við henni, ætlaði hún að koma með dulmálsvélina með sér. Það er glæný Spektorvél. Það er hlutur, sem við viidum gefa augu okkar fyrir að fá. — Drottinn minn, sagði Bond lágt og reyndi að gera sér grein fyrir gífurlegu verðmæti vélarinn- ar. Spektor! Vélin, sem gerði þeim kleift að ráða öll dulmálsskeyti Rússa, meira að segja mestu leynd- armálin. Að hafa slíka vél, jafn- vel þótt tapið uppgötvaðist undir eins og öllum dulmálslyklum yrði breytt, eða vélin jafnvel tekin úr notkun hvarvetna í heiminum, væri þetta gífurlegur sigur. Bond vissi ekki mikið um dulmálsfræði og í öryggisskyni, ef til kæmi að hann yrði einhverntíma yfirbugaður, vildi hann vita eins lítið og mögu- legt væri um leyndarmál hennar, en hann vissi að hjá leyniþjónustu Rússa yrði tap Spektorvélar talið meiri háttar hrakfall. Bond var ofurseldur. Hann treysti þegar í stað trú M á sögu stúlkunnar, hversu fáránleg sem hún kunni að vera. Ur því að Rússi vildi færa þeim þessa gjöf og taka þá hræðilegu ábyrgð á sig að flytja þeim hana í hendur, gat það aðeins þýtt örvæntingu — örvæntingarfulla ást — ef til vill. Hvort sem saga stúlkunnar var sönn eða ekki, var of mikið í húfi til að taka ekki þátt í spilinu. — Ertu með 007? sagði M lágt. Það var ekki erfitt að lesa hug Bonds af spenningnum ! augum hans. — Skilurðu, hvað ég er að fara? Bond hikaði: — En hún sagði ekki hvernig hún ætlaði að fara að því. — Ekki nákvæmlega, en Kerim segir að hún hafi verið alveg VIKAN 45. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.