Vikan

Tölublað

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 9
HVAÐ BERA ÞEIR í LAND? Heiðraði Póstur! Það var einn morguninn að ég var dálítið hátt uppi, en þó ekki hærra uppi en á þriðju hæð í Austurstræti 16. Þarna hafði ég skamma viðdvöl, en fór að virða fyrir mér umhverfið í gegnum gljáfægðan glugga, Pósthússtræt- ismegin, og þó varð mér litið á gaflinn á húsinu Austurstræti 14, er var gegnt mér, og sá þar í fyrsta sinni höggmynd, sem ég hafði þó aldrei veitt athygli. Það varð úr að ég fór að brjóta heil- ann um hvað þetta ætti nú að tákna, þarna voru tveir náungar að takast í hendur, bak við ann an er kyfjaður hestur en við bak annars er bátur og 2 menn að bera eitthvað á land, ég er nú ekki viss hverju þetta líkist er þeir báru. Nú langar mig að vita, hvaða menn þetta eru? (Líklegast er að sá með hestana sé að bjóða hinn velkominn). Og hvað er ver- ið að bera á land? Kær kveðja, K. K. Þetta er stærsta veggskreyting utanliúss í Reykjavlk, sem samt virðast ótrúiega fáir hafa tekið eftir henni og enn færri vita ein- hver deili á henni. Vikan spurði kaupmenn í þessu sama húsi og þeir fræddu okkur á því, að Rík- harður Jónsson væri höfundur lágmyndarinnar og þetta væri eitthvað í sambandi við landnám- ið. Ríkharður var ekki alveg viss, en hét þó fremur að Guðmundur frá Miðdal væri höfundur verks- ins en hann sjálfur. Hann mundi ekki, hvað var í myndinni. Sigurður Benediktsson, upp- boðshaldari, staðfesti, að lág- myndin væri eftir Guðmund heitinn frá Miðdal, en taldi frá- leitt að Ingólfur hefði verið með klyfjahesta að leita að súlunum, né að myndin ætti að tákna fund þeirra. Senniega á myndin að tákna verzlunarferðir hér fyrr meir. Einhver sagði, að burðar- mennirnir væru auðvitað að bera smyglið í land. FRIÐLAUSIR FUGLAR Kæri póstur. Þannig er mál með vexti, að hér í Vestmannaeyjum hefur ver- ið ákveðið að útrýma öllum dúf- um vegna vatnsins, en við drekk- um rigningarvatn. Hér eru um 15 eða 20 dúfur villtar, ekki eru það nein ósköp eða finnst þér? Auðvitað eru dúfur hér í byrgjum og ég er einn af þeim, sem hafa dúfur í haldi. Nú er mér spurn, hvað gera þessar dúfur, sem eru lokaðar inni í byrgjum, gera þær þessum vesalingum mein? Mér finnst ekki, hvað finnst þér. Viltu gefa mér ráðleggingu? Með kærri kveðju. Töffi. Þetta er meiri sorgarsagan. Voðalega eru þetta vondir menn þarna í Vestmannaeyjum. En það tjáir ekki að deila við dómar- ann, þú verður líklega að bíta í það súra epli að sjá af dúfunum þínum. En geturðu ekki fengið þér einhver önnur dýr til að hugsa um? Það eru til fuglar sem er leyfilegt að hafa í búrum, svo sem páfagaukar. Þú gætir líka byrjað að rækta ketti, ef það er þá leyfilegt í Vestmannaeyjum. SKILTI Kæri póstur. Ég er einn þeirra, sem nota strætisvagna mikið og vildi ógjarnan án þeirra vera. En það er eitt atriði, sem mér finnst vera mjög ábótavant við rekstur þeirra og er oft búið að ræða áð- ur. Ókunnugir vita oft og einatt ekki hvar þeir eiga að fara úr vanginum. Bílstjórinn kallar ekki upp nöfn viðkomustöðvanna og ef hann gerir það, þá er rödd hans oft svo óskýr, að ekki heyr- ist, hvað hann segir. Ég hef töluvert verið erendis, og þar er alls staðar hafður sá háttur á að nafn stöðvarinnar stendur á stóru skilti á áberandi stað, svo að allir geta séð um hvaða stöð er að ræða. Væri ekki hægt að koma þessu á hér? Ég held, að það yrði til stórra bóta. Sveinn. Jú Sveinn, þetta er sannarlega athyglisverð tillaga og þess virði að gefa henni gaum. Þetta myndi spara raddböndin í vagnstjórun- um og allt umstang og viðbúnað farþega. En hvernig yrði þetta á okkar aurvegum, þegar ekkert sést út um gluggana fyrir leðju? Ætli það væri ekki vissara að hafa hátalarakerfið í lagi líka? L Ronson HÁRÞURRKA HEIMILANNA EINKAUMBOÐ: I. GUÐMUNDSSON & C0. H.F. REYKJAVÍK VIKAN 2«. tbl. 0

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.