Vikan

Issue

Vikan - 14.04.1965, Page 28

Vikan - 14.04.1965, Page 28
íslenzkir uppfinninga- menn Framhald af bls. 11. að reyna vélina og þeir ætluðu að taka hana aftur, þá hætti hann að hlæja. Hann neitaði blákalt að skila vélinni. Sagði að hreinn ógerningur væri að vinna án hennar, — og við það situr enn. Síðan hefur vélin auðvitað ver- ið endurbætt á margan hátt, stækkuð á þennan vegin, minnk- uð á annan. Aflvélin færð til og afköstin aukin. í stuttu máli mætti e.t.v. lýsa vélinni svona: Eftir vélinni endilangri eru færibönd, sem taka síldina við annan enda vélarinnar. Færi- böndin eru í laginu eins og staf- urinn „V“ — en botninn vantar þó í stafinn. Þar sem síldin kemur í vélina, er V-ið nokkuð þröngt, þannig að ekkert getur dottið niður ann- að en rusl og smádrasl. Síðan víkkar á milli færibandanna, þannig að V ið glennist út og gat- ið í botninum stækkar. Þá fara að detta niður þær síldarnar, sem grennstar eru og um leið verðminnstar. Þær feitustu detta ekki niður fyrr en alveg við hinn enda færibandsins ,eða fara jafn- vel alla leið út úr vélinni án þess að detta niður um V-ið. Það eru gæðaflokkarnir. Vélin flokkar því síldina eft- ir þykkt, og það hefur komið í Ijós að sú flokkun er eðlilegust og öruggust. Þessar vélar eru framleiddar með tveim eða þrem færibönd- um, allt eftir því hve mikil af- köst maður vill hafa, og það hef- ur sannazt við tilraunir að hægt er að flokka með öryggi allt að 200 tunnum síldar á hverjum klukkutíma — í tvo, þrjá eða fjóra gæðaflokka. Nú er svo komið að erlendir síldarkaupendur eru farnir að neita að kaupa síld, nema þeir viti að hún sé flokkuð í þessari vél. íslenzkar lánastofnanir við- urkenna hana og aðstoða við kaup á henni með lánum, en hún kostar 138 þúsund krónur. Stálvinnslan hefur sótt um einkaleyfi á vélinni, og fram- leiðslurétt fyrir Evrópu — að ís- landi undanteknu — hafa þeir félagar þegar selt erlendu fyrir- tæki, og vita til þess að hún hef- ur þegar verið seld víða um lönd. Sjálfir segja þeir: „Þetta er vafalaust mesta bylting í síld- ariðnaðinum síðustu 100 árin — eða svo. Þorshausingarvél. Við íslandsstrendur eru veidd- ar á ári hverju nokkrar billjón- ir þroska. Og allar þessar billjón- ir þorskeinstaklinga þarf að af- hausa, til að framleiða seljan- lega vöru. Hér áður fyrr — og jafnvel enn — voru „hausarar“ eftirsótt- ir menn, en þeir höfðu aflað sér sérstakrar kunnáttu og æfingar í að afhausa þorska í höndunum. Við þetta eru sérstök handbrögð og duglegir hausarar þurfa að vera sérlega lagnir og hafa jafn- framt töluverða krafta í köggl- unum. Þeir taka hvern einstakan þorsk með sérstöku handbragði, skera með hárbeittum hníf fram- an á „hálsinn“, en varast að skera of langt. Síðan færa þeir þorsk- inn á borðbrúnina þannig að hausinn standi út af og brjóta í sundur hrygginn. Síðan rífa þeir hausinn af. Skera ekki, — til þess að þykkildið á hnakkanum rifni af hausnum og fylgi fisk- inum. Sagt er að duglegir hausarar geti hausað 3-5 fiska á mínútu í stuttan tíma í senn, og sögur ganga um nokkra, sem komust allt upp í 10 á mínútu. En nú hefur Haraldur fundið upp hausunarvél, sem afhausar 32 þorska á hverri mínútu, og til að stjórna henni þarf aðeins einn kvenmann. En að sjálfsögðu þarf fiskurinn að koma á færi- bandi að vélinni. Stúlkan þarf ekki að vera komin yfir fermingu frekar en vill, því hennar einasta hlutverk er að færa hvern þorsk til um nokkra sentimetra og stilla honum upp í vélina, sem tekur aðeins eina til tvær sekúndur. Síðan tekur vélin við þorskinum og skilar honum aftur eftir augnablik, afhausuðum eins vel og verður á kosið — með hnakk- rifinn hausinn á einum stað, en fiskinn annarsstaðar. Þannig hefst það með vélinni, sem menn telja nauðsynlegt, að hausinn sé rifinn af síðast. Auðvitað eru þeir Haraldur og Gísli hrifnir af vélinni -— og mega vera það, því hún er ein- föld og traustvekjandi, svo ekki sé meira sagt. Það hefur verið venja þeirra núna um langan tíma, að koma við hjá einhverjum fisksala á morgnana um leið og þeir fara í vinnuna, og kaupa nokkra stóra þorska, með haus. Síðan setja þeir vélina í gang og láta hana afhausa innkaupin. Einhverju sinni tóku þeir svo fiskana og hausana, eftir að þeir höfðu ver- ið aðskildir í vélinni, fóru með það í fiskvinnslustöð hérna í bænum, og þá vildi svo til að fiskmatsmaður var þar staddur. Nú sýndu þeir hausana sína, sögðust hafa sett þetta í vélina, og spurðu hvemig þeim litist á árangurinn. „Til að byrja með“, sagði fisk- matsmaðurinn „þá er tilgangs- laust fyrir ykkur að segja mér að þetta hafi verið gert í vél. Það er enginn vél til, sem af- hausar svona vel, og segið mér engar gróusögur. í öðru lagi“, hélt hann áfram „ þá veit ég ekki að hausað sé svona vel hjá okkur.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.