Vikan

Tölublað

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 18
(I Á QEIMFERDA OLD Hvað er draugagangur? Svörin við þeirri spurningu eru mörg og mis- munandi, vitlaus eða rétt, jafn vitlaus eða jafn rétt. Að minnsta kosti fyrir okkur, sem lifum á þessari jörð með okkar takmarkaða skilning og efnismat á öllum sköpuðum hlutum. Kannski erum við opnari fyrir dulrænu en aðrar þjóðir vegna tengsla okkar við þjóðsögurnar, en svo mikið er víst, að þeir eru fjöldamargir íslendingarnir, sem orðið hafa fyrir einhverju því, sem þeir geta ekki skýrt. Og það er síður en svo, að það sé allt draugagangur. Sumir hafa fundið eitthvað yfirskilvitlegt á sér, aðra hefur dreymt, sumir hafa orðið fyrir gjörningum, og einstaka hafa orðið fyrir mörgu af þessu tagi. Jafnvel huldufólkssögur eru ekki hættar að gerast. Við bjuggum til spurningu um þetta efni og snerum okkur með hana til nokkurra manna. Upp undir helmingur þeirra, sem við spurðum, gátu svarað spurningunni jákvætt, og gerðu það flestir góðfúslega. Ein- staka vildu ekki segja frá reynslu sinni, og einn þjóðkunnur sérvitring- ur svaraði á þessa leið, er hann varbeðinn leyfistil að leggja fyrir hann spurninguna; „£g læt ekkert spyrja mig. og sízt blaðamenn." En spurningin var á þessa leið: Hafið þér nokkurn tíma orðiS fyrir einhverju í vöku eða svefni, sem þér hafið ekki getað útskýrt? Og hér koma svörin: Sfguröup Hpeiðap tók saman Halldór son bífpeiðapstgópi Draumar óg dulræn fyrir- brigSi hafa löngum skipað háan sess lijá okkur íslendingum eins og svo mörgum ö'ðrum þjóðum. Margir telja það lýsa vanþroska að trúa á slíkt, en aðrir láta það liggja á milli hluta og einn þeirra er ég, enda þótt ýmislegt liaf'i komið fyrir mig, sem ég hef ekki getað skýrt. Þegar einn blaðamaður „Vik- unnar“ bað mig að segja frá einhverju óskýranlegu, sem fyr- ir mig hefði borið, féllst ég á það, enda þótt ég sé sögumaður lítill. Það skal tekið fram að ég ek hjá S.V.R. á leið 12, Lækj- arbotnaleið. Það mun hafa verið fyrri- part vetrar 1959 að það gerðist er nú skal greina. Veðri var þannig háttað að austlæg átt var á, nokkuð hvöss, nýfallið snjó- föl, skýjafar, en þó hjart, enda fullt tungl. Rg ók af stað frá Lækjarbotnum kl. 10 um kvöld- ið og var enginn farþegi í vagn- inum. Ég notaði þvi tækifærið til þess að syngja, en það geri ég aðeins þegar ég er einn, því mér er yfirleitt vel við farþega mína. Er ég var rétt kominn að afleggjaranum, sem liggur að Silungapolli, sá ég mann koma hlaupandi út afleggjarann; hann var i dökkum rykfrakka og með derhúfu og hélt með hægri hendi í derið. Ég stöðvaði vagninn Framhald á bls. 27. t Jg VIKAN 16. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.