Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 11
Arið 1909 hafði Ungmennafélag Reykjavíkur komið upp sundskála við Skerja-
fjörð og þar sýndi aldamótakynslóðin hreysti sína með því að taka sér köld
höð. Stúlkurnar eru sumar í þverröndóttum sundbolum af nýjustu tízku og
standa eins og piltarnir í glímustöðu með hendur fyrir aftan bak.
í ágústmánuði 1941 horfði mjög þunglega fyrir Bandamönnum í styrjöldinni.
Þá gerðist það að Winston Churchill, sem nú hefur verið kallaður „maður ald-
arinnar“, kom til Reykjavíkur og tók Hermann Jónasson, forsætisráðherra á
móti honum. Ilér fylgir hann Churchill til skips.
Reykjavík nútímans: Nýtt sambýlishúsahverfi. Framan af
öldinni var Reykjavík hálfdanskur bárujárnshúsabær, sem
náði upp í Þingholtin og Skuggahverfið. Hin myndin er
tekin skömmu eftir aldamótin skammt austan við Rauðar-
árstíg. Skólavarðan trónar á Skólavörðuholtinu og lengra
nær byggðin ekki. Óbyggt er meðfram Laugavegi frá bæn-
um og inn að Rauðará. Steinsteypuöldin liófst í Reykjavík
Ilannes Hafstein ráðherra, og sr. Árni
Jónsson á Skútustööum, ganga úr
kirkju eftir þingsetningu á fyrstu ár-
um heimastjórnarinnar. Pólitíin gera
„honör“ og eins ráðherrann.
Arið 1918 liefur orðið minnisstætt. Þá
urðu frosthörkur meiri en fyrr og síð-
ar á öldinni, allt uppí 36 stig. Sama
ár gaus Katla og neyðarástand varð
af völdum spönsku veikinnar.
VIKAN 26. tbl.