Vikan

Tölublað

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 13

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 13
uð, og nú taka hin órímuðu Ijóð fyrir alvöru að halda innreið sína á Islandi. Steinn eignast með tímanum f jölda ungra aðdáenda, sem reyna að stæla hann, stundum af veikum mætti. En forsvarsmenn hinnar hefðbundnu Ijóðagerð- ar eru stórhneykslaðir. Utan úr hinum stóra heimi berast fréttir um afrek íslenzkra rithöf- unda, Gunnar Gunnarsson og Guðmundur Kamb- an rita á dönsku, Kristmann Guðmundsson á norsku. Fleiri og fleiri íslendingar fara að stunda myndlist. Einar Jónsson flyzt heim og opnar safn sitt Hnitbjörg í Reykjavík. Og orð fer að fara af ungum íslenzkum myndhöggvara, sem heitir Ásmundur Sveinsson. Ungur Austfirðingur, Ríkharður Jónsson, lærisveinn Stefáns Eiríksson- ar hins oddhaga, stundar brjóstmyndagerð og tréskurð jöfnum höndum. Jóhannes Kjarval, Ás- grímur Jónsson og Jón Stefánsson hljóta al- menna viðurkenningu. Og fram koma nýir mál- arar, sem eru mótaðir af hinum nýju, róttæku stefnum eftirstríðsáranna. Finnur Jónsson, bróðir Ríkarðs, drekkur ( sig hinar nýju stefnur í Þýzka- landi. I hópi hinna yngri málara eru Gunnlaug- ur Blöndal, Gunnlaugur Scheving og Jón Þor- leifsson. Þá er Guðjón Samúelsson, húsameist- ari ríkisins, sem setur svip sinn á húsagerðar- list þessa tíma. Hann gerir uppdrætti að Há- skóla, Þjóðleikhúsi, Landsspítala, Hótel Borg, Landakotskirkju, Akureyrarkirkju og fjölda ann- arra húsa. Miklar deilur standa um Guðjón og list hans, hann á bæði ákafa aðdáendur og harða andstæðinga, og deilurnar um hann eru ekki þagnaðar enn. Hinn aldni stórmeistari íslenzkrar tónlistar, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, deyr í Kaupmanna- höfn 1927, og Jón Laxdal árið eftir. Þeir Sig- fús Einarsson og Bjarni Þorsteinsson deyja báð- ir 1938, en Árni Thorsteinsson og Friðrik Bjarna- son eru enn í fullu fjöri. Og nú er Páll ísólfs- son kominn heim frá Leipzig og orðinn einn mestur tónlistamaður í islenzku músíklífi. Hann vinnur fyrstu verðlaun í kantötukeppninni 1930. Onnur verðlaun hlýtur Emil Thoroddsen, hinn fjölhæfi dóttursonur Péturs Guðjohnsens, eins helzta brautryðjanda tónlistar á (slandi á 19. öld. Emil er tónskáld, pianóleikari, leikritahöf- undur og listmálari, og allt leikur í höndunum á honum með sama snillibragðinu. 1932 deyr hið kornunga, efnilega tónskáld Markús Krist- jánsson, höfundur lagsins við „Bikarinn". Hernám. Þegar heimsstyrjöldin skall á haustið 1939 munu þeir íslendingar hafa verið fáir, sem renndi grun í, að ísland mundi dragast inn ( hringiðu viðburðanna á þann hátt, sem raun varð á. Margir óttuðust dýrtíð og vöruþurrð vegna stríðsins, en ekki að landið yrði hernum- ið. Menn voru almennt ekki búnir að átta sig á því, að tæknin hafði gert fjarlægðirnar að engu, að einangrun landsins var úr sögunni. Það sló óhug á marga íslendinga, þegar styrjöldin barst til Norðurlanda. í nóvemberlok hófu Rússar innrás í Finnland, og stóð sú styrj- öld fram í marz 1940. Og 9. apríl 1940 her- námu Þjóðverjar Danmörku og hófu innrás í Noreg. Innrásin í Danmörku hafði þegar í stað áhrif á íslenzk málefni. 11. april samþykkti Alþingi að feia ríkisstjórn (slands meðferð kon- ungsvalds og að íslendingar skyldu taka utan- rikismál sín í eigin hendur. Það var einkum Sveinn Björnsson, fyrrum sendiherra (slands í Danmörku, sem skipulagði hina nýju íslenzku utanríkisþjónustu. Var nú tekið að stofna ís- lenzkar ræðismannsskrifstofur og síðar sendiráð. Eftir hernám Danmerkur og Noregs jókst mjög óttinn við það, að annarsvor styrjaldaraðilinn mundi hernema (sland. Flestum fslendingum mun ■ - ■ ' HHM 'T ($1 'jgmfjmg jfim Wjfj §§Sji. ::Æ WÍÍgSn ' U '•* * * » 3 Wmí Af eldgosum og náttúruham- förum á öldinni má nefna Kötlugosið 1918, jarðskjálftann á Dalvík 1934, Heklugosið 1947, Öskjugosið fyrir þrem árum og gosið í Surtsey, sem enn stend- ur yfir. í þessum náttúruham- förum hefur ekki orðið teljandi tjón, nema þá helzt í jarð- skjálftanum á Dalvík, en þar sprungu steinhús eins og mynd- in sýnir. Kalda stríðið nær líka til ís- land og endurspeglast í atburð- um þar. Hinn 31. marz 1949 samþykkti Alþingi aðild að Nato og þá urðu óeirðir og grjótkast svo lögregla varð að varpa tára- gassprengjum að mannfjöldan- um. ‘ a WW • 1 WMM ' li I tlj Það varð uppi tótur og fit í Reykjavík, þegar það frcttist að gull liefði fundizt í Vatnsmýrinni, og áður en varði hafði félag gullgrafara verið stofnað með ýmsum virðulcgum borgurum, og pantaður vandaður jarðbor. Borinn var síð- ar notaður til að bora eftir heitu vatni, — sem var gulls í gildi. Það er heldur ömurlcgt að sjá dagblöð frá síðari liluta nóvembermánaðar, 1918 Þar eru heilu sfðurnar með dánarauglýsingum. Um það bil sem dró úr veikinni var Reykjavík að verða matarlaus. VIKAN 26. tbl. Jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.