Vikan

Útgáva

Vikan - 14.04.1965, Síða 18

Vikan - 14.04.1965, Síða 18
Villnjálmur Þ. Gfslason útvarpsstióri Ríkisútvarpið hefur spandérað í stærstu forstjóraskrifstofuna, af þeim sem við'sáum. Þar er töluverður íburður, en varla hægt með sanngirni að kalla það óhóf. Herbergið er að vísu stórt. Þar ber mest á skrifborði útvarps- stjóra, sem — eins og önnur húsgögn þar inni — er danskt í frönskum rokokko-stíl. Útskurður á borðinu er gulllitaður og það er allt hið skraut- legasta. Staðsetning borðsins í herberginu — eða salnum — er dálítið ein- kennileg, því dyrnar sem gestir koma að jafnaði inn um, eru að baki útvarpsstjóra þegar hann situr við borðið. Að vísu eru fleiri dyr á her- berginu, en sennilega minna notaðar. A gólfinu er teppi út í öll horn, símunstrað, blágrænt að lit, og erlend framleiðsla. Málverk eru á veggjum, en aðeins eitt þeirra íslenzkt: „Útvarpið" eftir Kjarval. Annarsstaðar í húsakynnum útvarpsins eru samt íslenzk málverk, þ.á.m. geysistórt málverk eftir Gunnlaug Blöndal í fundarsal, en innan- gengt er milli hans og skrifstofu útvarpsstjóra. Máverkið er úr landbúnað- inum og mest áberandi á því er kýr — næstum í fullri stærð. Útvarpsstjóri sagði — í gamni, auðvitað — að myndin væri til að „illústrera landbúnað- arþáttinn". Fyrir aftan skrifborð útvarpsstjóra er málverk eftir óþekktan erlendan málara, og greinilega frá Þingvöllum. tíWWWMWOjl ' <

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.