Vikan

Tölublað

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 12
Ég var að hamast við að lagfæra glugga, bæta rúðuna með glærum plastbút, sem ég þurfti að halda föstum með báðum höndum, og reyndi að rífa límband til að festa hann með tönnunum. Þetta var ekki svo einfalt og ég var að því komin að gefast upp. Ef satt skal segja var ég hrein- lega að gefast upp við öll þessi viðgerðar- störf. Það þarf að minnsta kosti þrjár hendur til að framkvæma flest þeirra. Þegar dyrabjallan hringdi brá mér svo við að ég missti plastbútinn, sem rúllað- ist upp á gólfinu og límbandið lagðist ástúðlega að öllu nálægu, sérstaklega sjálfri mér. — Ó, fari þetta allt til fjandans, stundi ég, og reyndi að slíta af mér límbandið, meðan ég hljóp til dyra. Ég var fegin öllum tilbreytingum, því að gestagangur hafði ekki beinlínis þjak- að mig, síðan ég flutti hingað út í sveit- ina. Maðurinn minn er leikari við sjónvarp- ið, ágætur leikari. Fyrir um það bil níu mánuðum vorum við í geysimiklu sam- kvæmi, sem stóð fram undir morgun. Morguninn eftir reis Crispin, það er mað- urinn minn, upp og sagði að nú væri ekki um annað að gera en að koma sér burt frá þessu samkvæmislífi, annars mundum við enda á vitlausraspítala. Sveitalífið, dásamlegur ilmur af nýplægðri mold, kyrrðin, — allt yrði þetta eins og smyrsl á gatslitnar taugar okkar. Volg nýmjólk í staðinn fyrir allt þetta gin, sem við vorum stöðugt að sulla í okkur. Ég benti honum á að það fengist ágætis mjólk í London og að öllum líkindum stæði flaska full af þeim heilsuvökva við dyrnar. Hann hrist höfuðið. — Það er ekki það sem ég meina, ég vil fá nýmjólk í brúsa, skilurðu? Ég sagði að ég hefði heyrt því fleygt að sveitalífið væri orðið töluvert breytt í seinni tíð. — Þetta eru bara timburmenn- irnir sem plága þig núna. Ég helli upp á könnuna, þú verður strax skárri þegar þú ert búinn að drekka kaffi... Þótt undarlegt megi virðast skifti hann ekki um skoðun, og það endaði með því að við keyptum gamlan bóndabæ, sem hafði verið lagfærður á nýtízkulegan hátt. Við breyttum þessu öllu, rifum niður allar nýjar innréttingar. í ljós komu reyksvart- ir bjálkar, steingólf og arinn, svo stór að það var hægt að brenna í honum heilum trjám. En þetta var um sumar og við tókum ekkert eftir því að það var dálítið vindasamt inni. Crispin var ósköp lítið í sveitinni, en hann talaði um það sí og æ, hvað þetta dásamlega loft hefði góð áhrif á sig og að hann væri orðinn nýr og betri maður. — Kunningjarnir í borginni vita ekki hvað þeir fara á mis við margt, sagði hann einn sunnudaginn. Hann stóð skyrtu- laus við gluggann og gerði öndunaræfing- ar, og það var satt, hann leit eiginlega andstyggilega vel út. — Hugsaðu þér þessa vesalinga í litlu íbúðunum, sem liggja næstum hver ofan á öðrum, við að lesa sunnudagsblöðin. Ég hugsaði með söknuði til sunnudags- blaðanna, sem komu eldsnemma í blaða- rifuna. Ef við vildum fá þau hér urðum við að fara þriggja kílómetra leið, til að ná í þau. — Ég held að við ættum að fara að EN, DROTTINN MINN, HVE MÉR HAFÐI SKJÁTLAZT! AUGU HANS VORU GLETTINN AF NIÐUR- BÆLDUM HLÁTRI, ÉG SÁ ÞARNA ALVEG NÝJA MANNTEGUND OG ALLS EKKI SVO HÆTTULAUSA. HANN HALLAÐI SÉR FRAM. - BLESSUÐ LITLA STÚLKAN, SAGÐI HANN BROSANDI, - HEFURÐU EKKI TEKIÐ EFTIR ÞVÍ SEM ALLTAF ER AÐ SKE, HÉR ÚTI í SVEITINNI. ÞAÐ ER HÉRNA SEM ÞETTA BYRJAR ALLT SAMAN, - ÞÚ VEIZT, GAMLA SAGAN UM BLÖMIN, FUGLANA OG BÝFLUGURNAR ... bjóða kunningjunum heim, sagði Crispin, — og lofa þeim að njóta sveitaloftsins einn dag. Finnst þér það ekki? — Auðvitað. En þú verður bara að passa að það beri ekki upp á sama dag og nábúinn dreifir áburði hér í kring. Það gæti verið að þeim þætti ekki góð lyktin af honum. Sannleikurinn var sá að ég hafði mínar eigin á- kveðnu skoðanir um sveitasæluna. í fyrsta lagi var ég fædd og uppalin í borginni. Ég elska búðirnar og ljósaskiltin, og fannst það draumur að geta skroppið í bíó hinum megin við hornið. í öðru lagi varð ég að hætta á framabrautinni sem sjónvarpsstjarna. Mér finnst að minnsta kosti gaman að hugsa til þess að ég hafi haft möguleika til að verða góð leikkona. Hvað gerði ég hér þess í stað. Hugsaði um kálgarðinn... En Crispin var alltaf jafnhrifinn, jafnvel eftir að hauststormarnir fóru að feykja laufinu af trjánum. Og þá kom líka í ljós að fallegu gömlu hurðirnar og gluggarnir náðu ekki alveg út í fallegu gömlu karm- ana. Ég er ekkert sérstaklega lagin, en Crispin nennir ekki einu sinni að reyna. — Náðu í smið, er það eina sem hann leggur til málanna. — Til að þétta nokkrar rifur? Það fæst enginn til þess, þeir eru svo uppteknir. — Reyndu þá að gera það sjálf, elskan, áður en við frjósum í hel. Þú veizt hve klaufskur ég er, ég þekki ekki einu sinni í sundur nagla og skrúfu. Hann kyssti mig lauslega og leit á klukkuna. — Ég verð að hlaupa. Það er æfing klukkan tíu. Húrra, fyrir þessu einfalda, unaðslega sveitalífi, hugsaði ég ergileg. Það var auðvitað ágætt fyrir þá sem gátu hlaupið burt frá erfiðleikunum. Ég varð að bjarga mér eftir beztu getu, svo að ég mældi gluggann sem mest blés inn um, fór í síðbuxur og peysu og hjólaði til þorpsins til að kaupa plastik- rúllu. Crispin hafði auðvitað bílinn. Þegar ég var komin langleiðina heim, mundi ég eftir límbandinu, 22 VIKAN 16. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.