Vikan

Tölublað

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 22

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 22
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson Framhald af bls. 19. Málarans, er hann slípaður og því stórhættulegur í bleytu. Ég gætti mín því vel, þegar ég fór inn um dyrnar. Ekki gátum við lokið erindi okkar i þessari verzlun, og ákváðum því að leita víðar. Kona min ætlaði að skreppa i verzlun J. Þorláksson- ar & Norðmanns á næsta götu- horni, en ég ætlaði að setjast inn i bílinn minn, sem stóð við stöðumæli efst i Bankastræti eða skammt frá dyrum Málarans. Kona min fór þvi af pallinum út í Ingólfsstræti, en ég ætlaði af honum i Bankastræti. Ég fór mjög hægt og gætilega, en það dugði ekki. Skyndilega missti ég fótanna og lá endilangur á steinpallinum. Ekki fannst mér, að ég hefði meitt mig, en vinstri fótur minn virtist mér liggja eitthvað ólánlega og um leið varð mér ljóst að hann var brot- inn um lærið. Ég kallaði á konu m,ina og bað hana um að fara inn í búðina og hringja á sjúkra. bíl. Hún gerði það. Ég var síð- an fluttur i slysavarðstofuna og þaðan í Landakotsspítalann, en þar tók dr. Bjarni Jónsson við mér, stakk mig nokkrum sinnum og sprautaði í mig deyfilyfjum, rak tein gegnum hnéð á mér, batt snærum i hann, setti fót- inn í stellingar og „strekk“ og svo var ég fluttur í fjölbýlisstofu eins og ég hafði beðið um. Segja má, að ég hafi verið negldur niður í rúmið. Ég mátti mig ekki hræra, því að lærbrot- ið varð að gróa rétt, ég gat að- eins hreyft höfuð og hendur. Ég gætti allra reglna og fann ekkert til fyrstu dagana, en þeg- ar frá leið fór ég að fá kvalir í bakið og brátt urðu þær næst- um óþolandi. Ég er engin kveif, þó að ég segi sjálfur frá, en þess. ar kvalir í bakinu urðu mér erf- iðar. Ég kvartaði við lækni minn, en hann gaf mér pillur. Hins vegar vildi ég alls ekki eiturlyf, morfín eða slíkt. Ég vonaði að kvalirnar myndu dofna þegar frá liði. Kona mín vissi um þessa vanlíðan mína. Margir fylgdust með mér eft- ir slysið og hringdi fjöldi manna daglega heim til mín. Meðal þeirra, sem hringdu var vinkona — Ef þér eigið Ijósmynd, stækkum v!5 hana og litum. 18x24 kosta 90 kr. ísl. Stækkun án lit- unar kostar 45 kr. Vlnsamlegast sendið mynd eða filmu og geflð upp lití. Skriflð hclzt á dönsku. FOTO-KOLORERING. Dantes Plads 4, Köbenhavn V. V______________________y mín ein, sem er þjóðkunn. Kona min sagði henni frá bakkvölun- um, og þá sagði konan: „Það þarf að hjálpa honum." Sá dagur leið og nóttin og dagurinn. Ég sofnaði um kvöldið við miklar sífelldar kvalir. Þá var kl. 11. Mér finnst að mig hafi dreymt eftirfarandi — og þó er mér alls ekki ljóst hvort ég var sofandi eða milli svefns og vöku: Ég þóttist liggja í rúminu, í stofunni, með „strekkinn“ á rúmgaflinum til fóta, og stofu- félagar mínir allir sofandi. Allt í einu opnaðist hurðin og inn gekk hópur af fólki. Allt var það hvítklætt eins og hjúkrunarfólk. Þarna voru ungir piltar og ungar stúlkur, en fremstur gekk hávaxinn, bjartleitur maður og þótti mér liann vera aðallækn- irinn. Hann var með gleraugu. Fólkið gekk hiklaust að rúminu minu. Læknirinn gekk að vinstri hlið minni, en hitt fólkið skip- aði sér meðfram þeirri hlið, fyrir fótagaflinn og meðfram hægri hlið minni allt að höfða- laginu. „„Hérna er hann,“ sagði lækn- irinn allt í einu, og þá brostu allir eða lilóu, og það var eins og ég yrði var við hlýju eða góð- vild í hlátrinuni og þó nokkuð gaman. „Er ekki sjálfsagt að gera það fyrir hann,“ ságði læknirinn brosandi og öll kinkuðu þau kolli, einnig brosandi. Læknirinn bar þá hægri hend- ina að vinstri öxl minni, fletti frá mér skyrtunni, tók við baðm- ullarhnoðra og drap honum á öxlina og nuddaði svolítinn blett, siðan fór hann í brjóstvasa, að því er mér virtist innanundir sloppnum, og kom með einhvers- konar áhald í hendinni. Það var einna líkast mjóum hníf eða dolk, sem geymist í sliðrum og er opnaður með því að þrýsta á fjöður. Hann virtist þrýsta á einhverja fjöður því að út úr öðrum enda áhaldsins spratt mjög löng nál. Hann studdi nú fingrum annarrar handar á öxl- ina á mér, en rak nálina inn i öxlina og alla leið inn í hjarta — og finn ég enn hvernig nál- in skreið i holdi minu og þó fann ég ekki til sársauka. Ég hugsaði: Hvað er hann að gera? Það er ekkert að mér í hjartanu. Hvaða vitleysa er þetta? Það getur ekki verið að dr. Bjarni hafi fyrirskipað þetta. Þegar læknirinn hafði fram- kvæmt þessa aðgerð, drap hann baðmullarhnoðra aftur á öxlina, dró að mér skyrtuna og klappaði svo léttilega á ennið á mér, sneri við og gekk út með hala- rófuna á eftir sér — og öll voru þau brosandi og glöð í sinni. Um morguninn var ég miklu betri i bakinu. Um daginn hringdi konan til konu minnar og spurði hvort hún hefði frétt af mér og sagði hún, að ég væri orðinn betri. Um kvöldið fann ég ekki til í bakinu. Og næsta dag hringdi konan en og fékk þær fréttir að ég væri orðinn góður. „Það er gott,“ svaraði konan, „ég vonaði það að minnsta kosti.“ V.S.V. Leifur V. Ingimarsson Framhald af bls. 19. því af eigin raun, sem gerist á miðilsfundum. Reyndi ég að ná sambandi við Hafstein til að fá samþykki hans fyrir að sitja fundinn í hins stað, en tókst aldrei að hafa upp á honum. Var ég svo mættur i stofu Haf- steins á tilsettum tíma án þess að hafa nokkru sinni nefnt nafn mitt og auk þess þekkti ég Haf- stein ekkert og hafði aldrei tal- að við hann né hitt fólkið, er sat fundinn, en það voru 4 kon- ur. Til að stytta langt mál er skemmst frá þvi að segja að fólk það, látið, er miðillinn taldi upp fyrir mér, kannaðist ég allt við. Voru það allt látin skyld- menni og kunningjar með per- sónuleg skilaboð og kveðjur, og lýsti gjarnan sérkennum hvers og eins ásamt því umhverfi' og aðstæðum, er þau bjuggu við á jarðvistardögum sínum. En nú er bezt að víkja að atburðinum sjálfum, sem ég ætlaði raunar að segja frá. Til mín kom á fundinn maður í gegnum miðilinn, sem kveðst heita Gísli Sigurðsson og vera frá Víðivöllum í Skagafirði. Fylgdi með glögg lýsing á út- liti hans og þekkti ég Gísla vel i lifanda lifi, en hann var gift- ur ömmusystur minni, og lézt hann á heimili sínu 9 árum fyrr, og bar dauða hans mjög brátt að. Kona hans, Helga Sigtryggs- dóttir frá Framnesi í Skagafirði, lifði mann sinn, og lifir hún enn, en um þetta leyti bjó hún í Hveragerði. Gísli ræddi við mig stutta stund, en bað mig siðan að skila kærri kveðju til Helgu, konu sinnar, sem ég lofaði honum að koma til skila. Frá fundinum er ekki fleira, er ég mun hér frá segja, en ég varð síður en svo fyrir vonbrigðum með hann. Hugðist ég nú skila lcveðjunni til Helgu, og velti því fyrir mér með hverjum hætti ég gæti kom- ið þvi við. Datt mér í liug að senda henni bréf, því ég vissi að það myndi gleðja hana, en allt dróst á langinn hjá mér og liðu nú nokkrar vikur án þess að ég skilaði kveðjunni. Svo var það um mánaðarmótin nóv- ember-desember að ég þurfti að fara austur fyrir fjall, vegna starfs mins. Ég ætlaði að leggja af slað kl. 5 á mánudagsmorgni, aka austur í Vik og koma siðan við á öðrum stöðum í bakaleið, og taldi ég mig með því geta lokið ferðinni á einum degi. En á sunnudagskvöld skipti ég um skoðun og ákvað að fara úr bænum kl. 8 morguninn eftir og byrja í Hveragerði, og gerði ég það. Klukkan 8.45 var ég svo kominn til Hveragerðis, og var þá þegar búið að opna þar verzlanir, svo mér var ekkert að vanbúnaði að hefja starf mitt. En af einhverjum ástæðum fannst mér ég verða að fara fyrst til Helgu frænku minnar undireins til að skila kveðjunni, þótt að sjálfsögðu hefði það verið skynsamlegra að koma til hennar í bakaleið síðar um dag- inn eða a. m. k. ekki fyrr en öðrum erindum væri lokið í Hveragerði, þar eð ég mátti bú- ast við að þurfa að gera henni rúmrusk svo árla morguns. En þrátt fyrir það hélt ég liiklaust til húss þess, er hún bjó í. Sá ég tjöld dregin fyrir glugga og drap hendi á svefnherbergis- glugga hennar. Eftir nokkra stund opnaði hún fyrir mér og hafði ég vakið liana. Skilaði ég kveðjunni til hennar frá Gísla, og þótti henni vænt um. Bauð hún mér kaffi, en ég kvaðst vcra á hraðri ferð og afþakkaði það. Kvöddumst við svo með virkt- um, og mun ég hafa staðið við hjá henni á að gizka um 15 mín- útur. Hélt ég svo ferð minni á- fram og kom til Reykjavíkur um kvöldið. Um það bil viku seinn kom Helga til Reykjavíkur og heim- sótti mig. Þalckaði hún mér kær- lega fyrir síðast og sagði mér að sér hefði þótt heimsókn mín til sín ekki lítið merkileg — eftir að ég fór. Og þegar ég spurði hana með hverjum hætti það mætti vera, sagði liún mér það, að hún liefði ekki áttað sig á þvi fyrr en rétt um það bil er hún sá bilinn minn liverfa fyrir næstu beygju á veginum, að á þessum degi fyrir 9 árum síðan lézt Gísli, maður hennar, norður á Víðivöllum. Og er hún leit á klukkuna, varð hún ekki minna undrandi, er liún minnt- ist þess, að ég liafði komið til hennar með kveðjuna nákvæm- lega á sömu stundu og gamli maðurinn fékk slag úti i fjár- húsum á Víðivöllum þennan dag, — og farið frá hcnni á þeirri stundu, er hann lézt inni í Víðivallabæ, um það bil 15 mínútum seinna. Ekki get ég neitað því, að mér þótti atvik þetta allundarlegt og athyglisvert, og víst er, að kveðjan varð Hclgu enn kær- komnari fyrir þetta, en annars hefði e. t. v. orðið. Leifur Ingimarsson. 22 VIKAN 16. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.