Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 4
FRAMHALDSSAGA
Það sem áður er komið:
Skipið TJALDANE, eign SBM
skipafélagsins, kemur í höfn í
Sebang. Um borð eru þau Myn-
heer van Halden, forstjóri skipa-
íélasgins og aðaleigandi hlutafé-
lagsins sem rekur gúmmíplant-
ekruna á eynni, dóttir hans
Josephine, einn eftirlitsmann-
anna á plantekrunni, Andy,
leigudansmærin íat, sem Andy
fann á dansstað í Port Said, og
skipslæknirinn dr. Maverick. Pat
er ástfangin af Andy, en Andy og
Josephine (Jeff) hneigja hugi
saman en Andy vill ekki leggja
það á Jeff að hún, setjist að á út-
úrboru á borð við þessa litlu
eyju, en plantekran á Andy all-
an — svo þau verða að skilja,
þegar skipið fer aftur frá eynni
þá sömu nótt. Á skipinu er einn-
ig huglesarinn Vandengraf, og
deilir klefa með van Halden. Þeir
eru að rifja hvor upp fyrir öðr-
um lielztu æviatriði hins, og má
ekki á milli sjá, hvor veit meira,
huglesarinn eða forstjórinn.
— Nú skaltu taka inn töflurnar þínar, pabbi minn. ^
— Ó jú. Þú hefur áhyggjur af
heilsufari þinu, og ert hræddur
við að deyja, sagði Vandengraf
án þess að iíta á Halden. En Hald-
en vissi, að hann fylgdist með
honum í speglinum yfir vaskin-
um og var vel á verði. — Áður
en þú lagðir af stað í þessa ferð,
sögðu læknarnir þér að hætta áð
mestu að starfa og snúa þér að
því að láta þér líða vel og njóta
lífsins, hélt Vandengraf áfram.
—- Þar sem þú ert enginn asni,
veiztu nákvæmlega hvað þetta
þýðir. Þess vegna tókst þú sam-
an föggur þínar og dóttur þinn-
ar og lagðir af stað í þessa hjart-
næmu, síðustu ferð. Þig langar
til þess að lifa hátt þessa síðustu
daga, en þú nýtur ekki ferðar-
innar af ótta við dauðann. Á nótt-
unni liggur þú vakandi og hlust-
ar á þinn eigin hjartslátt og hugs-
ar: Hve lengi endist þetta? —
Hvernig lízt þér á þetta sýnis-
horn af huglestri, Halden?
— Sniðugt. Andskoti sniðugt,
svaraði Halden og hló við. —
Hve miklar tekjur hefur þú á
ári af þessu sorglega svindli?
— Ég vona, að þú heimsækir
mig einhvern tíma til Bandoeng,
svo þú getir sjálfur séð, að ég
lifi góðu lífi af tekjum mínum.
— Ó! Þakka þér fyrir. Ég er
jafnvel til með að leyfa þér að
halda áfram að látast lesa huga
minn, en ég vara þig við, þú færð
ekki túskilding fyrir það.
Gott. En ég þarf að snerta
eitthvað, sem þú átt, til þess að
fá rétt samband, sjáðu til.
Halden stakk hendinni ofan í
vasann á hítum jakkanum, sem
hann hafði fleygt til fóta í koj-
unni, og tók þaðan vegabréfið
sitt. — Þetta ætti aldeilis að
koma þér í samband, lagsi, sagði
hann kíminn. — Að minnsta
kosti þarftu þá ekki að geta þér
til um aldur minn, hæð og þjóð-
erni.
Vandengraf hvarf inn í kojuna
sína. Hann leit ekki á vegarbréf-
ið, en lokaði augunum, meðan
hann fór um það skjálfandi,
taugaóstyrkum fingrum.
— Þú ert ekki sá, sem þú sýn-
ist, sagði hann.
— Og hver sýnist ég svo sem
vera? spurði Halden úr efri koj-
unni.
— Þú virðist vera óframfærn-
asti, kurteisasti og hógværasti
farþeginn á þessu skipi. Þú virð-
ist jafn fyrirferðalítill og mús
og jafn samvizkusamur og sunnu-
dagaskólakennari. En fyrir aftan
þig sé ég — bíddu við — stórar
byggingar — hrúgur af pening-
um — gæti það verið banki? Nú
sé ég — skip — gufuskip —
mörg skip. Og nú sé ég tré —
skóg — eða plantekru ...
— Stop, stop, hrópaði Halden.
— Nú má ég næst. Ég er ekki
svo vitlaus huglesari heldur, og
ég þarf ekki einu sinni að snerta
eitthvað, sem þú átt, til Þess að
geta sagt þér, hver þú ert. Ég
sé, til dæmis, að nafn þitt er
ekki Vandengraf heldur Alex-
ander Blotzky. Þú fæddist við
landamæri Póllands og Rússlands
og straukst að heiman frá þér,
þegar þú varst fimmtán ára. f
nokkur ár sé ég ekkert, en svo
sé ég fangelsi. Það er þýzkt fang-
elsi, og þú varst dæmdur í fjög-
ur ár, fyrir fjársvik og myntföls-
un. í heimsstyrjöldinni vannstu
fyrir leyniþjónustu Þjóðverja en
sveikst þá og seldir Bandamönn-
um upplýsingar um þá. Þú spar-
aðir peninga og safnaðir þér ná-
inni og haldgóðri þekkingu á
^ VIKAN 16. tbl.