Vikan

Tölublað

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 20

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 20
Það var erfiftt ilugtak sér þó ekki allt fyrir brjósti brenna. En komið þið annars innfyrir, strákar, og standið ekki liérna úti í rigningunni.“ Hann leit spurnaraugum upp i loftið og sá að hann hafði stytt upp. „Jæja, það er sama, við skulum koma inn og fá okkur hressingu.“ Hann gekk á undan okkur norð- ur með húsinu, upp með báta- skýlinu, upp á planið fyrir fram- an bílskúrana tvo, smeygði sér milli jeppa og nýlegs Mercedes- Benz, þrammaði á stígvélunum eftir mosaiklagðri stéttinni að aðalinnganginum, fór úr þeim, bauð okkur inn og gekk sjálfur á eftir á sokkaleistunum inn á gljáfægt parketgólfið. Við stóðum eins og illa gerðir hlutir á persnesku teppi og lit- um i kringum okkur. Við vorum staddir i setustofu klæddri matt- lökkuðum álm á veggjum og i lofti. Nokkrum þrepum fyrir neðan okkur var önnur setustofa á jarðhæð, með stórum gluggum sem vita niður að sjónum, og nokkrum eikartröppum fyrir of- an okkur var önnur setustofa, með dásamlegu útsýni norður allan Skerjafjörð til Seltjarnar- ness, yfir Bessastaði á Álftanesi, til Silfurtúns og Hafnarfjarðar, og í vestur inn allan Kópavog. Það eina, sem ekki sést þaðan er hestasteinninn sunnan við hlöðuna á Arnarnesbænum gamla. Vinstra megin við okkur sáum við inn i stórt og glæsilegt eld- hús og þar innaf langan gang og ótal hurðir, en á bak við okkur var annar gangur og enn fleiri hurðir. Einhversstaðar heyrðum við mannamál í fjarska og ég spurði lymskulega: „Áttu ekki stundum i erfiðleikum með að finna konuna þina i þessu völ- undarhúsi?“ „Það er mesta furða hvað mað- ur er farinn að rata,“ svaraði Alfreð og brosti. „Þú sérð það á krökkunum, að við erum ekki alveg ókunnug hvort öðru. Hér er Áslaug Sigriður, 15 ára göm- ul og nýklippt, Haukur 13 ára i björgunarbelti hérna fyrir ut- an, JRagnheiður 10 ára, Katrín Guðný 7 ára og Geirþrúður litla — kölluð geisha — 5 ára. . . . og gleymdu ekki Doppu, úr því þú ert farinn að telja upp fjöl- skylduna,“ bætti hann við, þegar stór og falleg tík kom hlaupandi til hans, reisti sig upp á aftur- lappirnar og tók um hálsinn á hónum. „Mikið andskotans-ósköp er þetta falleg skepna,“ varð mér að orði. „Af hvaða kyni er hún, þessi?“ „Jóhannesar á Borg,“ svaraði Alfreð af bragði. „Hún er ekki nema þriggja ára, blessunin, og yngst i fjölskyldunni.1 „Já, og líklega sú þægasta þrátt fyrir það,“ var sagt fyrir aftan okkur. Þar var komin húsmóðir- in Kristjana Milla Tliorsteinsson, og bauð okkur til sætis. Við gengum upp tröppurnar í efri setustofuna og tylltum okkur um- hverfis arininn, og ég fór að spyrja hjónin spjörunum úr um húsið, sem hefur vakið forvitni og umtal Reykvikinga og annara nágranna síðustu mánuðina. „Það var hann Sigvaldi heit- inn Thordarson arkitekt, snill- ingurinn sá, sem teiknaði fyrir mig húsið. En honum vannst ekki tími til að ljúka alveg við teikningarnar áður en hann lézt, en Hörður Bjarnason sá um það fyrir mig. íbúðin er eitt- hvað um 270 fermetrar, ásamt geymslum, þvottahúsi o.s.frv., en þar er bílskúrinn að vísu ekki meðtalinn,“ sagði Alfreð. „Nú, það er þá ekki meira en það,“ varð mér að orði. „Nei. Mér finnst það ekkert ofsalegt fyrir fjölskyldu með fimm krakka. Það eru ekki fá dæini um að fólk búi í 90 fer- metra einbýlishúsi — á tveim hæðum og með geymslur o.fl. í kjallara. En það er sama íbúðar- stærð og ég hef hér. Það ber meira á stærðinni hérna, vegna þess að þetta er mestallt á einni hæð og húsið er langt og mjótt. Flestir sjá aðeins lengd hússins og halda að þetta sé einhver ó- skapleg höll, enda hef ég fengið að lieyra það oftar en einu sinni. Ég veit ekki hvaða geypi-fjár- hæðir eru komnar í húsið eftir sumum sögunum. Ég hef heyrt fimm milljónir eða jafnvel meira. En sannleikurinn er sá, að ég mundi ekki einusinni við- urkenna helminginn af þeirri upphæð.“ „Nema ef þú ætlaðir þér að selja.. .. ?“ „Selja? Það verður sko hreint ekkert af því. Ég er búinn að tilkynna vinum og vandamönn- um það, að ég byggi aldrei oftar íbúðarliús fyrir mig.“ „Þetta hefur nú samt gengið vel, er það ekki?“ „Jú, satt er það. Það liefur gengið alveg prýðilega. Við fluttum inn í luisið næstum fulibúið átta mánuðum eftir að fyrsta skóflustungan var tekin, og ætlunin er að reyna að hafa lóðina í sæmilegu lagi eftir ár- ið — reiknað frá sama tíma. Ég er að dútla við hana núna, og vonast til að hún verði komin í sæmilegt lag í júníbyrjun." „Þetta er töluvert stór lóð, er það ekki, Alfreð?“ „Jú, líklega má segja það, mig minnir að hún sé eitthvað um 18 liundruð fermetrar. Dálítið ilöng niður að sjónum, en breiddin aftur töluvert minni.“ „Já, og húsið auðvitað lengra i annan endann —■ eins og lóð- in.‘ „Eigum við ekki að ganga um húsið og lita á herlegheitin?“ Alfreð stóð upp og gekk á undan mér inn í eldhúsið. Þar eru auð- vitað öll nýjustu tæki innbyggð i skápa, borð og veggi, — upp- þvottavél, grillofn, hitaofn, ís- skápur, rafmagnseldavél með sjálfvirkum stillum, vifta til loft- ræstingar o. fl. Um miðbik eld- hússins mynda loftskápar nokk- urs konar skilrúm og skapa rúmgóðan borðkrók þar sem 7 ■—8 manns geta auðveldlega set- ið við stórt borð. Inn af eldhúsinu er svo barna- deildin. Þar er langur gangur, með fimm litlum herbergjum öðru megin, og hefur hvert barn sitt eigið lierbergi. Hinum megin í sama gangi er stórt og rúmgott snyrtiherbergi með tveim salernum, tveim handlaug- um, tveim sturtum o.s.frv. og inn af því lítill klefi — fullkomið gufubað, þar sem fjórir—fimm geta setið í einu. Sömu megin við ganginn er þvottahús, geymsla og sérinn- gangur i barnadeildina, þar sem salerni og handlaugum er einn- ig komið fyrir. Þar á einum stað liefur húsbóndinn líklega liugsað sér dálitinn krók fyrir myrkraherbergi, en hann hefur gaman af að taka ljósmyndir og vinna við þær sjálfur. „Þesum hluta lnissins," sagði Alfreð og gaf til kynna með handsveiflu að hann ætti við barnadeildina „er svo alvegliægt að loka af, ef vill. Það mætti t. d. leigja þennan hluta ef mað- ur vildi, þegar börnin eru kom- in á legg og farin liéðan, — annaðhvort í heilu lagi, eða hvert herbergi fyrir sig. En nú skal ég sýna þér lijarta hússins," hélt hann áfram og gekk aftur í gegnum eldhúsið og inn í setu- stofuna. Norðan við hana er önnur deild, alveg sérstæð, og þar hafa hjónin aðsetur fyrir sín einkamál. Þar er skrifstofa Alfreðs, fyrir ofan bátaskýlið. Þar eru litir og andrúmsloft með öðru móti en annarsstaðar i hús- inu. Veggir eru klæddir dökkum palisanderviði, gamalt skrifborð, sem hann hefur tekið ástfóstri við, er á miðju gólfi, myndir á veggjum sem minna á starfið og áhugamálin og peningaskáp- ur í horni. „Þú geymir Loftleiðir í hon um, þessum.... ?“ spurði ég. Alfreð klappaði skápnum glettnislega. „Gamli Tryggur,“ sagði hann og hló. í þessari sömu „einkamála- álmu“ er svefnherbergi þeirra hjóna, beint uppi yfir bátaskýl- inu, og stór gluggi með útsýni niður eftir rennibrautinni, út á sjóinn, þar sem bátarnir tveir bíða húsbónda síns. „í gamla daga,“ sagði Alfreð, „fóru bændurnir suður undir bæjarvegginn eldsnemma á morgnana, gáðu til veðurs, snýttu sér ogvökvuðu grasið á veggnum. Þetta var góður siður og nauð- synlegur hverjum þeim, sem ann náttúrunni. Hér á mölinni er þetta ekki hægt lengur, svo ég læt mér nægja að fara framúr, teygja mig og gá til veðurs hérna út um gluggann. Maður verður að semja sig að nýjum siðum.“ Áfast við svefnherbergið er stórt og glæsilegt baðherbergi, klætt Ijósgrænum flísum. Þar er auðvitað baðkar, tvær sturtur og tvær handlaugar, en fyrir fram- an er snyrtiherbergi frúarinnar, með snyrtiborði og tilheyrandi speglum og geymslum fyrir fatn- að og snyrtivörur. „Þegar ég sé baðkar,“ varð Alfreð að orði, „þá dettur mér alltaf í liug þegar ég drukknaði i annað sinn. Það var norður i Miklavatni í Fljótum. Við Kiddi vorum á sildarleit og lentum í sviptivindum yfir vatninu og vissum ekki fyrr til en við vor- um komnir niður á fimm — sex metra dýpi með vélina og allt saman. Það var ekki viðlit að komast út fyrr en vélina fyllti og við biðum eftir því, en kom- umst svo einhvernveginn út. Vélin kom svo upp á yfirborðið á eftir okkur — á hvolfi — flaut á flotholtunum, og við Kiddi settumst klofvega á þau. Við syntum svo i land, en okkur var orðið svo kalt, að við gátum ekki hnýtt utan um okk- ur bandi, sem menn i landi hentu til okkar.‘ Framhald á bls 45. 2Q VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.