Vikan

Tölublað

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 39

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 39
Toni gefur fjölbreytileika Sama stúlkan. Sama permanentið. ólíkt útlit TONI lífgar og gerir hár yðar meðfærilegt. Gerir yður kleift að leggja og greiða hár yðar hvernig sem þér óskið. Heldur lagningunni. Sama permanentið heldur hvaða lagningu sem er. Hér eru þrjár óhkar hárgreiðslur, sem eru grundvallaðar á einu Toni. En þér getið greitt yður á tugi mismunandi vegu. Um Toni — Aðeins Toni hefur tilbúinn bindivökva. Engin fyrirhöfn. Tilbúið til notkunar í handhægri plastik flösku. Vefjið aðeins hárið upp á spólurnar og þrýstið bindivökvanum í hvern lokk. þér munið öðlast fullkomið Toni. Engar krullur. Engir stífir broddar. Toni gerir hár yðar mjúkt og skínandi. Auðveldar hárgreiðsluna. Reynið Toni. eftir þvi sem alltaf er að ske, hér úti í sveitinni. Það er hérna sem þetta byrjar allt saman, — þú veizt, gamla sagan um blóm- in, fuglana og býflugurnar .... Ég stóð upp. Þetta samtal gat ekki leitt til annars en vandræða. — James, sagði ég með virðu- leik, — það lítur út fyrir að ég verði að biðja þig um að fara . . . — En hvers vegna? Hann leit undrandi á mig. — Hefir þú eng- an áhuga á að kynnast náttúr- unni? — Hættu þessu, vertu ekki að hæðast að mér, James......... — Allt í lagi. — Hann stóð á fætur og yppti öxlum til merk- is um að hann gæfist upp. — Ég sný mér aftur að hlutverki mínu sem vinur í neyð, fyrst í stað . . . . . . Hvað get ég aðstoðað með í dag? Lekur einhver kraninn? — Er vaskurinn stíflaður? — Kannske hér séu rottur sem ég gæti reynt að útrýma? — Ósk- ir þínar eru mér lög .... Ég vissi ósköp vel að ég hefði átt að segja: — Nei takk, nú er ekkert sem þarfnast lagfæringar. Skynsemi mín barðist við hag- sýnu húsmóðurina og tapaði. Ég heyrði sjálfa mig segja: — Nú þegar þú nefnir það, man ég eft- ir því að það er bilað öryggi . . . Skápurinn með öryggjunum var í dimmasta horninu á gang- inum. Ég lýsti með kerti, en James sem stóð á eldhússtól, missti fótfestuna og datt. Til að halda jafnvæginu greip hann ut- an um mig, og sýndi engin merki þess að hann ætlaði að sleppa mér aftur. Ég barðist um, en hann sleppti ekki samt, svo að ég sló hann í andlitið með kertinu. — Þetta ætlaði ég ekki að gera, sagði ég, — en þú neyddir mig til þess. Hann stóð kyrr og nuddaði á sér kinnina og horfði hugsandi á mig. — Veiztu hvað? sagði hann eftir stundarkorn. — Þú ert bú- in að fullvissa mig um að þú elsk- ir manninn þinn .... — Þetta kemur fyrir, svaraði ég. — Þú getur eflaust fundið hliðstætt dæmi í náttúrunni. — Veit ég það. Svanurinn vel- ur sér maka til lífstíðar. Vertu sæl, fallegi svanur. Þegar Crispin kom heim um kvöldið, sagði ég: — Heyrðu elskan, hve lengi er íbúðin okk- ar í borginni leigð út? Hann leit á mig. — Það var skrítið að þú skildir nefna þetta. Ég var einmitt að hugsa um þetta í dag. Við getum fengið hana hvaða dag sem er. _Er það satt? — Já, þetta hús átti nú bara að vera tilraun. Þegar maður hugsar um framtíðarstarf þitt, og allt það....... _Framtíðarstarf mitt? spurði ég sakleysislega. — Heldurðu að ég hafi einhverja möguleika á því sviði? Hann stamaði. — Með tilliti til þess sem ég sagði í gær .... — Þú hafðir liklega á réttu að standa, sagði ég. — En burtséð frá því, hvað segirðu um það að flytja til Lon- don aftur og vera hér bara um helgar? Hann tók í hönd mína. — Finnst þér að það hafi verið hræðilegt að búa hérna? — Jæja, sagði ég. — Borgin er kannske eins og frumskógur, en við erum fædd og uppalin þar. Það er líka erfitt að búa úti í sveit, þegar maður kann ekki til verka. Ég held að ég kunni bet- ur að meta sveitasæluna ef við kynnumst henni sameigin- lega.... ★ Frægasta sjóorrusta sögunnar Framhald af bls. 11. ar var hann, sem títt er um stór- brotna menn, gjarn á að fara sín- ar eigin götur á flestum sviðum, og fór það í taugar margra, sem brugðið hafa honum um eigingirni og duttlunga. Kvennamál hans þóttu lítt samræmast borgaralegu siðferði, einkum var alræmt ástar- samband hans við hina rauðhærðu sendiherrafrú Lady Hamilton, eina frægustu konu allra tíma. Að morgni hins tuttugasta og fyrsta komu Bretar auga á flota óvinanna, sem sigldi í langri hala- rófu en miðaði hægt, því byr var lélegur, smávegis norðvestangola. Skipti Nelson þá flota sínum í tvær oddfylkingar, er brjótast skyldu inn í óvinaflotann, sín nær hvor- um enda, og tvístra honum. Við þetta mátti gera ráð fyrir, að orr- ustuskipan beggja kæmist á ring- ulreið, en það var einmitt það, sem Nelson vildi. Hann vissi vel, hvað hann mtáti bjóða skipstjór- um sínum, þegar orrustan kæmist á það stig að hvert skip yrði að bjarga sér sjálft, var hann ekki í efa um að þeir færu létt með að knúsa hina frönsku og spænsku kollega sína. Þegar Villeneuve sá til ferða Nelsons, varð hann dauðskelkaður og beygði af leið í von um að ná VIKAN 16. tbl. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.