Vikan

Tölublað

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 20

Vikan - 21.04.1965, Blaðsíða 20
Á GEIMFERDA OLD manninum?. .. . Og hann hafði ekki sinnt mér, þó að ég dytti! .... Ég sá hann hvergi og hann hafði áreiðanlcga ekki farið fram hjá mér. . . . Allt i einu gerði ég mér grein fyrir því, að þetta gæti ekki veriö venjulegur nútíðarmaður, varla nokkur nú- tíðarmaður. Munkur? Hann minnti mig helzt á mynd af munki. Hvort hann var í ilskóm, eins og ég hafði séð á myridum af munkum? Það vissi ég ekki. Ég hafði aldrei litið það lágt, þessi fáu augnablik, sem ég sá hann. En ég hugsaði með mér: Margt er skrýtið í Harmoníu og er ekki um það að fást. Og áfram liélt ég út eftir. Ég hitti Eskeland. Hann tók mér að vanda vinsamlega, en þó var hann dálítið fálátur — að mér fannst. Hann fór venjulega snemma að sofa, en þó ekki svo, Guðmundur G. Hagalfn ntnwundur Múnkurinn á Voss Sumarið 1926 bjó ég lengstum á Voss í Noregi, þar sem heitir á Finne. Þaðan, sem ég átti heima, var aðeins fimm mín- útna gangur út í hinn alkunna lýðháskóla, sem Lars Eskeland átti og stjórnaði. Ég var Eske- land mjög vel kunnugur, og gekk ég stundum út eftir til hans á kvöldin um níuleytið og sat á rabbi við hann um hríð. Það mun hafa verið kvöld eitt í júlimánuði, að ég varð heldur síðbúinn. Þegar ég hélt af stað mun klukkan hafa verið orðin um tíu. Var því tekið að skyggja. Miðja vega milli skólans og bú- staðar míns stóð neðan við göt- una falleg björk, teinrétt, með hvítum berki og blómlegu limi. Var ég vanur að virða hana fyrir mér í hvert skipti, sem ég fór .þarna um, enda fannst mér hún hýrlegri og gædd meira lífi en önnur tré, sem uxu þarna í nánd við stiginn. Ég gekk álútur, unz ég bjóst við að vera tekinn að nálgast björkina. Þá leit ég upp, en það sem ég kom auga á, olli því, að ég tók ekki eftir hinu vina- lega tré. Á móti mér sá ég koma háan mann og þrekinn, berhöfð- aðan og mikið hærðan, nema hvað hann virtist tekinn að ger- ast sköllóttur, því að mitt í hinu mikla, að þvi er virtist skoljarpa hári, var stór brún- hvit skella. Maðurinn var í þykk- um ljósbrúnum kufli, sem féll í fellingum niður fyrir hné, og i hægri hendi bar hann fyrir sér dökkan kross. Skyndilega kenndi ég kulda í andliti. Hann færðist niður eftir hálsi, baki og brjósti og mér, sem aldrei hef kennt svima nema af hengi- flugi eða ofan úr skipssiglu, fannst allt í einu svo sem allt hringsnerist i kringum mig. Ég reikaði í spori og hrasaði, en kom fyrir mig hendi, svo að ég féll ekki nema á annað linéð. Þegar ég leit upp, var maðurinn horfinn. Ég svipaðist um, og rétt við vinstri hlið mér var björkin min fallega. Ég horfði á hana andartak, fannst eins og það gæfi mér þrótt. Svo stóð ég rösk- lega á fætur. Hvað var orðið af að ég ætti að koma honum til ónæðis i þetta sinn. En ég vissi, að frú Martha, kona hans og hægri hönd, hafði verið lasin í nokkra daga, og mér datt í hug, hvort hún mundi vera eitthvað lakari. Og svo spurði ég þá: „Hvernig líður frú Mörthu?“ „Þakka þér fyrir, — henni liður að minnsta kosti ekki verr en í gær.“ Yið spjölluðum nú um eitt og annað, unz mér datt í hug sýn- in. Hún hafði ekki haft meiri álirif á mig en svo, að ég liafði gleymt henni. Þegar ég hafði sagt Eskeland frá henni, varð steinhljóð. Svo sagði hann og varpaði öndinni hálfmæðilega: „Þetta er undarlegt, — og þú datzt?“ „Já, á annað hnéð, mig svim- aði svona.“ „Hefur komið fyrir þig að falla í yfirlið.*' „Nei, aldrei.** Hann þagði, stundi lítið eitt. Og síðan var hann svo fámáll, að ég kvaddi fljótlega og fór inn eftir. Framhald á bls. 33. Róbert Árnfinns- son leikarí Ég hef enga stórkostlega sögu að segja, og það hefur ekki nema einu sinni gerzt nokkuð, sem ég gæti kallað dulrænt, og það var meira að segja svo ómerki- legt, að það er varla segjandi frá þvi. En þið megið hafa það með ef þið viljið. Sagan er svona. Það var einhvern tíma, þegar elztu dæturnar okkar, sem núna eru um tvítugt, voru litlar, að ég sat um kvöld inni í stofu og var að lesa rullu — sem er eig- inlega það eina, sem maður kcmst til að lesa. Börnin voru sofnuð og konan var eitthvað að dútla annað hvort í svefn- herberginu eða baðinu, svo ég var einn i stofunni. Allt i einu fannst mér að einhver væri inni i stofunni lijá mér, á sama liátt og maður finnur stundum nánd einhvers, þótt ekkert hljóð hafi heyrzt. Ég leit upp úr rull- unni og i kringum mig, en sé ekki neitt, og þá hvarf þessi tilfinning. Ég hélt áfram að lesa, en áður en langt um leið fannst mér endilega, að einhver væri inni i stofunni hjá mér, og þessi tilfinning var svo sterk, að ég kallaði i konuna og spurði: „Stella, hvar ertu?“ „Ég er frammi á baði,“ sagði hún. „Hefurðu nokkuð komið hing- að inn?“ spurði ég. „Nei, ég hef verið hérna,“ svaraði hún. Þá fannst mér þetta eiginlega orðið hálf ó- þægilegt, svo ég kallaði fram: Framhald ó bls. 27. 2Q VIKAN 16. tbl,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.