Vikan

Tölublað

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 14

Vikan - 08.07.1965, Blaðsíða 14
SAFIMAST ÞEGAR SAMAN KEMUR Þa9 eru ótrúlegustu hlutir, sem menn safna hér á landi, sem annarsstaffar, sér og öSrum til gagns og ánægju. VIKAN heimsótti fyrir skömmu nokkur einkasöfn og skýrir hér frá því í myndum og máli. Texti: Guðmundur Karlsson. Myndir: Kristján Magnússon. Því hefur víða verið haldið fram, og vafalaust með réttu, að frístundir manna hér á ís- landi séu orðnar svo fáar, að það sé líklega allt að því einsdæmi í heiminum — alla- vega samanborið við fólksfjölda. Að vísu er venjulegur vinnutími hér síður en svo lengri en annarsstaðar, en bæði er það, að kröfur manna um lifnaðarháttu eru orðnar það mikl- ar, og hitt að eftirspurn eftir vinnuafli er svo mikil að flestir nota sinn lögskipaða frítíma til að vinna einhverja aukavinnu, og afla sér þannig meiri tekna. Það fer því gjarnan svo að menn nota „frítímann" til að stunda aðra vinnu, og stundum er aukavinnan jafn arð- bær eða arðbærari en sú raunverulega atvinna, sem maðurinn er sagður stunda. Um afleiðingar af þessu ástandi skal ekki dæmt hér, en ekki er ósennilegt að margur maðurinn verði þreyttur og slitinn um aldur fram, ef hann stundar tvennskonar atvinnu í lengri tíma, og ann sér ekki hvíldar frá stritinu við að afla nægilegra peninga til þess að „hafa það gott". Raunveruleg hvíld verður æ skemmri, jafnvel þótt vinnutíminn stytt- ist með hverju ári, og einhvernvegin fer það venjulega svo, að jafnvel þótt menn hafi meiri tekjur en þeir þurfa nauðsynlega á að halda, þá hverfa þær eins og dögg fyrir sólu á einhvern óskiljanlegan hátt, og eftirtekjan verður sjaldan sýnileg, nema ef dæma skal eftir glansinum: Nýlegum bíl, einbýlishúsi, pals á frúna, kokkteilpartíum eða enda- lausum kók handa krökkunum. Þessvegna er það, að hinar raunverulegu frístundir verða ennþá dýrmætari, og jafn- framt meira vandamál að verja svo vel sem kostur er, sjálfum sér og öðrum til hvíldar og ánægju. En það er misjafnt og fer eftir skapgerð mannsins, hvað honum verður að hvíld og ánægju. Sumir kjósa að sitja í þægilegum stól og lesa góða bók, aðrir horfa á sjónvarp, fara í bíó eða leikhús, enn aðrir í veitingahús. Sumir stunda íþróttir eða ferða- lög, fara í veiðiferðir, leika golf, dytta að húsinu sínu eða bílnum og enn aðrir nota tímann og þróttinn til að safna einhverju og dútla þá gjarnan við það í frístundum. Söfnunarnáftúran er viðurkennd og virt tilhneiging mannsins, á hvaða sviði sem er, en það eru ótrúlegustu hlutir, sem menn safna og hafa óblandna ánægju af — og það er raunar aðalatriðið. Oftast er ánægjan af söfnuninni aðalatriðið, en þó kemur stund- um hagnaðarvon til greina. Það er gamall sannleikur að margt smátt geri eitt stórt, og þó að nokkur frímerki hafi lítið verðgildi út af fyrir sig, getur það margfaldazt ef þau eru í safni, ásamt öllum öðrum skyldum merkjum, og ekki minnkar það með aldrinum. Það er einhver alveg sérstakur eiginleiki, sem góðir safnarar þurfa að hafa, ef þeim á að verða vel ágengt. Þeir þurfa að hafa vakandi hugsun á því dag og nótt, að verða sér úti um þá hluti, sem þá vantar í safnið, svo það verði sem fullkomnast. Slíkt kostar alltaf erfiði og þolinmæði, og oft fjárútlát ef um verðmæta hluti er að ræða. Það er þó huggun flestum söfnurum, að slíkum peningum er ekki kastað á glæ, því að það er svipað og að leggja fé í fasteign — þeir tapa ekki gildi sínu með árunum, heldur ávaxt- ast og fylgja öðrum verðhækkunum. Fyrning eða rýrnun kemur þar vart til grein, heldur stöðug aukning og verðsköpun, ef rétt er á haldið. Söfnunarastriðan getur orðið yfirþyrmandi um skeið, en hjá flestum er hún aðeins skemmtilegur leikur og frístundagaman, og langoftast mikið fróðleiksefni fyrir viðkom- andi, sem auðvitað þarf að kynna sér allt viðvíkjandi því, sem hann er að safna. Frí- merkjasafnarar fræðast t.d. mikið um þau lönd eða málefni, sem viðkoma merkjunum. Myndir a merkjunum eru oft fræðandi um land og þjóð og safnarar þurfa að kynna sér í hvaða tilefni merki hafa verið gefin út o.s.frv. Sumir safna t.d. aðeins blómamerkjum, °g fræðast þá mikið um jurtir. Aðrir safna merkjum með myndum úr atvinnulífi, og svo mætti lengi telja. Bóka- og tímaritasafnarar verða auðvitað að vera sérfræðingar í bóka- sögu þjóðarinnar og bókmenntasögu, fyrir utan þann fróðleik, sem þeir afla sér með lestri bókanna — ef þeir lesa þær. Forngripa (antik)safnarar verða að kynna sér ótrúleg- ustu hluti og atriði í mannkynssögu, myntsafnarar þurfa að vita allt um myntsláttu og jafnvel efnahagslíf þjóðarinnar á hverjum tíma. Eggjasafnarar þurf að vera sérfróðir um fugla og flöskumiðasafnarar um framleiðslu drykkja, prentun miða o.fl. Framhald á bls. 45. 24 VXKAN 27. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.