Vikan

Tölublað

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 15

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 15
Af ótta við loftárósir á Reykjavík eru verðmætustu handrit Þjóðskjala- safnsins og Landsbókasafnsins flutt úr bænum. Esja er send til Petsamo í Finn- landi til að sækja íslendinga, sem dvalizt hafa á Norðurlöndum. Hún kemur til Reykjavíkur í október 1940, og verða margir fagnaðar- fundir við heimkomuna. Nokkrir far- þeganna eru handteknir af Bretum og fluttir til Bretlands þrátt fyrir mótmæli íslenzkra stjórnarvalda. Vorið eftir handtaka Bretar þrjá rit- stjóra og blaðamenn Þjóðviljans og hafa þá um hríð í haldi í Bretlandi. Nokkrir fleiri íslendingar eru og handteknir og fluttir utan. Yfirleitt skapar hernámið mörg vandamál og sum erfið viðfangs. Mörg hundr- uð íslenzkra kvenna leggja lag sitt við hina erlendu hermenn, og sum- ar þeirra fara algerlega í hundana. Þetta samband íslenzkra kvenna og erlendra hermanna er kallað „ástandið" í daglegu tali. Brátt fara að fæðast „ástandsbörn", og skipta þau mörgum hundruðum áð- ur en lýkur. Hernámið kemur einn- ig miklu róti á efnahagslíf þjóðar- innar. Herinn ræðst ( mikla mann- virkjagerð hér á landi, og þúsundir íslandinga fá atvmnu við hana. Þessi vinna er oftast kölluð Breta- vinna, jafnt eftir að Bandaríkja- menn koma til skjalanna, en sum- ir fara þó þá að tala um Kana- vinnu. Atvinnuleysið í landinu hverfur eins og dögg fyrir sólu, en allt verðlag hækkar. Fólk utan af landsbyggðinni streymir til Suð- vesturlands, þar sem Bretavinnan er mest, og margt af því flyzt alfar- ið. íbúum Reykjavíkur fjölgar ört, og húsnæðisvandræði verða gífur- leg og húsaleiga snarhækkar. Og margt af hinu aðflutta fólki tekur sér bústaði í lélegum skúrum og hermannabröggum. Heil hverfi af bröggum „kampar", rísa upp í höf- uðborginni, og þar er búið löngu eftir að stríðinu er lokið. Fólkið í braggahverfunum býr við frum- stæðustu lífsskilyrði, margir eru braggarnir hrörlegir og óþrifaleg- ir, og götuslóðarnir milli þeirra verða að forarvilpum í rigningum. En það er líka byggt mikið af betri húsum í Reykjavík. Bærinn teygir ört úr sér, suður alla Mela og aust- ur eftir öllum holtum .Og þægind- in aukast hjó möraum .Á stríðsár- unum er unnið að hitaveitu Reykja- víkur og í ársbyrjun 1945 er henni að mestu lokið. Helgi Sigurðsson verkfræðingur verður fyrsti hita- veitustjóri Reykjavíkur. Hinn 7. júlí 1941 taka Banda- ríkjamenn að sér hervernd íslands, og þann dag stígur bandarískt her- lið á land í Reykjavík. Þetta skeður samkvæmt sérstökum samningi rík- isstjórnar islands og Bandaríkja- stjórnar, sem er samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta á Alþingi. Nokkurt brezkt herlið, einkum sjó- her, dvelst þó áfram hér á landi til stríðsloka. Nokkurt norskt herlið er einnig hér á landi í stríðinu, og Framhald á bls. 29. Þórbergur Þórðarson verður frumherji nýs stíls í ísl. bókmenntum. „Bréf til Láru“ fær hnjóð og lof og um þá bók er rifist mikið í blöðum og á manna- mótum. Jóhannes Jósefsson, hugsjónamaður af aldamótakynslóðinni, glímukappi og einvígishetja, vann stórvirki, þegar hann byggði Hótel Borg 1930. íslenzkir afreksmenn á þessari öld Gunnar Huseby, kúluvarpari, tvívegis Evrópumeista.ri í kúluvarpi á þeim tíma er afrek í frjálsum íþróttum náðu öldutoppinum. Friðrik Ólafsson, stórmeistari í skák, hefur borið hróður íslands vítt um lönd. ísland hefur eignast marga og merka af- reksmenn á þessari öld, og um þá mætti skrifa margar bækur. VIKAN birtir hér að- eins til minnis, mynd- ir fimm samtíðar- manna, sem allir eru í þessum flokki, þótt ó- líkir séu. Þeir eru vald- ir af handahófi, en ekki vegna þess að þeir séu endilega mestir. Allir hinir eru beðnir vel- virðingar á plássleys- inu. Jóhannes Kjarval, ókrýndur kon- ungur íslenzkra myndlistarmanna; maðurinn sem kenndi þjóðinni að sjá fegurðina í því, sem áður var talið Ijótt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.