Vikan

Tölublað

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 22

Vikan - 01.07.1965, Blaðsíða 22
FRAMHALDSSAGA EFTIR VICKI BAUM TEIKNING: SILJA ADALSTEINSDÓTTIR 13. HLUTI □ Nú á ég ekkert eftir nema Jeff - og örlögin virð- ast hafa mikla og einkennilega kímnigáfu: Enn- þá er það Anderson, sem vill taka frá mér stúlk- una mína. — Þér hafið náttúrlega gleymt því, hvað þér sáuð í þessu dái yðar um leið og þér rönkuðuð við? sagði Halden léttilega. Hann hélt niðri í sér andanum, meðan hann beið eftir svari Vanden- grafs. — Þótt merkilegt megi virðast, nei, Mynheer. Ég verð að viður- kenna að ég man aðeins glefsur, brot; þetta er abstrakt. Þetta lít- ur út eins og málverk eftir Pic- asso á þriðja stigi. En brotin eru mjög sterk, þau eru brennd inn í huga minn. Ég er tauga- óstyrkur og tilfinningaríkur mað- ur. Og það að horfa á tígrisdýr drepa mann er nokkuð sem ég get aldrei gleymt. Gætuð þér það? — Nei, svaraði Halden, næst- um gegn vilja sínum. Hægt bros breiddist yfir örmagna andlit Vandengrafs. — Svo þannig drápuð þér yð- ar bezta vin, sagði hann mjög blíðlega, mjög lágt. — Ég drap hann ekki; tígris- dýrið drap hann. ■— Já, Þetta var bezta gildra, sem nokkur maður gat útbúið. Þér skutuð ekki tígrisdýrið; þér biðuð þangað til það hafði gert það, sem þér þorðuð ekki að gera með yðar eigin höndum. — Þessi tígrisdýraveiði var ekki mín hugmynd; þetta var hans hugmynd. Ég var ekki mik- ill veiðimaður, en Anders var það. Hann var mikill, stór, gnæf- andi; hann var grobbandi karl- menni og hann ætlaði að veiða tígrisdýrið einn. — Þér eruð ennþá afbrýðisam- ur út í hann! Þér hatið hann enn- þá! Eftir hve mörg ár? Þér vesl- ings, vitstola maður, sagði Vand- engraf, næstum með vorkunn- semi. — Ég drap hann ekki. Ég átti eins mikið á hættu og ha.nn; tígr- isdýrið gæti hafa ráðizt á mig ekki síður en á hann. Þér eruð guðleysingi ósvífinn, Blotzky. Ég vil ekki tala um guð við yð- ur, en það hlýtur að vera einhver einhver hærri lög, sem hafa á- kvarðað milli Andersons og mín... — Sparið þessar hugspekilegu varnir yðar, þeim er eytt til einskis á mig, sagði Vandengraf um leið og hann færði riddar- ann sinn á C 3. Halden brást ósjálfrátt við með því að drepa riddarann með sín- um riddara og svo rétti hann úr sér. — Ef þér ætlið að reyna að beita fjárþvingun á mig, vegna þess, sem þér höfðuð út úr þess- um sáfræðilega hókus pókusi yð- ar, er ekki nema réttlátt að láta yður vita að ég myndi ekki hika við að eyðileggja líf yðar og gera yður hlægilegan um allt Holland og allar Lodíur, sagði hann, skuggi af fyrri rósemi sinni. Vandengraf reis upp og gekk út að kýrauganu, losaði það og opnaði. Úti heyrðust syfjuleg hljóð næturinnar, í lítilli höfn: Gljálfrið í vatninu, glamur í keðju, langdregið kall einhvers- staðar og svo þögn aftur. — Stormurinn er liðin hjá, sagði Vandengraf. Hann kom aftur, dró töskuna sína framund- an kojunni og settist á hana svo náægt Halden að öxl hans snerti grannvaxna og viðkvæma öxl gamla mannsins. — Hlustið nú, Mynheer, sagði hann. — Þér eruð gamall mað- ur og veikur maður og einmana maður og þér treystið engum í 22 VIKAN 26. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.