Vikan

Tölublað

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 43

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 43
 pessi snjor | anclastav&l Sílver I G-ílletfce^J íííSfí:; imrnm ' , J+’.'' <- , \ '' s , Sííi-íiííSiíf iilil llllll |||i| IIIIlIilS lÉIÉpil lliliii Bond sagði: — Hvern skrattann er hann með um háisinn. — Hafið þér aldrei séð þetta? Du Pont varð undrandi. — Þetta er tæki, sem hiálpar manni til að verða brúnn. Gljáfægt tin. Endurvarpar sólinni aftur fyrir eyrun og undir hökuna — á þá líkamshluta, sem sólin nær venjulega ekki til. Ja, hérna, sagði Bond. Þegar þeir áttu skammt eftir að Goldfinger, kallaði Du Pont glað- lega, en allt of hátt af dómi Bonds: — Halló! Goldfinger bærði ekki á sér. Du Pont sagði í venjulegri tón- hæð: — Hann er mjög heyrnardauf- ur. Þeir voru nú komnir að fótum hans. Du Pont endurtók kveðju sína. Goldfinger settist upp með rykk. Hann tók af sér dökk sólgleraugun. — Nei, halló! Hann losaði vængina af hálsi sér, lagði þá varlega til hliðar og reis þunglamalega á fæt- ur. Hann leit á Bond með hægum, spyrjandi augum. — Mig langar til að kynna fyrir yður, herra Bond. James Bond, vin- ur minn frá New York. Landi yðar. Kom hingað til að reyna að prakka upp á mig einhverjum viðskiptum. Goldfinger rétti fram höndina. — Anægja að kynnast yður, herra Bond. Bond tók í höndina. Hún var hörð og þurr. Það var snöggur þrýst- ingur og síðan var höndin horfin. Eitt andartak galopnuðust föl, him- inblá augu Goldfingers og mændu á Bond. Þau störðu beint í gegnum augu hans og aftur í hauskúpuna. Svo sigu augnalokin, hlerarnir lok- uðust fyrir röntgengeislana og Gold- finger tók átekna filmu og kom henni fyrir á sínum stað í heila sér. — Svo við spilum ekki I dag. Röddin var flöt og litlaus. Þetta var fremur staðhæfing er spurning. — Hvað eigið þér við^ ekkert spilað? hrópaði Du Pont stórkalla- lega. — Datt yður í hug að ég léti yður komast undan með peningana mína? Ég verð að fá þá aftur eða ég get ekki yfirgefið þetta fjandans hótel. Du Pont flissaði ríkmannlega. — Ég skal segja Sam að ganga frá borðinu. Hann James hérna segist ekki hafa mikið vit á spilamennsku og hann langar til að læra Canasta. Ekki rétt, James? Hann snéri sér að Bond. — Þú ert viss um að það fari vel um þig og blaðið þitt ( sólskininu? — Mér þætti gott að fá hvíldina, sagði Bond. — Ég hef ferðazt of mikið. Aftur boruðu augun sig inn í höfuð Bond, áður en augnalokin sigu. — Það er bezt ég fari í ein- hver föt. Ég hefði áætlað að taka golftíma eftir hádegið hjá Armour á Boca Raton. En spilin ganga fyrir öðru í frístundum mínum. Augu hans hvfldu í spurn á Bond: — Leik- ið þér golf, herra Bond? Bond hækkaði röddina. — Endr- um og eins þegar ég er í Englandi. _ Og hvar spilið þér? — Huntercombe. — Æ, já, þar er skemmtileg smá- braut. Ég er nýgengin í Royal St. Marks. Þekkið þér þann völl? — Ég hef leikið þar. — Hvar eruð þér veikastur fyrir? — Níu. — Það var tilviljun. Það sama er að segja um mig. Við verðum að spila golf einhverntíman. Goldfing- er beygði sig niður og tók upp tin- vængina sína. Hann sagði við Du Pont. — Ég verð kominn aftur eftir fimm mfnútur. Svo gekk hann hægt að stað í áttina að stiganum. Bond skemmti sér vel. Goldfinger hafði þefað af honum með ná- kvæmlega hinu rétta látbragði fyr- irmannains. Hann lét sig einu gilda hvort Bond væri dauður eða lif- andi, en úr því að hann var þarna og á lífi var eins gott að finna hon- um einhvern stað í hugarregistrinu. Du Pont snéri sér að þjóni í hvítum slopp og gaf honum fyrir- mæli. Tveir aðrir voru þegar teknir við að setja upp spilaborðið. Bond gekk út að brjóstvörninni umhverf- is þakið og leit niður í garðinn um leið og hann hugsaði um Gold- finger. Hann hafði orðið fyrir áhrifum. Goldfinger var einhver afslappað- ast maður, sem Bond hafði nokkurn tíma hitt. Það kom fram í rólegum hreyfingum hans, í máli hans, ( andlitssvip hans. Goldfinger eyddi engri áreynzlu til einskis, en samt var eitthvað spennt, þvingað, í ó- umbreytanleik mannsins. Þegar hann reis fyrst á fætur hafði því lostið niður í Bond, að öll hlutföll væru úr lagi færð. Gold- I L.V E R lle**e Silver Gillette-þægilegur rekstur með rakblaði, sem endist og endist VIKAN 16. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.