Vikan

Tölublað

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 2
SAMVINNUTRYGGIIXGAR Ármúla 3 — Sími 38500. í FIILLRI flLVÖRU Hefur hver sín eigin lög? Margir kunna vel að fara með sitt, en þegar sameiginleg eign okkar allra er annarsvegar, þá • ríkir allt annað viðhorf. Ekkert er mönnum eins óviðkomandi og þær eignir, sem ríkisvaldið hefur komið á fót í nafni landsmanna og í þeirra þágu. Þá þykjast menn þess umkomnir að setja sín eig- in lög og reglur, þegar til notk- unar kemur á þessum eignum. Fyrir bragðið verða svo þeir og aðrir að svara út hærri sköttum en ella og taka á sig óþægindi, þegar það bilar sem misboðið er. Ég á hér einkum við vegina. Það hefur nýlega verið gert að umtalsefni, að eigendur vöru- flutningabíla telja sig ekki bundna af þeim reglum, sem vegamálastjóri hefur sett um há- marksöxulþunga á ýmsum veg- um. Þeir gera það sem þeim sjálf- um sýnist og afleiðingarnar eru hverju mannsbarni augljósar: vegirnir eru sundurristir af þess- um alltof mikla þunga, moldin sem víða er í undirlaginu er kom- in uppúr ofaníburðinum. Sjálfir böðlast afbrotamennirnir yfir hvörfin eftir að vegirnir eru orðnir ófærir smærri bílum. Víða er öxulþunginn miðaður við 6 tonn, en reynslan sýnir, að hann er oft 8 tonn og margir leggja allt að 12 tonn á öxul. Það er meiri þungi er yfirvöld þýzku hraðbrautanna leyfa, eftir því sem Snæbjörn Jónsson hjá Vega- málaskrifstofunni upplýsti, en þýzku hraðbrautirnar eru viður- kenndar sem einhverjir beztu vegir í heminum. íslenzku veg- unum er oft ýtt upp úr mold eða þá að skurðruðningur í mýri myndar undirlagið og þar ofaná er tiltölulega þunnt malarlag. Það þolir engan veginn þennan gífurlega þunga og þjappast fljót- lega niður í undirlagið í vorleys- ingum, þegar ofhlaðnir vörubíl- ar rista forina oft á dag. Enginn er svo heimskur, að hann sjái þetta ekki sjálfur, en samt eru margir — og sumt að því er virðist sómakærir menn — meðal okkar, sem finnst sjálfsagt að valda grófum skemmdum á al- menningseign, vegna þess að það er fjárhagslega hagstætt fyrir þá sjálfa. En til þess höfum við yfirvöld að sjá svo um, að lögum og regl- um sé fylgt og það er deginum ljósara, að hér verður að koma til eftirlit. Það er svo mikilsvert, að okkar lélegu vegum sé ekki ofboðið á þennan hátt, að söku- dólgana ætti að beita háum fjár- sektum. GS.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.