Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 7
hann opinn út að götunni. Þetta á sennilega að vera til hagræðis fyrir sorphreinsunarmennina. Sóðaskapurinn af þessu er slík- ur, að ekki verður með orðum lýst. Auðvitað er þetta uppá- haldsleikvöllur barnanna í ná- grenninu, enda liggja matarleif- ar, bréfarusl og annar ófögnuð- ur eins og hráviði um alla göt- una í kringum staðinn. Nú er mér spurn, hver hefur með þessi mál að gera? Er það heilbrigðis- málanefnd eða sorphreinsunin eða hver eiginlega? Er kannske öllum heimilt að hafa þessi mál eins og þeim bezt líkar. Kennaraskólamaður. Já, ljót er saga þín en mun því miður ekkert einsdæmi hér á landi. Það er engu líkara en menn hafi sjálfir yfirstjórn þess- ara mála í sínum höndum, þó svo að heilbrigðismálastjórn eigi að hafa umsjón með þeim. Við skulum vona, að þessar linur verði til að vekja þá. PENNAVINIR. Kæra Vika! Ég sá auglýsingu um pennavin hjá þér og mig langar svo að vita meira um þetta, svo að ég geti eignazt pennavin. Þakka þér svo fyrir allt skemmtilega lesefnið, sem þú hefur birt. Sigrún. Ef þig langar svona mikið til að skrifast á við einhvern, er bezt fyrir þig að skrifa út til klúbbsins. Þá færðu allar upp- lýsingar og 500 myndir að auki, þér aveg að kostnaðarlausu. Ut- anáskriftin er: Correspondence club Hermes, Box 17, Berlin 11, Germany. Ég er enn hrifin af honum og get ekki hætt að hugsa um hann. Ég veit, að hann er ekki með neinni annarri. Hvað á ég að taka til bragðs? P.s. Hvernig er skriftin? Ein ráðþrota. Ef þú ert svona óskaplega hrif- in af honum, væri ekki úr vegi að ræða málið við hann og reyna að minnsta kosti að fá út, hvers vegna hann hætti við þig. Láttu hann samt ekki finna, að þú sért svona hrifin af honum, komdu fram eins og þér sé alveg sama um hann. Skriftin er heldur losaraleg og gætir lítils samræmis í henni. ÓSVÍFNI EDA HVAÐ? Kæra Vika! Ætli það séu engin takmörk fyrir því, sem afgreiðslufólk á veitingahúsum getur leyft sér. Fyrir stuttu síðan fórum við tveir inn á veitingahús í mið- bænum. Við báðum um kók og fengum það tilreitt. Kunningi minn var eitthvað í þyrstara lagi og bað um aðra flösku til. Hún kom. Þegar afgreiðslustúlkan gekk fram hjá borðinu litlu seinna, gerðist hann svo djarfur að biðja um þriðju flöskuna. Stúlkan rak upp stór augu, sneri sér að okkur og sagði: — Ert þú orðinn vitlaus eða hvað? — Þetta kom nokkuð flatt upp á okkur, og ég spurði í mesta grandaleysi, hvort ég hefði átt þessa sneið. Og svarið lét ekki standa á sér. — Nei, ég veit nú, að þú ert vitlaus. — Með það strigsaði hún fram til að ná í flöskuna. Er þetta ekki nokkuð mikil ósvífni við bláókunnuga gesti? Reiður. ALMÁTTUGUR EN SÚ MÆÐA. Kæra Vika! Svo er mál með vexti, að ég hef verið með strák í allan vet- ur eða þangað til fyrir um mán- uði, þá sagði hann mér upp og neitaði að koma með nokkra skýringu. Við hittumst svo til á hverjum einasta degi en hann lætur alltaf sem hann sjái mig ekki. Kunningjar mínir segja, að hann tali oft um mig. Mér finnst það ótrúlegt, að veitingahús græði á því að hafa svona fólk í þjónustu sinni, ef allir fá svipaðar trakteringar og þið. Jafnvel ekki, þótt þeir drekki þrjár flöskur af kók .... Já, hvemig var það með alla þessa kókdrykkju? Var það kannske eitthvað annað en kók, sem þið voruð að súpa þama inni? Þar gæti verið skýringin á öllu vitleysishjalinu. HÁRÞURRKA HEIMILANNA EINKAUMBOÐ: I. GUÐMUNDSSON & CO. H.F. REYKJAVÍK VIKAN 27. tbl. IJ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.