Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 37
Hún reyndi enn að segja hon-
um frá atburðum síðustu stunda,
en hann greip framm í fyrir
lienni. „'Bíddu nú agnarögn góða
mín. Ég sé að þér liggur eitthvað
á hjarta. Biddu þangað til ég
hef farið í þurr föt; þá kem ég
niður og við ræðum málið.
Kannske þú færir okkur kaffi og
brauð. Ég er uppgefinn — lest-
arferðin var eins og maftröð
og ég vissi ekki hvort ég myndi
nokkurntíma komast heim frá
vegamótunum. Ég er búinn að
vera margar klukkustundir á
leiðinni.“
Hann var vissulega þreytuleg-
ur, hugsaði hún með umhyggju.
Fyrst hann var kominn, gat hún
beðið. Síðustu stundirnar urðu
hálf draumkenndar í huga henn.
ar, hryllilegar en einkennilega
óljósar. Með Ben svona nálægt,
svo þéttan á velli og hversdags-
legan, fór hún að bræða það með
sér, hvort þetta hefði ekki allt
saman verið martröð. Hún efað-
ist jafnvel um tilveru konunnar
í kistunni, þó hún sæi liana
fyrir sér jafn ljóslega og áður.
Ef til vill var það aðeins storm-
urinn, sem var raunverulegur.
Hún fór fram i eldhúsið til
þess að búa til nýtt kaffi. Stóll-
inn, sem hún hafði rekið undir
hurðarsnerilinn minnti hana á
ógnir kvöldsins. Nú. þegar Ben
var kominn virtist hann kjána-
legur og hún setti hann á sinn
stað vi.ð borðið.
Hann kom fljótlega niður aft-
ur, áður en kaffið var tilbúið.
Hvað hún var feginn að sjá
hann, í gamla, gráa baðsloppn-
um og með liendur í vösum.
Hann var svo venjulegur og
hraustlegur, kringluleitt andlit-
ið rjótt af nuddi og hárið strítt
og blautt kringum skallann. Hún
var nærri skömmustuleg þegar
hún sagði honum frá andlitinu
á glugganum, opnu hurðinni og
loks likinu i kistunni. Hún sá
það greinilega núna, að ekkert
af þessu gat hafa skeð.
Það sagði Ben líka, hiklaust.
En hann kom og lagði um hana
liandlegginn. „Veslings barnið.
Stormurinn hefur verið að
hræða líftóruna úr þér; og það
er engin furða.“
Hún brosti, efablandin. „Já.
Ég er nærri komin á þá skoðun.
Nú, þegar þú ert kominn, finnst
mér ég svo örugg. En — en þú
gætir fyrir mig i kistuna, Ben?
Ég verð að vita það með vissu.
Ég sé hana svo ljóslega fyrir mér.
Hvernig get ég hafa ímyndað
mér annað eins?“
Hann brosti eftirlátur. „Auð-
vitað geri ég það, ef það færir
þér fró. Ég ætla að gera það
strax. Þá get ég drukkið kaffið
í næði.“
Hann gekk að kjallaradyrun-
um, opnaði þær og kveikti Ijós-
ið. Nú fékk hún aftur dynjandi
hjartslátt, sem ætlaði að æra
hana. Opin kjallarahurðin vakti
allar ógnirnar upp aftur: likið,
lögreglan, grunurinn, sem falla
myndi á hana og Ben. Nauðsyn
þess að leyna þessum verknaði
einhvers annars.
Hún gat ekki hafa imyndað
sér það; þar var ótrúlegt, að það
skyldi hafa hvarflað að henni
augnablik að hugur hennar gæti
leikið hana svo grátt. Rétt strax
myndi Ben vita það líka.
Hún heyrði dynkinn, þegar
hann skellti aftur lokinu á kist-
unni. Hún righélt um stólbak
og beið eftir rödd hans. Brátt
heyrði hún hana.
Hún gat ekki trúað þessu.
Rödd hans var glaðleg og hug-
hreystandi eins og áður. Hann
sagði: „Það er ekkert hér nema
nokkrir bögglar. Komdu og
sjáðu.“
Ekkert!
Hún var magnlaus i hnjánum,
er hún gekk niður stigann, niður
í kjallarann aftur.
Hann var rakur, rykmettaður
og þakinn kóngulóarvef sem
fyrr. Lækurinn rann enn niður
vegginn, en nú var pollurinn
stærri. Ljósið var enn dauft.
Allt var eins og hún mundi
eftir því, nema nú næddi vindur-
inn inn um brotinn glugga og
regndropar slettust yfir gler-
brotin á gólfinu. Greinin, sem lá
í gluggakistunni liafði sópað
burt öllu glerinu úr gluggagrind-
inni og elcki skilið eftir eitt ein-
asta egghvasst brot.
Ben stóð við opna kistuna og
beið eftir henni. Þéttvaxinn lik-
ami hans var eins og varnar-
veggur. „Sjáðu,“ sagði hann,
„liér er ekkert. Nema einhver
gömul föt af þér, býst ég við.“
Hún gekk upp að hlið hans.
Var hún að missa vitið? Myndi
hún nú sjá konuna liggja þarna,
sjá rauða kjólinn og hnén þó
Ben gæti það ekki? Og liringinn,
með demantinum milli ljóns-
lappanna?
Hún leit nær því með tregðu
niður i kistuna. „Hún er tóm!“
Þarna voru snyrtilegir böggl-
arnir, alveg eins og hún hafði
skilið við þá á botni kistunnar.
Og ekkert annað.
Hún hlaut að hafa imyndað
sér konuna. Hún varp öndinni
af létti yfir að vita þetta, en þó
var hún bæði rugluð og hrædd.
Ef skynfæri hennar gátu gert
benni þannig glennur, látið hana
sjá hryllilegar ofsjónir i smæstu
atriðum, eins og látnu konuna
i kistunni, þá voru framtiðar-
horfurnar uggvænlegar. Hvenær
VIKAN 26. tbl.