Vikan

Tölublað

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 18
ERFITT FLUGTAK ur, Alfreð?“ spurði ég og horfði á gamla og ryðgaða teinana, sem lagðir höfðu verið í mölina. „Eru þær búnar að koma brautinni upp í það?“ spurði hann og liló. „Ég skal selja hana á stundinni fyrir tiunda hluta af því verði — ef einhver kaup- andi gefur sig fram.“ „Þær, hverjar?“ spurði ég. „Nú, saumaklúbbarnir, maður. Ég hélt að þeir væru hættir störfum núna með vorinu. Nei, þetta er gamalt járndót, sem við Kiddi liöfum skrapað saman í frístundum okkar, til að geta komið fleytunum í hús til við- gerða og viðhalds. Mesti kostn- aðurinn var rafmagnsvindan, sem dregur bátana upp. Ég held hún hafi kostað eitthvað um tvö þúsund, ef ég man rétt.“ „Þið Kiddi, segirðu. Hvaða Iíiddi?“ „Kristinn Olsen flugstjóri, auðvitað. Við eigum þetta sam- an — útgerðina. Hann kemur alltaf hingað til að slappa af þegar hann sleppur frá New York, eða Luxembourg,“ sagði framkv.stj. Loftleiða og kveikti aftur í pípunni. „Þið eigið útgerðina saman, þið Kristinn?“ „Já. Við dólum annað slagið hérna út á fjörðinn okkur til ánægju og afþreyingar. Við er- um með nokkur rauðmaganet þarna úti og fáum alltaf nokkur stykki. Þarna sérðu hluta af veiðinni," sagði hann og benti á gráslepputrönur í flæðarmál- inu, þar sem 10—20 fiskar héngu á sporðunum og gáfu flæðarmál- inu dálitið Þormóðsstaðalegt út- lit. „Kiddi hefur alltaf verið i þessu frá þvi hann var strákur, og ef hann er ekki í loftinu, þá reynir hann að komast á sjó- inn. Það er eins og hann tolli ekki á fótunum með fast undir sér.“ „Er einhver órói i honum, karlinum?“ „Nei, en hann vill alltaf vera eitthvað að gera og kann ekki við sig nema hafa eitthvað fyrir stafni — eða stefni. Fjandinn hafi það að maður getur einu- sinni náð tali af honum, hann er alltaf „occupied“.“ „Eruð þið eitthvað að fara út núna, Alfreð. Ég sé að strák- arnir eru báðir með björgunar- vesti utan um sig... . ?“ „Nei, við erum bara að dytta að þessu. Það er föst regla hérna hjá okkur, að enginn má fara niður í flæðarmál í vaðstígvél- um, nema hafa björgunarvesti utan um sig. Það þarf ekki mik- ið að koma fyrir, svo að maður detti á hausinn með lappirnar upp i loftið. . . . “ „Og þið farið vandlega eftir þessu?“ „Já, það er algjört skilyrði. Jafnvel Kiddi Olsen hlýðir þessu manna bezt — og lætur hann Framhald á bls. 20. VIKAN FER í HEIMSÓKN TIL ALFREÐS ELÍASSONAR, FRAM- KVÆMDASTJÖRA LOFTLEIÐA, AÐ HAUKANESI 52, ARNARNESI. „ÞETTA HEFUR VERIÐ ERFITT FLUGTAK FRÁ BYRJUN, OG DÁLÍTIÐ ÖJAFNT UNDIR," SAGÐI ALFREÐ „EN NÚ ERUM VIÐ KOMNIR Á LOFT OG SETJUM STEFNUNA. VIÐ VONUM AÐ VEÐUR HALDIST.. VIÐTAL: GUÐMUNDUR KARLSSON MYNDIR: KRISTJÁN MAGNÚSSON HANN var í klofháum vað- stígvélum, óhreinum, gömlum buxum, rauðköflóttri vinnu- skyrtu, stórar og sterklegar hend- urnar moldugar, kolsvarthárið ó- varið í rigningunni og með gamla pípu skagandi út í loftið milli skeggbroddanna. Hann stóð á milli teinanna á rennibrautinni, sem lá frá nýja húsinu niður að sjó, þar sem tveir bátar vögg- uðu i flæðarmálinu, og var að bardúsa eitthvað ásamt tveim ungum strákum, klæddum vað- stígvélum og björgunarvestum. „Er þetta rennibrautin þín, sem mér var sagt að hefði kostað yfir þrjú hundruð þúsund krón- Jg VIKAN 26. tbl. -O Þarna cr Haukur búinn að koma minni bátnum á þurrt Reyndar mundu margir hrósa happi yfir að eiga bara einn svona bát... -O Borðstofa — eða hol —. Til hægri sér inn f einkaáimu hjónanna, en fyrir miðri mynd er stiginn upp í efri setustofuna. ■O Lítill hluti eldhúss. Myndin er tekin úr borðkróknum, og vinstra megin cru skáparnir, sem skilja milli hans og eldhússins. í efri skáp er viftan. í horni eld- hússins er grillofn og hitaofn, en út um dyrnar sér á stigann upp í efri setustofuna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.