Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 34
HOFUM AVALLT FYRIRLIGGJANDI DÆLUR FYRIR HEITT OG KALT VATN. ALGJORLEGA
SJÁLFVIRKAR DÆLUR í ÝMSUM STÆRÐUM.
með mjög hagstæðu verði
GRUNDFOSS miðstöðvardælur,
stillanlegar. 3 ára ábyrgð.
CPS 2
ENNFREMUR: Miðstöðvarofna og
allt til hitalagna. Hreinlætistæki
og efni til skolp- og vatnslagna.
Byggingarvöruverzlun Ísleífs Jónssonar
Bolholt 4. — Reykjavík. — Sími 36920.
varð snögglega ljóst, að dynur-
inn í kynditækinu hafði borið
í sér eitthvað, sem minnti á
mannlegan félagsskap. Nú hafði
hún ekkert hjá sér niðri nema
hrinurnar í storminum.
Hún hljóp við fót að viðar-
kestinum. Þá var eitthvað, sem.
kom henni til að hika og snúa
sér við áður en hún beygði sig
til að tína upp viðinn.
Hvað var það? Ekki hljóð.
Eitthvað, sem hún hafði séð um
leið og hún hraðaði sér yfir ryk-
fallið gólfið. Eitthvað kynlegt.
Hún fór leitandi augnaráði um
kjallarann. Það var ljósneisti,
sem hún hafði séð, — þar sem
enginn neisti átti að vera.
Óskýranleg skelfing greip
hana. Hún glennti upp augun,
kringlótt og myrk eins og i
hræddu, dádýri. Á gömlu kist-
unni hennar, sem stóð við vegg-
inn, var rifa opin; út um þessa
rifu kom geisli, eins og ljós-
nál út i drunga kjallarans.
Hún gekk þangað eins og sefj-
uð. Þetta var ekkert nema mark-
leysan ein, eins og umslagið á
borðinu, sýnin á glugganum,
opnu dyrnar. Það var engin á-
stæða til að láta hræðsluna yfir-
huga sig.
Þó var hún viss um að hún
hafði ekki aðeins lokað heldur
læst kistunni; hún var viss vegna
þess, að hún geymdi tvær eða
þrjár gamlar kápur þar, vafðar
í dagblöð og vandlega niðurlæst-
ar gegn möl.
Nú var lokinu lyft hér um bil
um þumlung. Og ljósneistinn var
þar enn.
Hún svipti upp lokinu.
Langa stund stóð hún og horfði
niður i kistuna, meðan hvert
smáatriði innihaldsins greyptist
í vitund hennar eins og mynd
á ljósfilmu. Hvert smæsta at-
riði var óafmáanlega skýrt og
myndi aldrei gleymast.
Hún hefði ekki getað hrært
nokkurn vöðva á þessu augna-
bliki. Hryllingin var eins og
svört kápa yfir henni, kæfandi,
lamandi.
Svo afmyndaðist andlit henn-
ar. Hún skellti aftur lokinu og
hljóp upp stigann eins og vit-
skert. Hún gat aftur náð andan-
um, í djúpum ekkasogum, sem
rifu í lungun. Hún lokaði dyr-
unum að kjallaratröppunum,
með braki, sem undir tók í hús-
inu; svo sneri hún lyklinum i
skránni. Með andköfum greip
hún einn sterkbyggða stólinn
við eldhúsborðið og rak hann
undir snerilinn með skjálfandi
höndum.
Vindurinn læsti tönnum um
húsið og skók það, eins og hund-
ur skekur rottu.
Fyrsta hugsun hennar var að
komast út úr húsinu. En á leið
til útidyranna mundi hún eftir
andlitinu á glugganum.
Ef til vill hafði hún ekki í-
myndað sér það. Ef til vill var
það andlit morðingja, sem beið
hennar úti í storminum, albúinn
að stökkva á hana út úr myrkr-
inu og riginingunni.
Hún hneig niður í stóra stól-
inn, skjálftahrinur fóru um
samanhnipraðan líkama hennar.
Hún gat ekki verið þarna -—
ekki meðan þetta var i kistunni.
Samt þorði hún ekki að fara
út. Hver taug í henni hrópaði
á Ben. Hann myndi vita hvað
gera skyldi. Hún lét aftur aug-
un, opnaði þau aftur, neri þau
fast. Sýnin brann í huga hennar,
eins og hún hefði verið brennd
í hann með sýru. Hár hennar
hafði losnað og féll í mjúkum,
sléttum tjásum um ennið og
munnurinn var slakur af ótta.
í gömlu kistunni hennar lá
konulíkami samankrepptur.
Hún hafði ekki séð andlitið;
höfuðið var sveigt niður í hand-
arkrikann og Ijóst hárflóð hafði
runnið yfir það. Konan hafði
verið í rauðum kjól. Önnur
höndin hvíldi á barmi kistunnar
og á baugfingri hennar var karl-
mannshringur, innsiglishringur
með mynd af Ijóni, sem hélt á
litlum demanti í klónum. í þess-
um demant hafði ljósið speglazt,
Ljósið frá litlu perunni í horni
kjallarans hafði fundið þennan
hring i rökkrinu og endurkastazt
frá honum eins og vita.
Hún myndi aldrei geta gleymt
þvi. Hún myndi aldrei gleyma
konunni og hvernig hún leit út:
lýsandi fölvinn á handleggjun-
um, hnén, sem kreppt voru upp
við kistugaflinn, i silkisokkum,
sem stirndi á i rökkrinu; hár-
lokkarnir, sem leyndu andlitinu
HroIItitringur fór um hana
hvað eftir annað. Hún beit sig
í tunguna og þrýsti höndunum
að kjálkunum til þess að stöðva
tannaglamrið. Salt blóðbragð i
munninum kom henni til sjálfr-
ar sín. Hún reyndi að þvinga
sig til að hugsa af skynsemi,
en vitundin um að hún væri lok-
uð inni með myrtri konu, rykkti
i taugar hennar í sifellu.
Hún vafði jakkanum fastar um
sig til að losna við kuldadoð-
ann, sem læst hafði sig um hana.
Smám saman byrjuðu hugsanir
um annað en hinn nálæga dauða
að bæra á sér í huga hennar.
Smátt og smátt skildist henni,
að hin uppgötvaða staðreynd
myndi draga dilk á eftir sér.
Lögreglan myndi koma.
1 fyrstu vakti hugsunin um
lögregluþjóna þægindakennd;
stórir, sterkir, bláklæddir menn,
sem myndu fjarlægja þetta í
kjallaranum, fara burt með það,
YALE
REGISTEREÐ TRADE MARK
EINKAUMBOÐ:
lólnnn ðlafsson t (t.
Hverfisgötu 18.
Sími 11630.
VIKAN 26. tbl.