Vikan

Tölublað

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 7
að hann átti hið örlagaríka sam- tal við lækninn um hjartveikina, fannst honum hann vera að mýkjast upp, eins og yfirgefin sletta af rjómaís á diski. Hann hryllti við sjálfum sér og þessum smávægilegu ábendingum, sem leiddu í ljós, að hann var, sex- tugur að aldri, öldungur fyrir aldur fram. — Þú verður að skilja mig, Jeff. Sebang er staðurinn, þar sem ég eyddi æsku minni. Þar var ég hamingjusamur. Þar hitti ég Theresu — hef ég nokkurn tíma sagt þér frá því? Hún var dóttir sendiherrans hér, og fyrir- tækið mitt sendi mig hingað frá Tanatua til þess að athuga, hvort hér væri hægt að kaupa land og planta gúmmíi, sagði hann biðj- andi. Jeff kunni þessa sögu; hafði hlustað á hana tuttugu sinnum. Theresa var fyrri kona föður hennar, og Jeff var orðin dauð- þreytt á henni. Til voru bækur fullar af máðum myndum: The- resa á hesti, Theresa á svölunum, Theresa í hlægilegum, gamal- dags tennisfötum, Theresa í brúð- arklæðum, Theresa grímuklædd sem flakkari — og skuggi The- resu í hjólastól. Til voru matar- uppskriftir Theresu, skráðar með hennar eigin hendi, sendibréf Theresu, sessur, sem Theresa saumaði út og jafnvel háir sam- kvæmishanzkar Theresu og möl- étinn blævængur hennar, Jeff fannst allt of mikið af Theresu í lífi föður hennar, hugsun hans um hana saug kraft úr Halden og þrýsti að lífsorku hans með misslegnum vef innantómra minninga. Hann kvæntist móður Jeff tveimur árum eftir að hann missti Theresu úr einhverjum óþekktum hitabeltissjúkdómi, eftir að hann hætti störfum sín- um hjá Austur-Indíum. Hann kynntist móður hennar á skipi, rétt eins og hún kynntist Anders. Hjónabandið var mjög óham- ingjusamt, og Jeff hafði grun um, að óskýr en stöðugur skuggi hefði átt sinn þátt í því. Jeff gat ekki heyrt talað um Theresu eða minnzt hennar án þess að finna til gremju, og það ekki að á- stæðulausu. Eftir að foreldrar hennar skildu, flutti hún til Caro- lina með móður sinni, og síðan var henni deilt milli Carolina og Haag, en þar dvaldi hún þrjá mánuði á ári hjá föður sínum. Hún var á sífelldum þvælingi milli móður sinnar og föður, og bæði kröfðust elsku hennar, bæði rayndu að fá hana í lið með sér gegn hinu. Það var ekki heppi- legt uppeldi fyrir barnið, og olli henni oft öfundar gagnvart öðr- um börnum, sem áttu foreldra, sem bjuggu saman, ekki aðeins á sama meginlandi, heldur á sama heimili. Á síðasta ári, eftir að móðir hennar dó, hávaðalaust og hæversklega, eins og hún hafði lifað, settist Jeff að fyrir fullt og allt hjá föður sínum. Hann syrgði móður hennar á vissan hátt, en Theresa var áfram dýrlingur hans. Það var ekki að undra, þótt Jeff væri fremur ami að Theresutilbeiðslu föður henn- ar. En það kom ekki málinu við nú. Það heyrði til liðinni tíð. Hún, Jeff, var ung og lifandi, og hún varð að berjast fyrir síðustu klukkutímum sínum með And- ers. — Fyrirgefðu, pabbi minn, sagði hún. — En ég ætla í land með Anders, og ég ætla að vera með honum hverja einustu mín- útu, sem skipið verður hér í höfn. Það verður nógu stuttur tími fyr- ir því. Halden þekkti dóttur sína vel. Þegar hún sagði „pabbi minn“, gat hann ekki mikið gert. — Þú ert þverhaus, sagði hann veiklu- lega. — Þú líka, svaraði hún. Hann andaði djúpt, til þess að stilla óhlýðið hjarta sitt. — Er hann þér svo mikils virði? spurði hann. Honum fannst þetta eins og bergmál frá ógleymanlegri fortíð, eins og draugur orða, sem hann sagði fyrir langa löngu við fyrri konu sína. — Geðjast þér ekki að honum? spurði Jeff. Halden herti sig upp: — Ó, jú jú. Mér geðjast að honum, svaraði hann. — Hann er einn efnilegasti maðurinn á plantekr- unni, það er meira að segja mjög sjaldgæft, að menn séu útnefndir eftirlitsmenn á hans aldri, og hann verður fljótur í enn hærri sess. Mér geðjast mjög vel að honum. En það þýðir ekki, að ég vilji að þú bindist honum um of. — Bindist honum! Mein Gott! sagði hún örvæntingarfull. — Ég mun aldrei sjá hann framar, eftir kvöldið í kvöld! Það glitraði á tár í augum hennar, og hún beit á jaxlinn til þess að táraflóðið brytist ekki taumlaust fram. Halden vorkenndi henni, þótt hann vissi, að hann gæti ekki hjálpað henni. Hann lyfti höku hennar upp með tveim fingrum ag gaumgæfði andlit hennar. Hún leit ekki undan, en varir hennar tóku að titra. — Er það svo slæmt? spurði hann blíðlega. — Verra, svaraði hún og reyndi að brosa. Og nú var röðin komin að henni að snúa sér að kýrauganu og horfa út í seiðandi kælandi, græðandi rökkrið. — Ég hef ekki verið mjög heimtufrekur faðir hingað til, sagði Halden fyrir aftan hana. — Ég hef ekki krafizt of mikils af tíma þínum, eða — eða — af elsku þinni, Jeff? Mest alla ævi hef ég verið mjög einmana. Þeg- ar við lögðum af stað í þessa ferð, ól ég þá von í brjósti, að einnig ég gæti fengið ofurlítinn hlut af gleði — eða hamingju Framhald á bls. 46. SBNAMAT nuddtœkin fró Sanamat-verksm. Frankfurt/Main sameina alla beztu kosti slíkra ttekja ( sam- ræmi viS nýjustu tækni. Stillan- legur vibrationsstyrkleiki og 7 fylgihlutir auðvelda margskon- ar notkun — auka velKSan, eySa þreytu, mýkja og styrkja. Orugg gæSi. — Mjög hagstætt verð. — AbyrgS ó hverju tæki. 3 gerðir fyrirligrjjandí. EINKAUMBOÐ: VerzliRiR IAMPINN Laugavegi 68 Slmi 18066. VIKAN 16. tbl. 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.