Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 33

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 33
þegar Anna María fæddist, og ég dáðist að honum fyrir það að vilja sjálfur annast uppeldi henn- ar. Ég reyndi að bæla niður til- finningar, sem að ég fann að ég bar til hans. Ég fór að hugsa um alla erfiðleikana sem aumingja pabbi hafði i sambúðinni við mömmu. Hvernig hann reyndi að gera við þvottavélina og önnur áhöld, þegar mamma var búin að skemma þau, og hvernig hann sat langt fram á nætur um öll mánaðamót, til að koma ein- hverju lagi á heimilisbókhald- ið. Og þegar ég svo sá Urban og mömmu dansa saman, eins og að engar áhyggjur væru til, fannst mér yfirleitt ekki neitt réttlæti vera í þessu lífi. Pabbi var vanur að sitja í stóra liægindastólnum á kvöld- in og totta ánægður pípuna sína. Ég fór að óska að hann segði brandara eins og Urban, kæmi óvænt með sokkapar eða eitt- hvað þviumlikt á kvöldin, eða að minnsta kosti að hann missti af lestinni við og við. Ef til vill hefir það ekki verið liollt fyrir mömmu að búa við þetta öryggi sem sambúðin við pabba skapaði henni. Ég gat i raun og veru ekkcrt sett út á framkomu Urbans og mömmu. Það var alltaf fullt af fólki hjá okkur, öll áttum við hóp kunningja, og þar sem mamma er nú einu sinni eins og hún er, var alltaf opið hús hjá okkur. Ég er ekki frá því að það hafi verið sérstaldega opið fyrir Urban. Okkur kom prýðilega saman, og það var ekki fyrr en stereo-fónninn kom á dagskrá að við vorum ósammála. í febrúar hafði ég lokið nám- skeiðinu og fékk strax vinnu hjá byggingafyrirtæki i borginni. í fyrstu varð ég alltaf samferða Urban i lestinni. Við vorum venjulega sein fyrir, og náðum í lestina á siðustu stundu. Urban gaf sér samt alltaf tíma til að kaupa tvö dagblöð, annað fyrir mig. Hann tók þegjandi á móti peningunum, sem ég fékk hon- um, þangað til einu sinni að hann sagði: — Það þyrfti nú ekki að ruglast hjá þér bókhald- ið, þótt ég fengi að annast þessi útgjöld, og klappaði á kollinn á mér með blaðinu. — Vertu ekki svona fyndinn, sagði ég. — Það er engin ástæða til þess að þú borgir mitt blað. Og svo sat ég þegjandi og las mitt blað á leiðinni. Um það bil mánuði seinna sagði hann einn morguninn: — Er ekki einhver sem á afmæli heima lijá þér á næstunni? — Hvorki meira né minna en tveir fjölskyldumeðlimir, ég og mainma. —- Það er merkilegt, sagði hann, — að þið eigið sama af- mælisdag.... — Það er ekkert skrýtið, sagði ég stuttaralega, — þetta kemur fyrir á beztu heimilum.... — Hvað hefir þú hugsað þér að gera á þessum merkisdegi? spurði hann forvitnislega. — Ekkert sérstakt. Hann horfði hugsandi á mig, svo sagði hann: -—■ Mamma þín er óvenjuleg kona, Cecilia. Hún er svo elskuleg og hjálpsöm. Mannstu eftir jólaskreytingunni sem hún gaf Önnu Maríu. Hún var stórkostleg. Ég er búinn að hugsa lengi um það, hvort ekki sé kominn timi til að hún fái eitthvert endurgjald. Dettur þér nokkuð i hug, sem þú vildir gefa henni í afmælisgjöf? — Eða sem þú vildir gefa henni, liugsaði ég. — Plötuspilarinn ykkar er nú hálf lélegur, hélt hann áfram. — Þarna höfum við það. Stereo- tæki! Hún er svo hrifin af liljóm- list____ Ég starði bara á hann. Stereo- tæki voru alveg dásamleg, en þau hlutu að kosta morð fjár. — Ég á ekki einusinni pen- inga fyrir útborgun, sagði ég þreytulega. — Það^r alltaf hægt að finna ráð við pví, vina mín, sagði Urban blíðlega. — Hefurðu aldrei lieyrt talað um lánakort? Það hafði ég sannarlega. Þessi lánakort voru einmitt það, sem mamma ruglaðist alltaf i og pabbi átti i mestum erfiðleikum með um hver einustu mánaða- mót. Þess vegna var ég kann- ske dálítið bitur, þegar ég svar- aði: — Ég á ekkert lánakort og hefi heldur ekki hugsað mér að eignast það. .. . Urban tók í hönd mina. — Þarftu endilega að vera svona óþolandi? sagði hann lágt. — Það eru allir i reikningi ein- hversstaðar og hafa lánakort.... Stundum kemur það fyrir svo óbetranlegt reglufólk eins og mig, að maður hatar sjálfa sig fyrir að vera svona, og það gerði ég einmitt þá. — En, sagði ég hikandi, -— ég get ekki eignazt svona kort. Ég á enga peninga í bankanum og ég liefi ekki nógar tekjur til þess að hafa lánstraust. — En það hefi ég, sagði hann glaðlega. Ég leit undrandi á liann. — Þú meinar. . .. byrjaði ég, — með öðrum orðum.... — Það þarf engin önnur orð, tók hann fram i fyrir mér. — Þú velur tækið, svo fer ég og skil lánakortið mitt eftir hjá af- greiðslumanninum. Það er nú ekki flóknara. — Aldrei, sagði ég. — Aldrei í lifinu. En hann gafst ekki upp. Til dæmis gat hann bent mér á aug- lýsingu um útsölu á liljómplöt- um. Eða raulaði lag og sagði við mig. — Þetta hefirðu ekki heyrt, það er nýtt lag og er hara til á hæggengum plötum. (Plötu- spilarinn okkar spilaði ekki liæg. gengar plötur.) Einn morguninn sagði hann: ---t Jt fií tm 1 InnbyggSir ofnar meS Ijósi — gleri í hurS — tímastilli — grilli — meS eSa ón grillteins. JJL BorShellur 3ja og 4ra hólfa. hvottapottar 50 og 100 lítra. L, X Eldavélar 3ja og 4ra hólfa. Hellur eSa gormar, meS eða ón klukku og hitahólfi. ÁBYRGÐ OG VARAHLUTAÞJÓNUSTA. irt ^ ,Jbi l j KYNNIÐ YÐUR HINA HAGKVÆMU GREIÐSLUSKILMÁLA VID ÚDINSTORG SI M I 1 0 3 2 2

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.