Vikan

Tölublað

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 21

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 21
Bi*yrði<6if&ir Jdhannes- son leikari Fyrst mundi ég öldungis ekki eftir neinum slíkum fyrirburfSi, en þegar ég hugsaði mig betur um, laust allt í einu niður i huga minn draumi, sem mig dreymdi hvað eftir annað upp undir heilt ár, þegar ég var eitthvað um 12 ára. Þetta var farið að fara svo á sálina á mér að ég var farinn að kvíða fyrir þvi að sofna og lá stundum and- vaka fram eftir nóttum. Mig dreymdi, að ég væri á harðahlaupum, á flótta undan kerlingarvargi, sem var einna líkastur Grýlu, eins og sögurnar sögðu að hún væri. En sem betur fór slapp ég alltaf — þótt með naumindum væri. Ég hefi 'aldrei getað skýrt þennan síendurtekna draum, en mér hefur oft komið hann í hug á efri árum. Það væri þá helzt að hann hefði táknað erfiðleik- ana í lífinu, en undan þeim hef ég sloppið blessunarlega vel; — þótt með naumindum væri. Aron Guðbrands- son kauphallapstjóri Þessari spurningu get ég sann- arlega svarað játandi. Sumir menn eru þannig gerð- ir, að þeir viðurkenna ekki ann- að en það, sem þeir geta þreifað á. Það sem stendur fyrir utan hið venjulega skinsvið mannsins er þeim liégómamál og telst til hugaróra sálsjúkra manna. Þó er líka mjög margt fólk, sem af eigin reynslu og annarra, litur svo á að heimurinn sé ekki allur þar, sem hann er séður. Ég er í hópi hinna síðar- nefndu, og þar byggi ég á eigin reynslu, sem ég liefi þó ekkert gert til að glæða eða halda við. Ég ætla að segja ykkur frá tveimur atvikum af mörgum, sem fyrir mig hafa borið, annað i vöku og hitt i svefni. Um tutt- ugyu ár eru liðin, siðan þau bæði gerðust. Góðveðursmorgun seinni hluta vetrar, sátum við félagarn- ir, Stefán heitinn Bjarnason frá Galtafelli og ég, á skrifstofu fyr- irtækis okkar, Kauphöllinni, sem þá var til húsa i Hafnar- stræti nr. 23. Skrifstofan var í kvisther- bergjum á annarri hæð, og sneru gluggarnir út að Lækjartorgi. Útidyrnar sneru eins og var gengið upp stiga á aðra hæð hússins. Allt í einu var barið að dyrum og ég sagði, kom inn. Inn um dyrnar kom ungur maður, ég bauð honum sæti og innti hann eftir erindi. Hann sagðist þurfa að fá lánaðar tuttugu þúsund krónur og bað okkur um lið- sinni. Mér hefur fundizt það meðfæddur eiginleiki minn, að vera mjög fljótur að átta mig á fólki við það, að sjá það og heyra það tala. Ég spurði mann- inn, sem ég þekkti ekkert, til hvers hann ætlaði að nota þetta fé. Hann sagðist ætla að kaupa fyrir það bifreið, því hann hefði bílaakstur að atvinnu. Það var eins og því væri hvísl- að að mér, að fyrir þennan mann ætti ég ekkert að gera. Þess vegna sagði ég manninum, að því miður gæti ég ekki orð- ið honum að liði. Hann stóð upp, kvaddi og fór. Um einni klukkustund síðar, hringdi siminn, sem oftar, og var þar kominn eldri maður, sem við höfðum alla fjárgæzlu fyrir. Hann sagði: — Það kom áðan til þín ung- ur maður og bað ykkur um tuttugu þúsund króna lán, og þú sagðir nei. Mundi það nokkru breyta, ef ég ábyrgðist þetta lán? Framhald á bls. 34. Myndina tók Halldór Sigurjóns- son, er Guðmundur fann drek- ann. Hann er í miðið og heldur á drekanum ásamt Magnúsi Guð- mundssyni, en Þorvaldur Hann- esson stendur hjá. O •ý: <:;<;< : , iSSSIIÍ mmm Guðmundur Jónasson blfpeiðapstjópí Ég verð lítið var við þá hluti, sem yfirnáttúrlegir geta talizt eða óskýranlegir, og hef lengst af haldið, að slíkir fyrirburðir mynduðust af sérstöku taugaá- standi þeirra, sem fyrir þeim hafa orðið. Þó hef ég einu sinni eða tvisvar komið á miðilsfundi og heyrt miðilinn lýsa því, sem hann gat ekki með nokkru móti þekkt. Og frá tvennu get ég sagt, sem ég get ekki útskýrt, og gerð- ist annað í vöku, liitt i svefni: Það mun hafa verið 16. mai 1952, að bandarískrar flugvélar var saknað. Fljótlega spurðist, að til hennar hefði heyrzt af bæjum undir Eyjafjöllum, og þangað austur var stefnt Flug- björgunarsveitarmönnum og sjálfboðaliðum til leitar. Þoka var á jöklinum er vélin fórst, vindur suðlægur og skyggni mjög slæmt. Kvöldið eftir vorum við nokk- uð margir saman komnir að Stóru-Mörk og var þar töluverð- ur viðbúnaður. Ég var þarna aðeins sem bílstjóri en langaði' til að verða til hjálpar eins og aðrir og gekk á heimamenn með lýsingar á þvi, þegar síðast heyrðist til vélarinnar, og einn þeirra var alveg viss i sinni sök, hann hafði verið að gefa í fjárhúsunum þegar hann heyrði til vélarinnar og hann fór út, og þá stefndi vélin svona, sem hann tiltók. Og ég tók kort- ið og tók stefnuna, og var al- veg viss um það með sjálfum mér, að vélin hefði stefnt á liá- jökulinn, og þar lægi hún. Dag- inn eftir æsti ég svo þrjá menn í að fara inn Markarfljótsaura, því ég taldi styttra að komast upp, ef við kæmumst upp klett- ana við Askstaðaár, sem og var. Við fundum þarna sæmilega leið, en veðrið var mjög slæmt, slag- veðurs rigning, hreint illviðri. Við vorum sæmilega varðir, en urðum gegndrepa fyrir því. Eft- ir að hafa verið svo sem fimm klukkutíma á ferðinni, vorum við farnir að lýjast og ákváðum að snúa við. Þegar við fórum upp gengum við meðfram svokölluðum Skerj- um, og var hóll milli okkar og Skerjaendans. í bakaleið bar okkur mjög svipað að, vestan við hólinn, en þegar við komum Framhald á bls. 27. VIKAN 16. tbl. 2\

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.