Vikan

Tölublað

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 29

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 29
Annáll aldarinnar á íslandi Framhald af bls. 15. um skeið dvelst hér frelsishetjan og skáldið Nordahl Grieg, en Magnús Asgeirsson þýðir mörg af stríðsljóð- um hans. — 16. ágúst 1941 kemur stríðskempan Winston Churchill til Reykjavíkur ásamt mörgu öðru stór- menni, meðal annars syni Roose- velts Bandaríkjaforseta. Churchill ræðir hér við Svein Björnsson ríkis- stjóra og Hermann Jónasson for- sætisráðherra og ávarpar mann- fjöidann af svölum Alþingishúss- ins. 17. júní 1941 er Sveinn Björns- son kjörinn ríkisstjóri af Alþingi. Honum er þá falin meðferð kon- ungsvalds, sem ríkisstjórnin hefur haft með höndum, frá því er Dan- mörk var hernumin. Haustið 1941 flyzt ríkisstjóri að Bessastöðum. A því ári lýsir Alþingi því yfir, að sambandslagasáttmálinn við Dani verði ekki endurnýjaður, og í janú- ar 1944 leggur ríkisstjórnin fram tillögu um sambandsslit við Dan- mörku. Þjóðaratkvæði um niðurfell- ingu sáttmálans og stofnun lýðveld- is á íslandi fer fram í maí 1944. Þátttaka er mjög mikil, og lýðveld- isstofnunin er samþykkt með yfir- gnæfandi meirihluta. Stofnun lýð- veldis er formlega lýst yfir á Lög- bergi 17. júní 1944, og er þar geysi- mikill mannfjöldi saman kominn. Til Þingvalla berast þá árnaðarósk- ir frá Kristjáni konungi tíunda, þótt hann væri vitanlega andvígur sam- bandsslitum. Alþingi kýs á Þing- völlum Svein Björnsson fyrsta for- seta íslands. Mikil hátíðahöld fara fram víða um land þennan dag og næstu daga. Síðar um sumarið ferð- ast hinn nýkjörni forseti um land- ið, og er hvarvetna vel fagnað. Samsteypustjórn Hermanns Jón- assonar fer frá vorið 1942, en Ol- afur Thors myndar þá hreina Sjálf- stæðisflokksstjórn. Sumarið 1942 fara fram alþingiskosningar og aðrar um haustið vegna stjórnar- skrárbreytingar. Sósíalistaflokkurinn vinnur talsvert á í þessum kosning- um og fær tíu þingmenn. Ekki tekst að mynda þingræðisstjórn eftir þess- ar kosningar, og í nóvember 1942 skipar ríkisstjóri utanþingsstjórn undir forsæti Björns Þórðarsonar lögmanns. Þessi stjórn fer með völd, þegar lýðveldið er stofnað. Haustið 1944 myndar Olafur Thors sam- steypustjórn Sjálfstæðisflokksins, Al- þýðuflokksins og Sósíalistaflokks- ins. Nokkur óánægja er í Sjálfstæð- isflokknum með þessa samvinnu, og fimm þingmenn flokksins lýsa því yfir, að þeir styðji ekki stjórn- ina. Þessi stjórn lýsir yfir því, að hún muni hefja nýsköpun atvinnu- lífs í landinu ! stórum stíl, og er því oft kölluð nýsköpunarstjórnin 8. maí 1945 lýkur styrjöldinni í Evrópu, og er þá mikið um dýrð- ir víða um lönd. Mikil hátíðahöld eru einnig í Reykjavík og Sigur- geir Sigurðsson biskup flytur messu í Dómkirkjunni að viðstöddum helztu valdamönnum íslands og er- lendum sendiherrum. En síðari hluta dagsins verða miklar óspekt- ir í Reykjavík. Brezkir sjóliðar, margir ölvaðir, fara með hávaða um bæinn og brjóta og bramia. Þeir mölva rúður ! fjölda húsa svo að tjónið nemur hundruðum þús- unda króna. Annars er almenn- ur fögnuður í landinu vegna þess, að hildarleikurinn er á enda. Nokk- uð skyggir á gleðina fregnin Um það, að Guðmundur Kamban rit- höfundur hafi verið myrtur í Kaup- mannahöfn ! stríðslokin. íslenzka lýðveldið. Sveinn Björnsson var forseti ís- lands til dauðadags 25. janúar 1952. Sumarið 1952 fóru fram for- setakosningar, og var kosningabar- áttan mjög hörð. Þrfr frambjóðend-' ur voru í kjöri, Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri, séra Bjarni Jónsson vígslubiskup og Gísli Sveinsson fyrrv. sendiherra. Ásgeir Ásgeirs- son var kjörinn og hefur verið sjálf- kjörinn æ síðan, 1956, 1960 og 1964. Ásgeir Ásgeirsson forseti og frú hans ferðuðust mikið um ísland og fóru í nokkrar opinberar heim- sóknir til útlanda, til Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands 1954, til Noregs 1955, til Kanada 1961 og til Bretlands 1963. Ýmsir útlendir þjóðhöfðingjar heimsækja ísland, Friðrik 9. Danakonungur og drottn- ing hans 1956, Gústaf Adolf Svía- konungur og drottning hans og Kekkonen Finnlandsforseti og frú hans 1957, Olafur 5. Noregskon- ungur 1961, Lyndon B. Johnson varaforseti Bandaríkjanna 1963 og Filippus hertogi af Edinborg maður Elisabetar Bretadrottningar 1964. — Haustið 1964 andaðist frú Dóra Þórhal Isdóttir forsetafrú. Flokkaskipun á Islandi hefur ekki breytzt verulega í tíð lýðveldisins. Að vísu voru 1953 stofnaðir tveir nýir stjórnmálaflokkar, Þjóðvarnar- flokkur og Lýðveldisflokkur. Þjóð- varnarflokkurinn kom þá tveimur mönnum á þing, en missti þá við kosningar 1956. Flokkurinn hefur þó starfað síðan, og við kosningarn- ar 1963 gekk hann til samvinnu við Alþýðubandalagið. Lýðveldisflokk- urinn kom engum manni á .þing og hvarf úr sögunni. 1956 gengu all- margir menn úr Alþýðuflokknum til samvinnu við Sóslalistaflokkinn, og voru þessi nýju stjórnmálasamtök nefnd Alþýðubandalagið. Samsteypustjórn Olafs Thors, ný- sköpunarstjórnin, lét af völdum snemma árs 1947 vegna ágrein- ings innan hennar um samning við Bandaríkjastjórn um afnot af Kefla- víkurflugvelli. Þá myndaði Stefán Jóhann Stefánsson samsteypustjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins. Sú stjórn fór frá seint á árinu 1949, og þá myndaði Ólafur Thors hreina Sjálfstæðisflokksstjórn. Hún fór frá ! marz 1950, og þá myndaði Stein- grímur Steinþórsson samsteypu- stjórn Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins, sem sat til 1953, en þá myndaði Ólafur Thors sam- steypustjórn sömu flokka. Árið 1956 myndaði Hermann Jónasson sam- steypustjórn Framsóknarflokksins, Alþýðuflokksins og Alþýðubanda- lagsins. Hún fór frá ! árslok 1958, og þá myndaði Emil Jónsson hreina Alþýðuflokksstjórn. Seint á árinu 1959 myndaði Ólafur Thors sam- steypustjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins. Það ár var sam- þykkt stjórnarskrárbreyting, land- inu skipt í átta kjördæmi og hlut- fallskosningar teknar upp allsstað- ar. Stjórnarsamvinna þessara flokka hefur haldizt síðan. Seint á árinu UN*GFRÚ YNDISFRÍÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá. N ó Á. HVAR ER ORKIN HANS NOA2 J>aS cr alltaf iianl lolkarlnn I hénnl Tntt- JsMð okkar. Hta hsfur íallð Srklna hani Náa einhvera staðár f hlaðlnu oe helttr giðum vorðlaunnnt handa þelm, sem getuir funðlð Krkina. TerOIaunln eru sttr keu- fektkassl, fullur af heeta koafektl, eg framlelðónflaa er auðvltað Srelgeetlsgeirð- Ju Níi. Nafn HelmUi ÖrkJn er 4 bU.. Blðast er ðreglð var hlaut verðlaunln: Magnús Gunnarsson, Litlagerði 14, Reykjavík. Vínninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 26. tbl. Sérstaklega góð hárúðun. — Heldur hárinu mjúku og snyrtilegu allan daginn. — Má nota eftir vild, án þess að hárið verði stíft eða glans- laust. — Takið eftir hinu sérstaka verði. EINKAUMBOÐ: J. P. GUÐJÓNSSON Skúlagötu 26 — Simi 11740 1963 lét Ólafur Thors af embætti forsætisráðherra, og Bjarni Bene- diktsson tók við. Ólafur Thors lézt á gamlaársdag 1964 og hafði kom- ið mjög við sögu ! íslenzkum stjórn- málum hátt á fjórða áratug. — Mikl- ar deilur hafa staðið um herstöðv- ar Bandaríkjamanna á íslandi, á Keflavíkurflugvelli og nokkrum stöðum öðrum. Stofnuð voru Sam- tök hernámsandstæðinga, sem hafa nokkrum sinnum gengizt fyrir mót- mælagöngum frá Keflavík og Hval- firði til Reykjavíkur. 30. marz 1949 samþykkti Atþingi, að Ísland skyldi ganga ! Norður-Atlantshafsbanda- lagið. Þann dag urðu mjög alvar- legar óeirðir við Alþingishúsið, og hlaut allmargt fólk þar meiðsl, og miklar æsingar voru í landinu fyrst á eftir. Árið 1946 gekk ísland ! samtök Sameinuðu þjóðanna og sið- ar í flest alþjóðasamtök á vegum þeirra. Aðalfulltrúi Islands hjá Sam- VIKAN 26. tbl. 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.