Vikan

Tölublað

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 44

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 44
I BASHERBERGIÐ: Hreinlætistæki frá Gustavsberg Smávörur frá Lawson Baðvogir frá Hanson Gólfflísar frá Antico Hurðarskrár frá Kwikset Fjölbreytt úrval af verkfærum og smærri byggingavörum. Verktakar: LeitiS upplýsinga um magnafslátt og sérstakar pantanir. HAFNARSTRÆTI 23 - SÍMI 21599. sig, sagði hún og hláturinn ískr- aði í henni, þegar hún minntist þess hvernig gamla babu hafði þotið burt í skelfingu eins og stór, reið leðurblaka. Hvarf babu gerði hjálparvana einmanaleikann umhverfis Ann víðan og djúpan eins og úthaf af svörtu bleki. Hún fól andlitið í höndum sér til að sjá ekkert, til að heyra ekkert. Endrum og eins klóraði hún sér á fótunum, því það var mikið um moskítóflug- ur þessa nótt; svo tóku hanarnir að gala. Einhverntíman seinna snerti einhver öxl hennar og hún leit upp. Þetta var feita, stóra, hol- lenzka hjúkrunarkonan, Dewitte, sem hafði komið út með litla Jan. Um leið og Ann tók hann í fang- ið, tók hann að gráta ofsalega, eins og til að kvarta undan því, sem honum hafði verið gert. Smá 44 VIKAN 26. tbl. heftiplástur var límdur í oln- bogabót hans. þar sem hann hafði fengið inngjöf í æð. Ann þrýsti örvæntingarkossi á litla sárið. — Hvað á ég nú að gera? spurði hún hjúkrunarkonuna. — Vera hér kyrr. Það mun brátt verða þörf fyrir yður, svar- aði hjúkrunarkonan óvingjarn- lega og fór aftur. Ann hreiðraði um Jan litla í fanginu á sér og reyndi að raula við hann hollenzka vögguvísu. Hann var ennþá mjög heitur. var- ir hans dökkar og þurrar, andar- dráttur hans þungur og erfiður. Ann huldi hann með litla mosk- ítónetinu, sem hjúkrunarkonan hafði haft með sér og beið án þess að greina að tíminn leið. Þegar hún leit upp hafði heim- urinn breytzt. Tunglið var horf- ið og hafði tekið allan silfurblæ, glans og glit næturinnar með sér, hljóðið í skordýrunum, frosk- unum og fuglunum var dáið út og það var djúp þögn í loftinu. Morgunninn var grár og þungur, hvít dalalæða hékk yfir gras- flötunum eins og draugur. Svo rauf hljóðið af bíl, sem nálgað- ist, þögnina, og ljós gróf sig í gegnum þverrandi myrkrið. Út úr mistrinu kom bíll, sköpulags- laus og stór. en skrapp niður í eðlilega stærð. þegar hann ók upp afleggjarann og nam staðar fyrir framan bygginguna. •—- Þetta er staðurinn, sagði Anders Anderson og stökk niður úr bílnum. — Réttu mér bamið. Jeff brosti og svaraði: •— Ridd- araskapur og sundurskorin hönd á ekki mjög vel saman. Anders leit ásakandi á hægri hönd sína, sem var bundin með leifunum af beztu hvítu fötunum hans, og umbúðirnar voru brúnar af storknuðu blóði. Jeff steig niður úr bílnum og hélt Wajang þétt upp að sér. Pat hallaðist yfir stýrishjólið, gersamlega örmagna. — Litla Pat, sagði Anders blíð- lega. — Komdu nú inn og hvíldu þig, meðan verið er að sauma mig saman. Doktor Grader á bezta ginið í allri borginni — og þú þarf á því að halda. Ann Foster horfði á þessa und- arlegu þrenningu, þegar hún gekk upp þrepin, upp í biðstof- una. Þau virtust kát og salcleys- islega óvitandi um þeirra eigin ástand. En þau voru engu lík, óhrein, blaut, af sér gengin og tötrum klædd. Hún þekkti And- ers Andersson aðeins á þessarri miklu hæð, og því hvernig hann hallaði höfðinu, þegar hann gekk inn í forsalinn eins og hann væri hræddur um að reka sig upp undir járnþakið. — Ó, það eru þér, frú Foster, sagði hann og nam staðar. — Er .... Hvernig líður tuan besar? Ég meina .... Er hann .... - Það verður allt í lagi með hann, sagði Ann og kom hægt og hægt til sjálfrar sín. — En litli Jan er mjög veikur, mjög veikur, herra Anderson. Jeff beygði sig yfir barnið í kjöltu Ann með sinn eigin veika dreng í fanginu. Ann hörfaði vit- undarögn undan eins og kúlía- barnið gæti flutt með sér meiri hættu og smitun. Það er merkilegt, hvað þeir þola þessi litlu náungar, sagði Jeff róandi, en Ann hristi höf- uðið. Hún vissi betur. Hún hafði grafið þá tvo. — Ekki nvít börn. sem fædd eru á hitabeltissvæðinu, sagði hún. Síðan doktor Maverick hafði ásakað hina trygglyndu babu um að hafa smitað litla húsbóndann, hafði síðasta vígi lífs hennar ver- ið brotið niður. — Eftir hverju erum við að bíða? spurði Pat, óþolinmóð. — Það þarf að laga á þér höndina, herra Anderson. Þess þurfti að sjálfsögðu, en Anderson var ekki fús að viður- kenna það. Hann leit af hitasjúku barninu í kjöltu Ann, á litla Waj- ang, sem virtist hafa fallið í dvala, og síðan á tjáningarlausa, særða kúlíana, sem húktu á gólf- inu. — Það er töluvert að gera hér í nótt, sagði hann. —-Stund- um getur vesalings Grader ekki náð í einn einasta innfæddan sjúkling fyrir skýrslumar sínar svo vikum skiptir, vegna þess að fjölskyldurnar fela þá fyrir hon- um. Svo koma þeir í torfum eins og núna. Rétt strax er annað vörubílshlass væntanlegt. Jæja, við skulum fara í biðröðina. Tab- eh, Sitah — er möguleiki á að fá að sjá hvernig tuan besar líður. -— Hann er að fá blóðgjöf, sagði Ann. — Charley gefur blóðið — hann er inni hjá hon- um. Framhald ( næsta blaði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.